Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 19

Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 19
ÓFEIGUR 19 mælingamennirnir, eiga að stýra fyrirmyndarbúum uppi í sveit, og láta verkin tala heima fyrir, í stað þess að húka yfir skýrslugerð í hinu „gisna sálartjaldi“ Búnaðarfélags íslands. Samhliða þessu þarf Steingrímur Steinþórsson að skilja, að bændurnir verða að hafa sín kaupkröfufélög, óháð ríkisvaldinu og öllum öðrum aðilum í þjóðfélaginu. Eg held, að Steingrímur eigi ekki að sækjast eftir að sitja á þingi, heldur reyna að vera sístarfandi aflgjafi í ræktun- ar- og búnaðarmálum landsins. Þessar bendingar frá minni hálfu eru í eðlilegu framhaldi af brúargerð minni fyrir nokkrum árum vegna þessa efnilega manns, inn í forráðalönd búnaðarmálanna. XVII. Um það leyti sem Alþingi samþykkti hallærisvarnir til handa fjölmörgum af félagsmönnum hins forna Ræktun- arfélags Sigurðar Sigurðssonar, kom út í Degi illyrt og viðvaningsleg árásargrein um mig eftir Ólaf Jónsson í Gróðrarstöðinni. Þegar ég kom litlu síðar til Akureyrar, sendi ég Degi stutta leiðréttingu. Henni var synjað um rúm í blaðinu, og einn af stuðningsmönnum Dags lét svo um mælt, að það væri ávinningur að grein Ólafs, ef hún stæði ómótmælt, en myndi verða til skaða, ef ég skýrði málið frá mínu sjónarmiði. Mjög er skipt um siðgæðisvið- liorf í þessum efnum frá tíma Hallgríms Kristinssonar. Hann vann sigra sína fyrst og fremst með drengskap og orku hárra hugsjóna. Ekkert mundi hafa verið honum fjær skapi en að reyna að koma málum sínum fram með ósæmilegum aðferðum, svo sem með því að nota ósann- indi sér til hagsmuna og leggja stund á, að hið sanna næði ekki að koma fram í dagsljósið. Þessi liðveizla Ólafs Jónssonar við núverandi forráða- menn Dags kom mönnum nokkuð á óvart. Ólafur hefir alla stund, síðan hann kom til Akureyrar, verið andstæð- ingur Dags og áhugamála blaðsins. Hann hefir af fremsta megni reynt að skaða Framsóknarflokkinn norðan lands og verið hinn óþarfasti maður, að því er snertir samstarf borgaraflokkanna móti upplausn kommúnista. Dagsmenn

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.