Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 25

Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 25
OFEIGUR 25 að mega ráðstafa sínu eigin fé, ættu að snúa sér til Ólafs Jónssonar og útgáfustjórnar Dags, og biðja þá um það fé, sem þeir þurfa að fá til óhjákvæmilegra útgjalda við rækt- unarmál sín úr óþekktum tekjulindum. XXII. Veik eru rök Ólafs Jónssonar um húsleysi Búnaðarfé- lags íslands og skaðsemi þess, að bændur fái sitt fé til ræktunarframkvæmda. En öllu veikari eru þó bollalegg- ingar hans um, að Alþingi verði að skattleggja bændur með sérstökum lögum, af því að þeir geti og vilji ekki greiða sín eigin félagsgjöld. Það er auðséð, að Olafur Jóns- son hallast að kenningum Hermanns Jónassonar um að sveitafólkið eigi skilið „almúga“heitið, sem selstöðukaup- menn gáfu því á kúgunartíma þjóðarinnar. Aldrei hefir fólkið í byggðum landsins verið óvirt jafnhlífðarlaust og í grein Ólafs Jónssonar, þar sem hann slöngvar fram þeirri ásökun, að bændastéttin geti ekki myndað stéttarfélags- skap og að hún ein allra stétta sé svo aum og á svo lágu stigi, að hún geti ekk iborgað félagsmannagjöld til að standast nauðsynleg útgjöld við félagsstarfið, nema með þvingunarlögum frá Alþingi. Ólafur og stéttarbræður hans bera hér fram þungar ásakanir á bændastétt landsins. Allar aðrar stéttir landsins hafa myndað stéttarfélög og stórlega bætt aðstöðu sína með því. Loftskeytamenn hafa tryggt sér með stéttarsamtökum 50 þús. kr. á ári í kaup á skipum landsmanna, og hlutfallslega hafa aðrar stéttir fengið svipaðar „kjarabætur". En engin stétt hefir fram að þessu í nokkru frjálsu og menntuðu landi látið sér koma til hugar að fá peninga í félagsmannagjöld með hjálp löggjafans, fyrr en Ólafur Jónsson og leikbræður hans létu sig henda þá fáheyrðu heimsku að halda slíku fram. Ég bauð Ólafi Jónssyni verðlaun, ef hann gæti fundið nokkurt fordæmi fyrir ríkissjóðsgreiðslu í stéttar- félagsgjöld í löndum, sem njóta sambærilegs frelsis við ís- lendinga. Ólaf mun ekki hafa langað til að glíma við þá þraut, sem hér var fyrir hann lögð, en tilboðið stendur fyrir því.

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.