Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 10

Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 10
Ó F E I G U R 10 ' auðnar, ef ekki mætti hafa þar sauðfjárbúskap. Nokkurt ósamkomulag var heima fyrir í héraðinu. Gengu þar einna vasklegast fram í andófi móti fjárskiptum tveir Framsóknarmenn í Mývatnssveit og einn kommún- isti. Vegna þessarar mótstöðu var ekki hægt að koma við fjárskiptum í Mývatnssveit sama árið og skipt var í lág- sveitum austan Skjálfandafljóts. Gat þessi mótstaða áhrifamanna í Mývatnssveit orðið örlagarík, ef óhagstæð skipti hefðu orðið á mönnum í ríkisstjórninni. Þegar til kom björguðu Vilhjálmur Þór og Björn Ólafsson málinu í það sinn á grundvelli laganna 'frá 1941, en tillaga mín um 700 þús. var eini vottur um velvilja þingsins í þessum aðgerðum. Næsta ár var barist við hallærið í Mývatns- sveit og hálfum Bárðardal. Voru forystumenn Húsvíkinga enn á oddinum. Ég vissi að málið var erfitt hjá nýrri ríkis- stjórn og kom því til leiðar að tveir merkismenn að norð- an, sr. Hermann Hjartarson og Páll Jónsson frá Græna- vatni komu sem sjálfboðaliðar til að túlka málið við Pétur Magnússon, sem nú var ofðinn landbúnaðar- og fjármálaráðherra. Eftir langar bollaleggingar og rökræð- um málið sagði ráðherra, að þó að margt mælti á móti, svo sem öryggisleysi gegn smitun o. fl., þá vildi hann freista að hjálpa til að tvær blómlega byggðir, Mývatns- sveit og Bárðardalur legðust ekki í auðn. Flestir bændur á þessu svæði fögnuðu þessu bjargráði og gleðjast nú yfir unnum sigri. En ekki geta allir andófsmenn fjárskiptanna í Mývatnssveit um þessar mundir gleymt því, að þeir höfðu viljað halda pestinni við í byggðinni og kenna mér með nokkrum rétti um, að þeir urðu í það sinn að láta undan síga, af því að málsvörn þeirra stefndi til almennrar skað- semi. XL Nú gerðist tvennt í einu. Austan Skjálfandafljóts var heilbrigt sauðfé á hverjum bæ og fólkið sem þar bjó gat gert sér skynsamlegar vonir um bjarta framtíð. En vestan Skjálfandafljóts og í Eyjafirði sunnan Akureyrar breidd- ist fjársýkin út með miklum hraða. í mörgum þeim sveit- um t. d. Fnjóskadal var sýnilegt að svo að 'Segja hver jörð

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.