Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 30

Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 30
30 ÓFEIGUR öll sund lokuð um að ná orlofspeningum úr ríkissjóði handa bændum. Þá kom forkólfur Búnaðarfélags íslands með þá tillögu, að skattlegsja búvöru bænda og afla sér þannig fjár til ýmiskonar útgjalda til hressingar og hags- bóta sveitamönnum. Gunnar Þórðarson, bóndi í Grænu- mýrartungu sá fyrir hversu fara myndi um sjóð þennan, að meiri hluti Alþingis, bæjarmennirnir, myndu hlutast til um meðferð hans, og bændur aldrei verða frjálsir um afnotin, ef þeir þyrftu að biðja bæjarþingmenn um lög- festingu. Jikki vildi Hermann og lið hans taka viturlegri bendingu Gunnars bónda. En spásögn hans rættist fljótt, því bæjarflokkarnir bættu inn í lögin því skilyrði, að Búnaðarfélag íslands mætti ekki verja einum eyri úr sjóði þessum nema með leyfi búnaðarráðherra. Sáust nú glögg merki um grunnfærni í allri meðferð málsins. Sjóð- stofnunin var ekki komin fram sem hugsjón bænda, held- ur af kosningasamkeppni og metnaði við Alþýðuflokkinn. Tíu króna styrkur á hvert sveitaheimili til glaðnings og ferðalaga sýndi í einu grunnhyggni, léttúð og rótgróna lítilsvirðingu fyrir sveitamönnum. Og að lokum var tekið það óheillaráð, að biðja þingmeirihluta úr bæjum að lög- festa skatt á bændur, vegna bænda, en verða þá um leið að þola skilyrði, sem voru óviðunandi fyrir sveitafólkið. Þessi síðasta leið var ófær frá upphafi í augum manna, sem höfðu nokkurn metnað fyrir bændur landsins. Forkólfar Búnaðarfélagsins undu af öðrum ástæðum illa fjötri þeim, er þeir höfðu á sig lagt, en fengu ekki að gert. Bæj- armeirihlutinn í þinginu var með öllu ófáanlegur til að sleppa yfirráðum þessa fjár. XXV. Átökin um búnaðarmálasjóð hófust á vetrarþinginu með því að þingmenn, sem höfðu heimilað eftirgjöf á 10. hluta af tekjum bænda 1944 báru fram frv. um að leysa eftirlit ríkisstjórnarinnar af búnaðarmálasjóði. Var deilt harkalega um málið í neðri deild, en bæjarflokkarnir ’voru ósveigjanlegir. Mun nokkru valda um lítil trú margra bæjarmanna á ráðsmönnum Búnaðarfélags ís-

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.