Ófeigur - 01.05.1946, Side 11

Ófeigur - 01.05.1946, Side 11
Ó F E I G U R 11 færi í eyði á næstu árum ef sauðfé hrindi niður og bænd- ur stæðu eftir búlausir á eins konar eyðimörk. Þótti nú tiltækilegt að hyggja á fjárskipti. Var haldinn almennur fundur í Skógum í Fnjóskadal á útmánuðinum í vetur og ákveðið að skipa nefnd, 5 oddvita úr Þingeyjarsýslu og Eyjafirði, til að standa fyrir málinu. Nefndin sendi mér skriflega beiðni.um að vinna fyrir málið. Mér þótti ein- kennilegt að sumir þessara nefndarmanna skyldu ekki leita trausts og halds hjá Arnóri Sigurjónssyni, Ólafi í Gróðrarstöðinni, Páli Zophoníassyni, Eysteini Jónssyni, Steingrími búnaðarmálastjóra, eða einhverjum öðr- um yfirburðavinum bændastéttarinnar. En í þetta sinn hugkvæmdist engum, að þar væri liðsvonar að vænta. Mér var Ijóst, að hér varð að hafa hraðar hendur, ef von átti að vera um heppileg úrslit. Komið var seint á þingtíma. Fjárlög afgreidd með tekjuhalla, og algerlega komið undir forráðamönnum Alþingis hvort slíkt mál gæti orðið afgreitt fyrir þinglausnir. Ég sendi skeyti til oddvitanna þriggja í Þingeyjarsýslu að koma hið bráðasta til Reykjavíkur til að bera vitni í málinu. Jafnframt leit- aði ég til sýslumanns Eyfirðinga með bendingu um að þaðan kæmu oddvitar úr báðum fjárskiptahreppunum. Jafnframt þessu ræddi ég málið við landbúnaðarráðherra, forseta sameinaðs þings og framkvæmdastjóra sauðfjár- varnanna. Tóku þeir allir vel í, að málið skyldi fá form- lega afgreiðslu, þó að lítill væri tími, en töldu hins vegar óvíst um úrslitin. Sæmundur Friðriksson hét að kalla saman mæðiveikinefnd og að mæla með ferðastyrk til oddvitanna. Sendi hann bifreið mæðiveikinefndar eftir fulltrúunum norður í land og flutti þá heim að fundi loknum. XIL Nefndarmenn báru vitni um aðsteðjandi hallæri, eins og málefni stóðu til, við mæðiveikisnefnd, landbúnaðar- og fjármálaráðherra, landbúnaðarnefndir beggja deilda og einstöku þingmenn. Vann ég með nefndarmönnum á öllum stigum málsins. Fékk ég til menn á Alþingi að veita þeirn aðstoð til að ná tali í þinginu af einstökum þing-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.