Ófeigur - 01.05.1946, Side 8

Ófeigur - 01.05.1946, Side 8
8 Ó F E I G U R heim á kvíaból. Mér þætti ekki ósennilegt, að heimsókn hinna „óboðnu gesta“ í Þingeyjarsýslu muni valda tíma- mótum í íslenzkum stjórnmálum, kjósendur muni hefja frelsisbaráttu móti kúgunartilraun veigalítilla en valda- fíkinna pólitískra glamurmanna. Það eru margstaðfestir dómar sögunnar, að hinar bezt undirbúnu og lævísustu kúgunartilraunir enda með auknu frelsi einstaklinga og þjóða. IX. Einn liðurinn í ráðagerð hinna óboðnu gesta var að koma mér að óvörum í Þingeyjarsýslu meðan ég væri að sinna mesta stórmáli sýslunnar, síðustu daga sem þingið starfaði. Eysteini Jónssyni var vel ljóst, að ég hafði um nokkur undangengin ár haft forgöngu um fjárskiptamál Þingéyinga, og að þar sem velferð fólksins í hálfri sýslunni var í veði, mundi ég ekki hverfa frá hálfloknu stórmáli. Þess vegna lagði Eysteinn Jónsson megináherzlu á að geta haft fulltrúafundinn og ákvarðað framboð, meðan ég væri fjarverandi við að freista að bægja hallæri og landauðn frá hálfri sýslunni. Fjárskiptamálið og lausn þess er svo nátengt sókninni á hendur Þingeyingum, að ekki verður hjá því komizt að skýra frá því um leið og rakin er frá- sögnin um tilraunina að gera Þingeyinga andlega ómynd- uga. - X. Um eins árs skeið, 1943—1944, ritaði ég að staðaldri greinar í Dag á Akureyri. Tók ég þar, fyrstur af þing- mönnum, fasta stefnu í mæðiveikimálinu. Lagði ég til, að hætt yrði að tala um „niðurskurð", en tekið upp orðið fjárskipti. Ég hélt því fram, að tilgangurinn væri ekki sá, að drepa niður búfé bænda, heldur að láta sveitafólkið ifá heilbrigðan bústofn fyrir sýktan. Ég lagði til í þessum greinum, að hafizt yrði handa með fjárskipti, alveg sér- staklega í þeim héruðum, þar sem sauðfjárrækt hlyti að vera aðalatvinnuvegur og bjargræði fólksins. Ástandið var þá þannig, að fjársýkin var orðin útbreidd um mikinn hluta byggðanna milli Jökulsár og Skjálfandafljóts. Sums

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.