Ófeigur - 01.05.1946, Síða 37

Ófeigur - 01.05.1946, Síða 37
ÓFEIGUR 37 * Fimm hundruð króna verðlaun („Dagur" neitaði að birta þessa leiðréttingu.) Méi' þykir hentugt að mega leita til Dags svo sem einu sinni á ári með að birta leiðréttingar, þegar mjög fáfróðir menn eða of lítið góðviljaðir segja mjög rangt frá um mál, sem mér koma við. Að ég fer fram á. þessa greiðasemi er í sambandi við það, að ég var Degi dálítið innan handar, þegar blaðið var að hefja göngu sína og síðar, þegar hon- um tókst að vinna lesenda- og kaupendahóp langt utan við sinn fyrri verkahring. Nú hefir Dagur birt grein eftir einn af sínum áköfustu andstæðingum á Akureyri, Ólaf Jónsson, framkvæmda- stjóra Ræktunarfélags Norðurlands. Mér þótti gaman að sjá, að grein með svo mörgum göllum viðvaningsins er eftir mann, sem um langt skeið og fram til síðustu stundar hefir verið harðvítugur andstæðingur Dags og flestra lians málefna. Það er metnaðarmál fyrir þá, sem einhvern tíma hafa stutt að gengi Dags, að menn, sem ættu að sinna öðru en blaðaskrifum, komi þangað úr röðum andstæðinganna. Síðasta máriuð yfirstandandi þingtíma hefi ég unnið að því með mörgum öðrum mönnurn, norðan lands og sunn- an, að ríkið legði fram hið nauðsynlega fjármagn, hátt upp í tvær milljónir króna, til að bjarga frá algeru hruni og hallæri hálfri Þingeyjarsýslu og þriðjung Eyjafjarðar- sýslu. Með elju og heppilegu samstarfi hefir nii um sum- armálin tekizt að ganga frá þessu bjargráðamáli. Margt sveitafólk á þessu svæði getur nú vonazt eftir góðri af- komu við landbúnað í sambandi við fjárskipti þau, sem nú eru ákveðin. En meðan ég var að reyna að leysa þetta mál nreð mönnum, sem því vildu sinna, var starfsmaður eyfirzkra bænda að glíma við að koma saman stóryrtri blaðagrein sem á að sanna, að ég sé sérstakur óvinur ís- lenzkra bænda. Sök mín á að vera sú, að ég hafi nú um nokkur nrisseri leitazt við að livetja bændastéttina til að nrynda frjáls stéttarsamtök, sem miðist við að bændur ráði nreð þeinr

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.