Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 7

Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 7
Ó F E I G U R 7. son og Vilhjálmur Þór neituðu stuðningi við tilræðis- mennina. VII. Eysteinn Jónsson sá þess ljós merki á fundinum á Húsavík sama kvöldið og hann hafði beitt vísvitandi ó- sannindum og fádæma bakferli við fulltrúana á Laugum, að Þingeyingum myndi ekki geðjast að kúgunartilraun hans. Honum mun hafa verið ljóst, að hann myndi að líkindum ekki vera rétti maðurinn til að slíta 30 ára sam- starf mitt við Suður-Þingeyinga um flest meiri háttar um- bótamál í héraðinu. Og hann fann í ískaldri þögn fund- argestanna á Húsavík upp kveðinn innganginn að þeirn áfellisdómi, sem bíður hans fyrir að hafa ætlað að koma illu máli fram með óvirðulegum aðferðum. Eftir fulltrúa- fundinn á Laugum er Suður-Þingeyingum að verða ljóst, að þeir verða að verja heiður sinn við þingkosningarnar í vor. Ef fámennum hóp Reykvíkinga, sem enga aðstöðu hafa til nýtilegra starfa með fólkinu í Þingeyjarsýslu, helzt uppi að ákveða með „bókun“ á leynifundi, sem er boð- aður með hrekkvísi, hvaða þingmann kjósendur í hérað- inu velja sér, þá er búið að útrýma pólitísku frelsi í land- inu. Þá er búið að innleiða bændaánauð á íslandi. VIII. Enginn vafi er á, að tilræði hinna „óboðnu gesta" í Þingeyjarþingi verður ti.1 góðs fyrir frelsi borgaranna í landinu. Tilræðið vekur andúð og mótstöðu. Þingeyingar fylkja liði til að hrinda innrás Reykjavíkurvaldsins. Til- ræðismennirnir fá makleg málagjöld fyrir að byrja að leika Jón Gerreksson á 20. öldinni. En mesti ávinningur- inn liggur í því, að nú sjá allir skynsamir menn hinar sjúku öfgar flokksvaldsins, þegar svo er komið, að fáeinir menn í höfuðstaðnum loka sig inni í stofu í Reykjavík og láta „bóka“ þar fyrirskipun, þar sem. greindu og vel menntu fólki í heilu héraði er sagt, að það sé orðið and- lega ómyndugt og eigi að vera rekið hugsunarlaust að ó- þekktu marki, eins og þegar smalinn stefnir hjörð sinni

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.