Ófeigur - 01.05.1946, Side 9
Ó F E I G U R
9
staðar áttu bændur eftir svo sem 10% af bústofni sínum.
Æskan á sauðfjárveikissvæðinu fæddist up við að heyra
sog mæðiveiku kindanna í fjárhúsunum eða út um hag-
ana, áður en fénaðurinn valt út af magnlaus og einskis
virði. Lækning var engin til, og vonir, sem menn gerðu
sér um ónæma stofna, brugðust allar. Landauðn vofði
yfir miklum hluta sveitabyggðanna í landinu, og átthagar
mínir í Þingeyjarsýslu voru þar í fremstu röð.
Greinum mínum um fjárskiptin var vel tekið í Þing-
eyjarsýslu af mörgum en ekki öllum.En um þessar múndir
hófu rnargir af helztu áhrifamönnum í sýslunni baráttu
til að bjarga héraðinu frá landauðn, með því að slátra
sjúka fénu og flytja inn heilbrigðan bús.tofn. Karl Krist-
jánsson hafði með höndum forystuna í þessu máli á við-
skiptasvæði Kaupfélags Þingeyinga, og var formaður
samninganefndar, sem leitaði til stjórnarvaldanna í þessu
efni. Af hálfu Sjálfstæðismanna beitti sýslumaður Þingey-
inga sér mjög fyrir málinu, og var samvinna þeirra Karls
Kristjánssonar farsæl í þessu máli, engu síður en um mál-
efni Húsvíkinga.
Mér var falið að reyna að leita eftir framlagi frá hálfu
Alþingis til fjárskipta í austurhluta Þingeyjarsýslu, sam-
kvæmt lögum frá 1941. En því máli var svo seinlega tekið,
að í fjárveitinganefnd stóðum við tveir saman með fjár-
skiptum en sjö á móti. Svipuð voru fylgishlutföll í þing-
inu yfirleitt. Bændastéttin var þá yfirleitt móti fjárskipt-
um. Mæðiveikisnefnd var vantrúað, og kunnáttumenn
svokallaðir voru andvígir þessum aðgerðum. Búnaðarfé-
lag Íslands skipti sér ekki af málinu, hvorki þá eða síðan.
Mér var ljóst að grípa yrði til nýrra aðgerða, ef nokkur
von ætti að vera um hallærisvarnir á pestarsvæðinu. Ég
bar fram tillögu í sameinuðu þingi um 700 þús. kr. fram-
lag í fjárskiptin og skyldi ríkisstjórnin reyna að leysa mál-
ið með samkömulagi við bændur í Þingeyjarsýslu. Hér
var tiltekin fjárhæð. Þingmenn viðurkenndu neyðar-
ástandið og samþykktu þessa tillögu. Um þessar mundir
var Björn Ólafsson fjármálaráðherra, en Vilhjálmur Þór
stýrði málum landbúnaðarins. Vilhjálmur var kunnugur
í ÞingeyjarsýslU og skildi fullvel, að þar horfði til land-