Ófeigur - 01.05.1946, Side 23

Ófeigur - 01.05.1946, Side 23
ÓFEIGUR 23 bændur að bera sín eigin félagsgjöld. Nú er hendi næst að meta þessi rök eða rökleysur, ef það orð á betur við. Fyrst er þá hús Búnaðarfélagsins. í þau rúmlega 30 ár, sem ég hefi fylgzt með störfum Alþingis, hefir ekki komið umsókn frá félaginu um byggingarstyrk í skrifstofuhús. Játar Ólafur þó, að landið sé skyldugt að leggja félaginu til hús. En fram að þessu hefir sú þörf ekki verið svo knýj- andi, að forráðamenn félagsins hafi leitað eftir byggingar- styrk. Mun hitt sannara, að félagið hefir engan áhuga haft fyrir þessari húsagerð. Mætti svo að húsinu búa, að það væri ekki lakari vistarvera en herbergi þau, sem stjórnarráðið notar til sinna þarfa. Hús félagsins stendur á einhverri fegurstu og beztu lóð í bænum, og myndi á undangengnum árum hafa verið auðvelt að selja húseign- ina og aðstöðuna fyrir svo mikið fé, að söluverðið hefði verið meira en nóg til að standa straum af nýrri húsbygg- ingu. Auk þess er rnála sannast, að þar sem félagið er raun- verulega deild í stjórnarráðinu, var eðlilegt að leita til Alþingis um byggingarfé. Má það heita furðuleg gleymska af Hermanni Jónassyni að beita sér ekki fyrir þessari um- bót á húsakosti félagsins á sínum átta ára langa landbún- aðarráðherraferli. Hið sanna í málinu er, að félagið á dýra húseign á góðum stað, gæti haldið hana vel, gæti selt hana fyrir of fjár og byggt aftur fyrir söluverð eignarinnar og gæti heimtað byggingarstyrk frá landssjóði. Ekkert af þessu hefir verið gert, af því að forráðamenn félagsins hugsuðu ekkert um húsabætur til handa félaginu, fyrr en þeir urðu að gefa einhverja átyllu fyrir ráðstöfun á fé, sem barst af tilviljun í hendur þeirra. Barátta Ólafs og fé- laga hans út af húsleysi félagsins er þess vegna falsröksemd tilfundin út úr rökþrotum. XXL Grein Ólafs ber með sér, að hann álítur, að héraðssam- böndin þurfi að 'fá búnaðarmálasjóð að miklu leyti til ræktunarþarfa. En þetta skipulag hefir nú verið lögfest. Sambönd landsins fá allan sjóðinn til ræktunarþarfa og eru samt i sárustu vandræðum með fé í þessu skyni, því að

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.