Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 35
Starfsferill Birnu er mjög fjöl- breyttur, hún hefur m.a. sinnt land- vörslu í Öskju og Herðubreiðar- lindum, stundað grásleppuveiðar, gistihúsarekstur og kennt í leik- og grunnskólum. „Síðustu árin hef ég, ásamt eiginmanni mínum, Guðbergi Agli Eyjólfssyni, rekið eigið hönn- unarfyrirtæki og verslun á Skóla- vörðustíg undir merkinu Gjóska. Þar seljum við mína hönnun sem er hand- skreyttur ullarfatnaður með tilvísun í íslenska náttúru og eru erlendir ferðamenn 99% okkar kúnna. Annað verkefni sem á hug okkar allan er húsdýragarðurinn Daladýrð sem við rekum á býlinu okkar, Brúnagerði í Fnjóskadal. Við erum að fara inn í okkar þriðja rekstrar- sumar en í fyrra heimsóttu okkur 10 þúsund gestir. Aðstaðan til að hoppa í heyið og kisurnar eru það sem bræddi flesta og bætum við stöðugt aðstöðuna á milli ára. Helstu áhugamál eru allskonar sköpun, hvort sem það er textíll, tré, skartgripir, keramik eða matargerð, náttúra Íslands, svo sem plöntur og fuglar.“ Fjölskylda Eiginmaður Birnu er Guðbergur Egill Eyjólfsson, f. 27. nóvember 1971, framkvæmdastjóri Daladýrðar Foreldrar hans eru Finnbjörg Guð- mundsdóttir f. 5. ágúst 1951, launa- fulltrúi, bús. á Selfossi, og Eyjólfur Hjaltason, f. 24. september 1951, mat- reiðslumaður, bús. í Noregi. Stjúpfað- ir Guðbergs var Benedikt Davíðsson, f. 3. maí 1927, d. 13. nóvember 2009, fv. formaður ASÍ og Félags eldri borgara. Börn Birnu og Guðbergs eru 1) Ingvar, f. 29. ágúst 2001, vinnur í Pharmarctica á Grenivík; 2) Benedikt, f. 20. maí 2003. nemandi við Stóru- tjarnaskóla; 3) Anna Kristjana, f. 27. júní 2005, Nemandi við Stórutjarna- skóla. Þau búa öll í foreldrahúsum Systkini Birnu eru: Þorsteinn Ey- fjörð Friðriksson, f. 21. ágúst 1967, sjómaður og smiður á Grenivík; Sveinlaug Friðriksdóttir, f. 20. febr- úar 1978, hárgreiðslumeistari, bús. í Reykjavík; Bjarni Eyfjörð Frið- riksson, f. 8. maí 1985, verkfræðingur hjá KPMG, bús. í Reykjavík. Foreldrar Birnu eru hjónin Friðrik Kristján Þorsteinsson, f. 29. desember 1947, útgerðarmaður og húsasmíða- meistari, Kristjana Björg Hallgríms- dóttir, f. 10. júní 1949, matráður og hefur unnið við ýmis störf tengd eigin útgerð. „Foreldrar mínir búa enn í húsinu sem þau byggðu sér á Grenivík fyrir 50 árum.“ Úr frændgarði Birnu Kristínar Friðriksdóttur Jón Þorsteinsson bóndi á FinnastöðumBirna Kristín Friðriksdóttir Þorsteinn Eyfjörð Friðriksson sjómaður og smiður á Grenivík Karen Björg Þorsteinsdóttir uppistandari og yngsti meðlimur „Bara góðar“ Stefán Eyfjörð Jónsson sjómaður og verkamaður í Reykjavík lís Eyfjörð tefánsson prentari í Hafnarfirði E S Þórey Edda Elísdóttir stangar- stökkvari og verk- fræð- ingur Bára Eyfjörð Jónsdóttir húsfreyja á Grenivík Elísa Ingólfs- dóttir fiskverka­ kona á Grenivík Heimir Ásgeirsson eigandi Eyjabita og guðfaðir Magna á Grenivík Elísa Stefánsdóttir húsfreyja á Finna- stöðum á Látraströnd Sveinlaug Friðriksdóttir húsfreyja á Grenivík Friðrik Kristinsson bóndi og verkamaður í Hléskógum og á Grenivík Anna Margrét Vigfúsdóttir úsfreyja í Hléskógum í Höfðahverfi Friðrik Kristján Þorsteinsson útgerðarmaður og húsasmíðameistari á Grenivík Jón Þorsteinsson útgerðarmaður og húsasmíðameistari á Grenivík Þorsteinn