Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 27
ÓFEIGUR
27
málinu, og hún var sú, að mynda nýjan og óháðan félags-
skap í héraðinu til að geta með verkfallsrétti sett verðlag
á vöru bænda í samræmi við kaupgjald og dýrtíð. Og þetta
félag varð vitaskuld að gera ráð fyrir, að hver félagsmaður
greiddi félagsgjöld sín til'sameiginlegra þarfa. Síðan hefðu
risið á legg sams konar félög í öðrum héruðum og myndað
landssamband með sér. Ef forráðamenn í Búnaðarfélagi
Islands hefði ekki ásett sér að granda bændasamtökunum,
gat almennur fundur á Laugarvatni ákveðið að bysrffja þá
þegar upp félagsdeildir í hverju héraði með föstu árgjaldi
hvers félagsmanns. Á þennan hátt var unnt að koma á í
haust sem leið nokkrum starfhæfum félagsdeildum. Og ef
Ólafur Jónsson og stallbræður hans hefðu ekki misþyrmt
þessum byrjandi samtökum, er sennilegt, að ríkissjórnin
hefði talið viðeigandi að tala nokkurt tillit til bændasam-
takanna, að því er snertir verðlag á kjöti og nýmjólk. Það
var í sannleika óvenjulega grunnfærnislegt af Ólafi Jóns-
syni að leggja stund á að eyðileggja samtök sunnlenzkra
bænda um verðlagsmálin, því að þeir hafa langbezta að-
stöðu til að berjast fyrir málum allrar stéttarinnar, líkt og
prentarar meðal iðnstétta bæjanna. Yfirsjón Sunnlendinga
var fólgin í því að mynda ekki fyrst samband heima fyrir
og í öðru lagi að þeir fylgdu stjórn Búnaðarfélags Islands
í orðræðum um að stéttarfélagið kynni að hafa gagn af
búnaðarmálasjóði. Þessar yfirsjónir um skipulagið eru
skiljanlegar, þegar litið er á, að hér var um frumherjastarf
að ræða, og úr þessum yfirsjónum mátti bæta í fram-
kvæmdinni, ef ekki hefði verið um að ræða skipulagða
skemmdarstarfsemi frá hálfu Búnaðarfélags Islands. Rétt
er að geta þess, að sunnlenzkir bændur sáu fljótlega, að
þeim hafði yfirsézt, og komu í vetur til Alþingis eindregin
tilmæli frá stjórnum sambandanna á Suðurlándi og í
Gullbringu- og Kjósarsýslu í þá átt, að héruðin gætu
fengið fé sitt úr búnaðarmálasjóði til fullra umráða.
Sunnlendingum var alvara. Ólafur Thors og Hermann
Jónasson höfðu sent alla þingmenn af Suðurláglendinu
til að beygja fulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands haust-
ið 1944, en það hafði engin áhrif. Sunnlendingar létu ekki
kúga sig, og þingmennirnir höfðu ekki einn einasta full-