Ófeigur - 01.05.1946, Side 5
Ó F E I G U R
5
á Laugum deildi Steingrímur Steinþórsson á Karl Krist-
jánsson fyrir að hafa ekki verið á aðalfundi_ miðstjórnar
Framsóknarmanna í Reykjavík seint í vetur, þar sem
bannfæringin á Þingeyingum hefði verið samþykkt. En
litlu síðar kom í ljós, að „handjárnin“ á Þingeyinga voru
ekki nema 3—4 daga gömul. Hinir óboðnu gestir voru
þess vegna orðnir tvísaga. Steingrímur Steinþórsson hafði
sýnilega ekki verið hafður með í ráðum um vinnubrögð-
in, svo að hann var algerlega ókunnugur þeirri tækni, sem
Eysteinn Jónsson beitti. Að öllum líkindum hefir Ey-
steinn Jónsson símað til Hermanns Jónassonar frá Akur-
eyri og beðið hann að halda í skyndi miðstjórnarfund og
skapa þar fjötra á Þingeyinga, en fara þó að öllu með
leynd, í því skyni að geta komið fundinum á Laugum al-
gerlega að óvörum. Síðan fær Eysteinn Jónsson þessa nýju
„lögbindingu", en leynir henni vandlega, bæði fyrir fund-
armönnum í Skógum og á Laugum. Alveg sérstaklega var
þessu tilræði haldið leyndu fyrir Karli Kristjánssyni, en
það liafði aftur þau áhrif, að hann reis til harðfengilegrar
varnar fyrir heiðri sýslunnar, þegar hann skynjaði eðli
árásarinnar og allan þar til heyrandi umbúnað. Á Húsa-
víkurfundinum benti ég Eysteini Jónssyni á, að meðan
hann hefði komið fram á þann hátt, að ég hefði getað
veitt honum fyrirgreiðslu og stundum nokkra forsjá, hefði
sólin skinið á veg hans, en síðan hann hefði tekið að
leggja lag sitt við sér lakari menn, hefði leið hans orðið
ógreiðfærari, og myndi gengisleysi hans vaxa héðan af,
ef ekki kæmi til greina afturhvarf og yfirbót. Sáust þess
merki, að hinurn „óboðnu gestum“ hafði aukizt hógværð
við heimsóknina til Þingeyinga.
VI.
Nú víkur sögunni að „bókun“ Hermanns Jónassonar
í Reykjavík. Hann lætur boða til miðstjórnarfundar
klukkan tvö eftir hádegi, sem er mjög óvenjulegur tími
og sýnilega valinn af ásettu ráði, til að gera ósennilegt,
að Jón Árnason, bankastjóri, kæmi á fundinn. Um það
leyti dags eru flestir þeir menn, sem gegna vandasömum