Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 36

Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 36
36 ÓFEIGUR hinum, sem vilja hafa borgaralegt samstarf í landinu. Gistivinum kommúnista var ljóst að þessi skoðanaskipti eru mjög glögg í flokknum. Þess vegna bjóða þeir fram í Þingeyjarsýslu sérstakt þingmannsefni, fyrir þá flokks- menn, sem vilja samstarf við hinn óþjóðlega byltingar- flokk. Til að skreyta hið austræna bandalag hafa „gisti- vinirnir“ talið sig vera hjálparlið Búnaðarfélags íslands, stéttarsambands Sverris í Hvammi og búnaðarmálasjóðs eins og hann var í höndum ríkisstjómarinnar. Ég hefi gert nokkur skil þessum síðasttöldu viðfangsefnum, en minni að síðustu á það, sem er orðið meginefnið í kosn- ingunum í Suður-Þingeyjarsýslu. Það er falsskeytið, sem Eysteinn Jónsson fékk frá Reykjavík og hélt leyndu á fundum á Skógum og Laugum. Þar er því haldið fram, að fáeinir pólitískir viðvaningar í Reykjavík hafi mynd- ugleika til að þvinga Framsóknarmenn í Þingeyjarsýslu til að láta af sannfæringu sinni í landsmálum til eftirlætis höfundi skeytisins. Þar átti að beita andlegri þrælkun, sem er fordæmalaus hér á landi. Alveg sérstakur þáttur í falsskeytinu voru þau vísvitandi ósannindi, að Sigurður Kristinsson og Vilhjálmur Þór hefðu verið frumkvöðlar og forustumenn þessarar árásar á andlegt sjálfstæði Þing- eyinga. En þeir höfðu hreinlega neitað að styðja árásar- liðið í þessum verknaði. Falsskeytið til Þingeyinga bregður nokkuð skörpu ljósi yfir áhrif þau, sem hið austræna siðleysi er farið að hafa á nokkra af núverandi leiðtogum Framsóknarmanna. Saga þessa skeytis verðskuldar að vera rakin ýtarlega og mun það verða gert síðar eftir því, sem gögn koma fram. Aðjjessu sinni má benda á, að upphaf styrjaldarinnar milli Japana og Bandaríkjanna er óafmáanlega tengt við sviksemi og siðleysi Japana í Perluhöfn. Falsskeytið til Þingeyinga er á sama hátt alger afneitun á þeirn siða- reglum sem íslendingar hafa að þessu talið vera í gildi í landsmálabaráttu lýðræðisflokka.

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.