Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 13

Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 13
Ó F E I G U R 13 XIII. Þegar þessu fór fram voru vinir kommúnista í Fram- sóknarflokknum mjög starfandi að því, að komast norður í Þingeyjarsýslu, meðan ég væri önnum kafinn við lausn fjárskiptamálsins, og freista að fá annan frambjóðanda til- nefndan í minn stað. Líkaði þeim félögum stórilla, að Karl Kristjánsson hafði frestað ákvörðun þess máls um eina viku, svo að ég mætti vera á þeim fundi. Þar að auki töldu þeir framgang fjárskiptamálsins sýna, að ég væri óhæfur fulltrúi fyrir sýsluna. Þeir töldu sannað, að ég hefði rætt málið við menn úr stjórnarliðinu, t. d. við Pétur Magnússon, Jón á Akri o. ifl., en þetta töldu þeir merki um léttúð og andvaraleysi í stjórnarandstöðunni. Hefir verið reynt að halda því fram við Þingeyinga, að lausn fjárskiptamálsins væri mér til vansæmdar. Auk þess væri mér ekkert að þakka í því efni, og sigurinn væri bezt notaður til tryggðarofa milli mín og samherja minna í Þingeyjarsýslu. Þessi röksemdafærsla er táknandi fyrir hugsunarhátt kommúnistavinanna í Framsóknarflokkn- um. Ég hefi fyrstur þingmanna haldið fram fjárskipta- stefnunni, sem höfuðbjargræði í pestarmálinu. Ég hefi verið verkstjóri við lausn málsins hjá stjórnarvöldun- um í þrjú skipti. Ég hefi rutt brautina og komið á fjöl- þættu sambandi til stuðnings málstaðnum, bæði í héraði og sunnan heiða. Vitaskuld hafa margir aðrir menn lagt góðan hlut til málsins. En minn hluti er þó það mikill, að fullyrða má, að nú myndi óvænlega horfa í mörgu býl- inu í Þingeyjarsýslu, ef ég hefði ekki sinnt þessu máli meira en Ólafur Jónsson í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Ástæðan til þess, að viðhorf okkar Eysteins Jónssonar til fjárskiptamálsins er svo ólíkt er hin sama, sem orsakaði mismunandi viðhorf hinna tveggja kvenna í dómi Saló- mons. Annarri konunni þótti vænt um hið umdeilda barn. Hin vildi stela því. Þegar ég vinn þrjú ár að þessari lausn fjárskiptamálsins, sem nú er fengin, þá sé ég í anda þúsund ára gamlar sauðjarðir, Voga, Arnarvatn, Hallgeirs- staði, hinn gamla bústað Tryggva Gunnarssonar, til að nefna aðeins þrjú dæmi. Ég sé bústofninn allan hruninn

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.