Ófeigur - 01.05.1946, Side 33

Ófeigur - 01.05.1946, Side 33
XXVII. Eitt af því sern þjáir frjálst félagslíf á íslandi er sam- dráttur stjórnarvaldsins í Reykjavík og valdarýrnun byggðanna. Heimflutningur búnaðarmálasjóðs í byggð- irnar er einn þáttur í eflingu sveitavaldsins. Rétt mynduð bændasamtök auka sjálfstæði héraðanna, en fjötruð sam- tök auka ósjálfstæði þeirra. Þar sem eg hefi fyrstur manna og með nokkurri elju beitt mér fyrir frjálsum bændasam- tökum, liggur í augum uppi, að eg get ekki fallizt á neina þá tillögu um málið, sem gengur í þá átt að gera bændur ánauðuga í staðinn fyrir að^era þá frjálsa. Á komandi ár- um verða framtakssamir bændur að brjótast undan oki svokallaðra forráðamanna, sem ekki bera skyn á einföld- ustu atriði réttmyndaðra stéttarsamtaka, og eru nú valdir að sundrung og algerðu réttleysi bænda í tekjumálum þeirra. Að lokum skal vikið að því hver verða myndu forlög íslenzkra bændasamtaka, ef Bjarni Ásgeirsson og Ólafur fónsson gætu einir ráðið urn þau mál. Bændur yrðu þá í verðlagsmálum sínum í þrennum fjötrum. Stéttarsam- band þeirra væri deild í Búnaðarfélagi íslands og fengi starfsfé og félagsmannagjöld frá búnaðarmálasjóði. Fyrsti fjöturinn er í Búnaðarfélagi íslands. Það er algerlega háð Álþingi og ríkisstjórn. Þegar ræktunarlögin voru sett 1923 tók Alþingi stjórn félagsins í sínar hendur. Síða-n setti Alþingi Steingrím Steinþórsson sem framkvæmdastjóra félagsins. Hvorttveggja var gert að skilyrði fyrir fjárveit- ingu til félagsins. Ekkert félag í landinu nema þetta eina, er svo háð ríkisvaldinu að Alþingi setji því beinlínis stjórn og framkvæmdastjórn. Þar sem Búnaðarfélag Íslands er algerlega liáð hverri ríkisstjórn má nærri geta, að núver- andi stéttarsamband, sem er deild í félaginu, fylgir móð- urskipinu. Ef stéttarsambandið á svo að biðja ríkisstjórn- ina um fé í verkfallssjóð sinn, þá er þrefaldur lás fyrir frelsi bændasamtakanna. Gagnstætt þessu hefi eg frá upphafi þessarar umræðu lagt til að bændur í hverju héraði mynduðu sitt kaup- kröfufélag, greiddu sjálfir sín félagsgjöld, eins og fólk

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.