Ófeigur - 01.05.1946, Side 28
28
ÓFEIGUR
trúa af yfr 40 með sér í atkvæðagreiðslu um málið. Sum-
arið 1945 kallaði stjórn Búnaðarfélags íslands Guðmund
Þorbjarnarson og forystumenn Selfosshreyfingarinnar á
sinn fund, meðan búnaðarþing stóð, og reyndu að knýja
þá til undirgefni, en Sunnlendingarnir svöruðu þessum
hörkuárásum með enn meiri staðfestu. Á Laugarvatns-
fundinum voru æsingamenn Búnaðarfélags íslands búnir
að beita ýtrasta áróðri út um allt land til að fá kosna ein-
göngu þá fulltrúa, sem væru þeir auðsveipir. Með því að
misbeita skipulagi Búnaðarfélags íslands tókst þetta að
nokkru leyti, en þó lifði svo mikið af frelsisþrá bænda, að
það mun verða erfitt verk fyrir Bjarna Ásgeirsson að svæfa
bændahreyfinguna nema um stundarsakir.
Enn leið fram á vorið 1946. Þá hélt Guðmundur Þor-
bjariíarson, 83 ára bændaöldungur, aðalfund sunnlenzka
sambandsins að Selfossi. Fulltrúarnir voru um 50 úr þrem
sýslum. Búnaðarfélag íslands safnaði liði og ætlaði að
beygja Sunnlendinga undir sig með því að láta kjósa í
stjórn búnaðarsambandsins menn, sem væru verkfæri í
höndum stjórnar Búnaðarfélags íslands. Auk þess var til-
gangurinn að láta Sunnlendinga afþakka fé úr búnaðar-
málasjóði. Frá Búnaðarfélagi Islands komu í þessa her-
ferð Bjarni Ásgeirsson, Pétur Ottesen, Steingrímur Stein-
þórssón, Helgi Jónasson og Jörundur Brynjólfsson. Á
móti var stjórn sunnlenzka sambandsins, Guðmundur á
Hofi, Dagur í Gaulverjabæ, Sveinn á Reyni og Páll á
Búrfelli. Með sunnlenzku bændunum töluðum við Ing-
ólfur Jónsson, auk margra annarra innanhéraðsmanna.
Venjulegur aðalfundur héraðssambandsins stóð frá kl. 2
til kl. 10 um kvöldið. Var þá búið að endurkjósa Guð-
mund á Hofi með 80% af atkvæðum fulltrúanna og bæta
í stjórnina tveimur kunnum mönnum úr Selfosshreyfing-
unni, Sigurjóni í Raftholti og Páli á Búrfelli. Ekki stóðu
nema tveir fulltrúar með stjórn Búnaðarfélags íslands.
Þótti Bjarna Ásgeirssyni og félögum hans við eiga að sækja
með nokkurri hörku að sunnlenzku bændunum og hófu
umræðurnar að nýju um klukkan 10 að kvöldi, og stóð sá
fundur til klukkan 6 að morgni. Hrundu Sunnlendingar
hverju áhlaupi, og voru forkólfar Búnaðarfélagsins „hægir