Ófeigur - 01.05.1946, Síða 32
32
ÓFEIGUR
andi ósannindi. Á Alþingi var ákveðinn meirihluti gegn
því að sleppa yfirráðum og eftirliti ríkisstjórnarinnar,
nema með því móti, að bændum í héraðasamböndunum
væri fengið féð til umráða. Það má segja að í þessu komi
fram lítilsvirðing á Búnaðarfélagi Islands, en félagið
hefir grafið undan áliti sínu með frumhlaupinu 1944 og
má sjálfu sér kenna um traustleysi sitt.
Stofnun búnaðarmálasjóðsins og meðferð málsins ber
glöggt vitni um vankunnáttu þeirra manna, er með mál-
ið hafa farið. Sjóðstofnunin er ekki sprottin af drengilegri
hugsjón eða umbótaþrá, heldur af lítilfjörlegum kosn-
ingametnaði. Forgöngumenn málsins hafa ekki skilið og
skilja ekki enn, að það er ekki unnt á tímum stéttabarátt-
unnar, að fá andstæðingi í hendur baráttusjóð sinn. Kaup-
félag Eyfirðinga hefði ekki fengið fulltingi bæjarflokk-
anna á Alþingi til að leggja með alþingissamþykkt veltu-
skatt á eyfirzka bændur til að reisa Hótel KEA. Forgöngu-
menn Kaupfélags Þingeyinga hefðu aldrei reist sína fé-
lagsmálabyggingu, ef þeir hefðu beðið Þórð Guðjohnsen
að vera fjárgæzlumann félagsins. Skipulag búnaðarmála-
sjóðs eins og Bjarni Ásgeirsson gekk frá málinu er al-
heimsmet um fáfræði og viðvaningshátt. Engin stétt hefir
fyrr, en bændur í þetta sinn, verið látin smeygja sér sjálfri
í fjötur keppinautanna.
XXVI.
Niðurstaðan í sambandi við búnaðarmálasjóð er þessi:
Á Alþingi í vetur var um tvennt að velja, að hafa sjóðinn
algerlega á valdi hverrar ríkisstjórnar eða að búnaðarsam-
böndin hefðu féð til frjálsra afnota. Menn geta óskað eftir
þriðju leiðinni, en hún var ekki til. Bæjar meirihlutinn
skapaði þessa tvo kosti og þegar skurðgröfurnar fara að
breyta óbyggðinni í ræktarlönd, verður fátt um liðsmenn
við músarholuvirki Ólafs Jónssonar og félaga hans.