Ófeigur - 01.05.1946, Síða 20

Ófeigur - 01.05.1946, Síða 20
20 ÓFEIGUR á Akureyri stóðu ekki í þakkarskuld við Ólaf fyrir sér- stakar velgerðir, heldur mættu þeir minnast hans sem andstæðings með alla eiginleika músarholusjónarmiðsins. Ekki er liðveizla Ólafs mjög dýrmæt á búnaðarmála- sviðinu. Hann settist í hinn stóra stól Sigurðar búnaðar- málastjóra og náði hvergi út að umgerðinni. Sigurður hafði skapað, með andlegri tækni og orku, bæði gróðrar- stöðina við kirkjuna og stöð Ræktunarfélagsins. Sigurður og Páll Briem höfðu skapað Ræktunarfélag Norðurlands og sterka hrifningu fyrir ræktun og að klæða landið skógi. Er saga þeirra Páls og Sigurðar í norðlenzkum ræktunar- málum samfelldur siguróður. En eftir að Ólafur Jónsson fékk lyklavöldin eftir þá, var sem ský drægi fyrir sólu. Hann tók við launum sínum úr ríkissjóði fyrir að vera í stöðunni. Trjágróðri og grasblettum Sigurðar mun vera haldið við fyrir opinber framlög. En áhuginn á að klæða landið fór í langt ferðalag upp í eyðistaði, þar sem ógæfu- menn fyrri alda höfðu reynt að fela ólán sitt utan við vanmáttugt þjóðfélag. í stað hinnar skapandi sóknar á dögum Páls og Sigurðar hélt kyrrstaða og íhald innreið sína í heimili Ræktunarfélagsins. Trén og grasblettirnir minntu á hið fyrra líf og starf, en að öðru leyti virðist þjóðin tæplega gera sér grein fyrir, að Ræktunarfélag Norðurlands sé enn á lífi. Táknrænt dæmi er það, að vinir og vandamenn Páls Briems létu fyrir nokkrum árum gera af honum fagurt brjóstlíkneski úr málmi og gefa það til Akureyrar í því skyni, að það yrði reist í gróðrarstöðinni. En Ólafur Jónsson var ekki mjög áhugasamur um, að haldið sé á lofti minningunni um hina miklu athafna- menn, sem get höfðu frægan þann garð, sem nú er lagður lágt, og myndin af einhverjum mesta frægðarmanni ís- lenzkra ræktunarmála liggur nú vanhirt innan um skran á vegum félags, sem átti að vaka, en er nú í svefnrofum. XVIIL Ólafur Jónsson hefir nú um alllangt skeið verið bún- aðarþingsmaður fyrir Mbl.menn í Eyjafirði, en ekki fara sögur af áfreksverkum hans á því sviði. Hann hefir setið

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.