Ófeigur - 01.05.1946, Síða 14

Ófeigur - 01.05.1946, Síða 14
14 Ó F E I G U R niður, fólkið flutt burt. Rúðurnar brotnar úr gluggunum, þökin brotin, veggina til hálfs í rústum. Hér er ekki að- eins um -að ræða eyðing þeirra heimila, sem nú eru og brottflutning þess fólks, sem þar býr nú, heldur eyðing heimilanna og byggðarinnar um óákveðna framtíð. Ey- steinn Jónsson kemur í þetta hérað sem framandi maður. Hann lítur, eins og félagi hans, á sveitafólkið sem „al-‘ múga“. Hann hefir notað bezta tækifærið, sem hann fékk til að kynnast því, til að skipa fyrir í höstugum tón, eins og þar væri atkvæðafénaður, sem yfirmenn pólitískra fjár- rekstra í Reykjavík hefðu ráðstafað með tilteknum hætti í næstu fjallskilum. Ég hefi rætt nokkuð um fjárskiptamál Þingeyinga, af því að það bregður birtu yfir aðferðina við þá andlegu kúgun, sem nú á að beita við Þingeyinga. Því er haldið fram, að ef ég hafi þar gert héraðinu eitthvert gagn, þá hafi það verið með því að leita stuðnings bersyndugra manna, eins og Jóns á Akri og Péturs Magnússonar. Ég hefi leitað samstarfs um málið við þessa menn og marga aðra. Ég vona, að hin góðu úrslit verði mér til réttlæting- ar, einkum þegar þess er gætt, að Eysteinn Jónsson lét svo lítið að setjast í sjálfstæðisbifreið með Jóni á Akri á hinn eftirminnilega fund á Skeiðunum, þegar skyldi undir- búa nýja stjórn, þar sem þessir samferðamenn áttu að skipta með sér verkum, annar vera ráðherra og hinn stoð ráðherrans. Sama má segja um Steingrím búnaðarmála- stjóra, að hann telur ekki eftir sér sporin til Péturs Magn- ússonar til að fá leyfi hans að nota fjárhæðina sem stendur undir eftirliti ráðherrans, til margvíslegra þarfa. Mér þykir sennilegt, að við nánari athugun treystist óvildar- menn mínir ekki til að halda því fram, að það sé tjón fyrir Þingeyjarsýslu, að ég grunda málsvörn mína svo vel, að mér tekst að koma í framkvæmd ýmsum stórmálum, með- an forystumenn Framsóknarflokksins standa ráðþrota og sigraðir í hverjum leik, af því að þeir eru allt of oft í sömu aðstöðu til málanna eins og Gyðingakonan, sem ágirntist barnið, sem hún taldi sig þurfa að taka með ófrjálsri hendi.

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.