Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 3
Ó F E I G U R
3
Kristinsson, Vilhjálmur Þór og Hilmar Stefánsson hefðu
haft forystu um þessa árás á Þingeyinga.
Fram að þessu hafði Karl Kristjánsson, formaður Fram-
sóknarmanna í héraðinu, ekki tekið til máls, en gert sitt
til að báðir aðilar gætu flutt mál sitt undir jöfnum kring-
umstæðum. En nú hélt hann Jónsbókarræðu yfir þeim
ótrúlega afvegaleiddu mönnum í Reykjavík, sem hugðu
sig þess umkomna að beita andlegri kúgun við Þingey-
inga. Var ræða þessi rómuð mjög af tilheyrendum fyrir
hóflegt og fágað form en jafnframt því ómótstæðilegan
innri fordæmingarþunga. Risu þá upp hver af öðrum,
tveir af bandamönnum Eysteins Jónssonar, þeir Björn
Sigtryggsson á Brún og Sigurður Jónsson á Arnarvatni, og
kærðu yfir að ræðan hefði verið „allt of sterk“. Kom síðan
hver ræðumaðurinn af öðrum og studdi mál Karls Krist-
jánssonar. Töldu þeir mikla furðu, að mönnum suður í
Reykjavík skyldi koma til hugar, að þeim yrði kápan úr
því klæðinu að vilja reka fólk í Þingeyjarsýslu til réttar,
eins og þegar smalar sýsluðu við fjárhópa. — Konráð Er-
lendsson, kennari á Laugum, benti á, að Framsóknarmenn
í Þingeyjarsýslu hefðu mjög fullkomið lýðræðisskipulag
til að undirbúa alþingiskjör. Annars vegar skyldi leita
eftir vilja kjörinna fulltrúa úr öllum byggðum sýslunrtar,
en ofar væri yfirdómstóll í málinu, en það væri prófkjör
allra flokksmanna í sýslunni. Hitt væri utan við öll lög
og rétt, að menn suður í Reykjavík kæmu saman á fund
og létu bóka þar, að þeir tækju ráðin af Framsóknarmönn-
um í Þingeyjarsýslu um að velja sér þann þingfulltrúa, t
sem þeir vildu helzt til þess hafa. Kom fram í ræðum full-
trúanna, þeirra sem ekki voru bandamenn upplausnar-
stefnunnar, að þeir myndu gera sitt til að venja óviðkom-
andi fólk af því að beita skoðanakúgun og manndóms-
spjöllum við Þingeyinga.
Síðar um daginn lét Karl Kristjánsson atkvæði ganga
um málið. Voru 10 fulltrúar fylgjandi framboði mínu en
6 með Birni Sigtryggssyni. Auk þess var Björn fylgjandi
sjálfum sér, og töldust honum því 7 atkvæði. Þegar hér
vár komið, lét Eysteinn Jónsson lýsa yfir, að þó að Björn
Sigtryggsson hefði minna fylgi en ég, þá væri hann hinrt