Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 2
2
Ó F E I G U R
sýsluna og nokkuð af Eyjafirði. Óskaði ég eftir, að sam-
komu þessari yrði fréstað um eina viku, og var það gert.
Ég varð var við, að Eysteinn Jónsson og Steingrímur
Steinþórsson höfðu áhuga fyrir því að koma í héraðið til
að deila við mig. Taldi ég rétt að gera þeim nokkra úr-
lausn í því efni og boðaði til þriggja flokksfunda í sýsl-
unni, að Skógum, Laugum og Húsavík. Skyldi ræðutíma
skipt til helminga milli Framsóknarmanna, er vilja starfa
með löghlýðnum umbótamönnum og hinna, sem vilja eða
hafa viljað eiga félagsskap með byltingarsinnum. Útvarp-
ið neitaði að birta síðari hluta fundarboðsins, en skilyrðin
voru birt á fundarstöðunum.
Síðustu daga þingsins var ég mjög önnum kafinn við að
fá samþykkta aðstoð ríkisvaldsins til að verja 1.6 milljón
um króna til að afstýra hallæri í Þingeyjarsýslu í sambandi
við fjársýkina, og urðu þar góð málalok rétt fyrir þing-
lausnir.
III.
Hinir tilsettu fundir voru haldnir að Skógum og Laug-
um. Komu þangað Eysteinn Jónsson og Steingrímur
Steinþórsson. Höfðu þeir unni ákveðin fyrirmæli til Þing-
eyinga um að beita gagnvart mér öfgakenndri andúð.
Bóndi, sem kom á Laugafundinn, benti á, að hinn menn-
ingarlitli hrottablær í ræðum Eysteins Jónssonar hefði
minnt sig á dæmi frá æskuárum, þar sem íuddalegur fjár-
gæzlumaður var að knýja kindahóp yfir á, uppi á fjöllum,
í fjárleit. Vissi þessi Þingeyingur þó ekki, er hann mælti
þetta, hve fullkomin þessi líking var.
Fundurinn að Laugum 4. maí var mjög fjölmennur,
sennilega um 300 fundargestir. Daginn eftir var fulltrúa-
fundur á Laugum. Mættú þar 17 fulltrúar víðsvegar úr
héraðinu. Þegar fundur hafði verið settur, lýsti Karl Krist-
jánsson yfir, að ég óskaði eftir að vera í kjöri í vor. Ey-
steinn Jónsson reis þá úr sæti sínu og lét liggja áð því, að
ekki gæti orðið úr mínu framboði, því að búið væri að
bóka í fundarbók miðstjórnar Framsóknarmanna í Rvík
bann gegn framboði mínu í héraðinu. Bætti hann við, að
þrír mjög kunnir samvinnumenn í Reykjavík, Sigurður