Ófeigur - 01.05.1946, Side 38

Ófeigur - 01.05.1946, Side 38
38 Ó F E I G U R félagsskap verðlagi á framleiðsluvöru sinni innanlands, á sama hátt og verkamenn ráða kaupgjaldi siínu. En margir menn hafa verið á móti þessu bjargráði bændastéttarinnar, enda eru bændur nú engu ráðandi um verðlagsmál sín. Ástæðan til mótstöðu gegn tillögu minni mun í þessu efni hafa verið metnaður nokkurra manna, sem gegna trúnaðarstörfum fyrir bændur og ótt- uðust að samtökin um verðlagsmálin myndu ekki verða í þeirra höndum. Mestu ræður þó um þessa mótstöðu al- ger ókunnugleiki á undirstöðuatriðum stéttarsamtaka. Ólafur Jónsson og hans samherjar álíta að unnt sé að láta ríkisvaldið leggja baráttufé í lófa stéttarsamtakanna í stað þess, að verkamenn og kaupkröfufélög í öllum frjálsum löndum leggja fjárframlög á sína félagsmenn og kapp- kosta að atvinnurekendur og ríkisvaldið hafi engin áhrif á ákvarðanir þeirra. Ólafur Jónsson er svo ókunnugur þess háttar málum, að hann heldur að verðlagssamtök bænda geti öðlast slíkan sjóð handa baráttuliði sínu fyrir atbeina Alþingis. En bæjarmenn eru í meirihluta á Al- þingi og er mikil fákænska að halda, að fulltrúar bæjar- manna búi til löggjöf handa bændum og tryggi þeim fé til að geta í skjóli þeirra hlunninda hækkað verð á kjöti og mjólk innan lands. Á sama hátt gætu verkamenn á Akur- eyri haft verkfallskassa sinn í höndum atvinnurekenda í bænum og beðið þá um leyfi til að mega nota féð þegar vinnudeilur hefjast. Hugmyndin um búnaðarmálasjóð kom ekki frá bændum, heldur sem samkeppnismál, þegar bæjarfólkið tryggði sér orlof. Þá reyndu nokkrir bænda- fulltrúar á Alþingi að hnýta sveitamönnum aftan í bát bæjarmanna. En þess var enginn kostur, að bæjarmenn vildu það. Þá kom Hermann Jónasson með tillögu um það, að hvert sveitaheimili gæti fengið sem svaraði 10 krónum í ferðasjóð árlega frá ríkinu. Bæjarmenn felldu það líka. Þá kom Ólafur Jónsson og hans samherjar með þá hugmynd, að skattleggja bændur sjálfa til að fá fjár- magn til landbúnaðarþarfa. Þá lögðu bæjarflokkarnir valdið í hendur landbúnaðarráðherra. Voru bændur nú algerlega ófjárráða um sjóðinn. Hann var orðinn fjötur á stéttinni en ekki sóknartæki. Mér var ljóst, að svo hlyti

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.