Eyfjörð Jónsson eigandi Handverkshússins í Kópavogi Guðrún Friðriksdóttir húsfreyja á Jarlsstöðum í Höfðahverfi h nna Margrét Bjarnadóttir skverkakona á Grenivík A fi Bjarni Gunnarsson eigandi GíslaEiríksHelga kaffihúss Bakkabræðra á Dalvík Anna Gunnarsdóttir húsfreyja Sultum í Kelduhverfi Gunnar Sigurðsson bóndiAuðbjargarstöðum í Kelduhverfi Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi Kristjana Björg Hallgrímsdóttir matráður og vann við eigin útgerð á Grenivík Þorsteinn Eyfjörð Jónsson útgerðarmaður á Grenivík Sigríður Hallgrímsdóttir veðureftirlitsm. og ferðaþjónustub. á Grímsstöðum á Fjöllum Friðbjörg Karólína Hallgrímsdóttir sundlaugarvörður áAkureyri Hafþór Hreiðarsson ljósmyndari á Húsavík og umsjónarmaður 640.is Halla Hallgrímsdóttir húsfreyja á Húsavík Hallgrímur Björnsson bóndi í Sultum Kristín Hallgrímsdóttir húsfreyja á Víkingavatni í Kelduhverfi Björn Stefánsson bóndi á Víkingavatni Hönnunin Gjóska Birna að nála- þæfa norðurljósamynstur. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 FYRIR MÓÐUR OG BARN Spíra Omega3 PREGNANCY er ætlað þunguðum konum eða konum sem hyggja á barneignir. Varan innheldur bæði EPA og DHA, auk D-vítamíns og fólats. www.lysilife.is F æ st í a p ó te k u m NÝ TT FRÁ LÝ S I F Y R IR M Ó ÐUR OG BA R N NÝTT 95 ára Jón Jónsson Sigríður Sigurðardóttir Þorgerður Kolbeinsdóttir 90 ára Ástríður Þórey Þórðardóttir Gunnhildur Njálsdóttir Hartmann Eymundsson Reynir Karlsson Sigurdís H. Erlendsdóttir 85 ára Erla Traustadóttir María Albertsdóttir 80 ára Lilja Guðrún Sigurðardóttir 75 ára Bogi Þórðarson Elísabet Gígja Guðbjörg Hermannsdóttir Guðríður Gígja Steinunn Áslaug Pétursd. Þórunn A. Sveinbjarnard. 70 ára Agnar Óttar Norðfjörð Erla Emilsdóttir Gerður Sveinsdóttir Guðlaug Aðalsteinsdóttir Helgi Hálfdánarson Hjálmar Sveinsson Ingunn Ásdís Sigurðard. Már Þorvaldsson Sigríður Jónsdóttir Unnur Ingvadóttir 60 ára Auður Vilhelmsdóttir Elín Ásdís Ásgeirsdóttir Erla Aðalgeirsdóttir Erla Björg Garðarsdóttir Freyja Júlía Þorgeirsdóttir Guðjón Hólm Guðjónsson Guðni Geirsson Höskuldur B. Gunnarsson Jóhanna Hauksdóttir Jón Hilmar Jónsson Þorvaldur Steingrímsson 50 ára Eggert Bjarki Eggertsson Guðný Zoéga Hilmar Þór Jónsson Jóakim Ragnar Guðlaugss. Lúðvík Elíasson Margrét Erlingsdóttir Sigríður Margrét Gunnarsd. Theódór Skúli Þórðarson Valgerður M. Gunnarsdóttir 40 ára Agnes Björnsdóttir Alice Wanjiku Kimani Erla Tryggvadóttir Frank Höybye Christensen Helga Guðrún Vilmundard. Helga Valdís Árnadóttir Hjördís Sif Bjarnadóttir Jón Atli Magnússon Jón Ingi Einarsson Kristján Heiðar Kristjánss. Lilja Jónsdóttir María M. Steinarsdóttir Ólafur Ómar Bjarnason Rögnvaldur Harðarson Sigurður Óli Sigurðarson Svavar Viktorsson 30 ára Anna G. Hólm Bjarnadóttir Anthony Joseph Davis Ágústa Guðjónsdóttir Einar Þór Björgvinsson Hilmar Þorbjörn Halldórus. Jón Brynjar Jónsson Linda Ósk Árnadóttir Pétur Þór Jaidee Sigrún B. Valdimarsdóttir Tómas Páll Máté Tryggvi Örn Gunnarsson Valur Sigurðarson 40 ára Gunnar er Reyk- víkingur og er listrænn stjórnandi hjá Jónsson & Le’macks. Maki: Elín Vigdís Guð- mundsdóttir, f. 1985, lög- fræðingur hjá Kærunefnd útlendingamála. Börn: Guðrún Lóa, f. 2013, og Guðmundur Jökull, f. 2016. Foreldrar: Þorvaldur Ólafsson, f. 1944, d. 