Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 4
Borgarráð sló sameiningu á frest Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við frestuðum þessu máli og mun- um gefa okkur meiri tíma og heyra í starfsfólki og foreldrum,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna, í samtali við Morg- unblaðið og vísar í máli sínu til til- lögu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar þess efnis að sameina yfirstjórn tveggja leik- skóla, Suðurborgar og Hólaborgar, í Suðurhólum í Breiðholti. Tillagan var lögð fyrir borgarráð til sam- þykktar í gær, en afgreiðslu var sem fyrr segir frestað. Greint var frá því í Morgun- blaðinu í gær að mikil andstaða er í garð sameiningar hjá bæði starfs- fólki leikskólanna og foreldrum þeirra barna sem þar eru. Hafa alls tíu starfsmenn sagt upp störfum eða íhuga að segja upp vegna þessa. Þá hafa samkvæmt heimildum blaðsins nær allir foreldrar ritað undir yfirlýsingu þar sem þeir segj- ast andvígir sameiningaráformum borgarinnar og mun yfirlýsingin hafa verið send Reykjavíkurborg. Líf segir mikilvægt að „vanda sig vel“ þegar kemur að málefnum leik- skólanna og að þessi mikla gagnrýni hafi ekki komið henni á óvart. „Nei, hún gerði það ekki,“ segir Líf spurð hvort gagnrýni starfsfólks og foreldra hafi komið henni á óvart. „Ég held að í ljósi sameininga fyrri ára séu þessi viðbrögð mjög skiljanleg. Það þarf auðvitað að kanna alla fleti málsins, en það sem á ávallt að vera í forgrunni er hagur og menntun barna,“ segir hún. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, fagnar því að búið sé að fresta afgreiðslu þessa máls. „Ég held að best væri að hætta við þessi áform eins og þau voru kynnt í stað þess að fara fram með svo illa ígrundað mál sem fælir frá starfsfólk, við megum ekki við því,“ segir hann, en búið er að boða stjórnendur leikskólanna tveggja á fund strax eftir helgi.  Mikil gagnrýni kom Vinstri-grænum ekki á óvart  Fundað með leikskólastjórnendum eftir helgi Líf Magneudóttir Eyþór Laxdal Arnalds Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breiðholt Mikil óánægja er með hugmynd um sameiningu leikskólanna. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 Veður víða um heim 7.3., kl. 18.00 Reykjavík 2 léttskýjað Hólar í Dýrafirði -2 skýjað Akureyri -4 léttskýjað Egilsstaðir -4 skýjað Vatnsskarðshólar 1 skýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 2 heiðskírt Ósló 0 rigning Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 2 þoka Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 7 skúrir Brussel 9 skúrir Dublin 8 skúrir Glasgow 7 rigning London 8 skúrir París 10 rigning Amsterdam 9 rigning Hamborg 10 rigning Berlín 11 skúrir Vín 14 heiðskírt Moskva -1 heiðskírt Algarve 15 léttskýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 16 heiðskírt Aþena 19 heiðskírt Winnipeg -17 léttskýjað Montreal -11 léttskýjað New York -2 skýjað Chicago -4 alskýjað Orlando 12 heiðskírt  8. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:12 19:07 ÍSAFJÖRÐUR 8:20 19:08 SIGLUFJÖRÐUR 8:03 18:51 DJÚPIVOGUR 7:42 18:35 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og snjókoma eða él sunnanlands, en að mestu þurrt norðantil. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum, en sums staðar frostlaust við ströndina. Austan 15-23 m/s sunnanlands, hvassast og snjókoma eða slydda syðst, en mun hægari og víða bjart nyrðra og eystra. Hiti 0 til 4 stig syðst, en annars frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Fjöldi togara hefur síðustu daga verið á miðunum fyrir vestan Vestmannaeyjar og vestur fyrir Reykjanes. „Það er að færast vertíðarstemning yfir þetta og ég held að það séu allir að fiska ágætlega,“ sagði Jó- hannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey RE, skipi HB Granda, í símtali um miðjan dag í gær. Hann bætti því við að það eina sem vantaði væri loðnan. Þeir komu á miðin suðvestur af Surtsey á miðvikudagskvöld og er landað eftir ákveðnu kerfi. „Þetta er allt njörvað niður nú orðið,“ segir Jóhannes Ellert. „Veiðunum er stjórnað af því hvernig markaðurinn er hverju sinni og kvótastöðunni. Menn veiða ekki á lager lengur. Megin- reglan er sú að við förum út á miðviku- dögum og komum inn á þriðjudögum. Núna erum við í ufsa, karfa og fleiru, en förum svo í þorskinn þegar líður á túrinn því við reynum að koma með hann sem nýjastan í land.“ Jóhannes Ellert segir að fyrir vestan Reykjanes hafi menn verið að fá góðan þorsk, nokkur skip væru austan við þá og frystitogarar sunnan við í rauðakarfa og fleiri tegundum. „Það eru allir að fiska eftir pöntun,“ sagði Jóhannes Ellert Eiríksson. aij@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Haldið til veiða Viðey RE 50 er eitt þriggja systurskipa sem HB Grandi lét smíða í Tyrklandi og komu til landsins 2017. Hinar systurnar eru Engey RE 91 og Akurey AK 10. Jóhannes Ellert Við komu Viðeyjar 2017. „Það eru allir að fiska eftir pöntun“  Vertíðarstemning  Vantar bara loðnuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.