2016, og Brynja Jóhannsdóttir, f. 1947, bús. í Kópavogi. Gunnar Þorvaldsson 40 ára Hulda er Reykvík- ingur en býr á Selfossi. Hún vinnur við bókhald hjá JÁVERK. Maki: Axel Davíðsson, f. 1972, verkefnastjóri hjá JÁVERK. Börn: Ísak, f. 2003, Selma, f. 2007, og Bryndís, f. 2012. Foreldrar: Jón Albert Sig- urbjörnsson, f. 1955, verkstjóri, og Lára Guð- mundsdóttir, f. 1955, skólaliði, bús. í Kópavogi. Hulda Jónsdóttir 30 ára Hafrún fæddist á Húsavík en flutti átta ára gömul í Sandgerði og býr þar. Hún er leikskólaliði og stuðningsfulltrúi. Maki: Reynir Gunnars- son, f. 1983, hlaðstjóri hjá Icelandair. Dóttir: Guðrún Anna, f. 2018. Foreldrar: Hafþór Aust- fjörð Haraldsson, f. 1957, og Guðrún Magnea Teits- dóttir, f. 1959. Þau eru bús. í Sandgerði. Hafrún Hafþórsdóttir Til hamingju með daginn  Hinn 26. febrúar síðastliðinn fór fram doktorsvörn við Háskólann í Skövde, Svíþjóð. Þar varði Ari Kolbeinsson dokt- orsritgerð sína í upplýsingafræðum þar sem fjallað er um aðferðir og kenningar sem nota má til þess að draga úr nei- kvæðum áhrifum truflana á starfsfólk í framleiðsluvinnu í verksmiðjum. Rannsóknir á truflunum hafa hingað til mestmegnis skoðað truflanir á vinnu við tölvur og annarri skrifstofuvinnu, auk rannsókna á sérhæfðum vinnustöð- um eins og sjúkrahúsum og flugvélum, og hafa til þess byggt á hefðbundnum kenningum um mannshugann sem líkja mannshuganum við tölvukerfi. Rann- sóknir Ara byggðust á nýrri kenningum þar sem mannshugurinn, líkaminn, um- hverfið, og gagnkvæm áhrif manneskju og heims geta verið hluti af hugs- unarferlinu. Doktorsritgerðin byggist á niður- stöðum þriggja rannsóknaverkefna sem unnin voru milli 2015 og 2018 bæði í sérhæfðri rannsóknaraðstöðu við Há- skólann í Skövde og í verksmiðju sem framleiðir bílvélar. Meginniðurstöður rannsóknanna sýndu að rannsóknir á truflunum sem unnar eru eftir hefðbundnum kenn- ingum um manns- hugann og við sér- hönnuð verk þar sem setið er við tölvu er ekki hægt að staðfæra án breytinga á verk þar sem hægt er að nota umheim- inn til að styðja hugsanaferli. Meginniðurstöður doktorsritgerð- arinnar voru þær að nýrri kenningar innan hugfræðinnar má nota til að greina verk þar sem hægt er að nýta líkamann og umheiminn til stuðnings, og leiddu þessar niðurstöður til þess að skapaður var fræðilegur rammi þar sem nýfengnar rannsóknarniðurstöður og kenningar um mannshugann voru samtvinnaðar þannig að auðvelt væri að nýta þessar nýrri kenningar um mannshugann til greininga á verkum í samsetningu í verksmiðjum. Andmælandi var dr. Tobias Grund- geiger frá Háskólanum í Würzburg. Leiðbeinendur voru prófessor Dan Högberg, dr. Peter Thorvald, og dr. Jessica Lindblom, öll frá Háskólanum í Skövde. Ari Kolbeinsson Ari Kolbeinsson, fæddur 1976, lauk atvinnuflugmannsprófi 1996 og flugkenn- araprófi 1998. Eftir það tóku við ýmis flugtengd störf, auk starfa í öðrum geirum, en í ágúst 2008 flutti Ari ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar þar sem hann hóf nám við Háskólann í Skövde. Hann lauk BSc-prófi í hugfræði 2011 og MSc-prófi í upplýsingafræðum 2013. Eiginkona hans er Aníta Bergrós Eyþórsdóttir og eiga þau börnin Hrafntý Atla Arason og Margréti Röskvu Aradóttur. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.