Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 12
12
6 F E I G U R
mönnum, sem vildu heyra skýringar um málið. Land-
búnaðarnefndir, undir forystu Jóns á Akri, mæltu með
málinu. Pétur Magnússon kvaðst mundi leggja fram fé til
fjárskipta, ef Alþingi samþykkti tillögu þess efnis.
Þá bárum við Bernharð Stefánsson og Garðar Þorsteins-
son fram tillögu um fjárskipti. Urðu um hana nokkrar
umræður, en áhugi ekki mikill. Tuttugu þingmenn voru
ekki á fundi. Átta sátu hjá, en 24 studdu tillöguna. Var
það í tæpasta lagi um stuðninginn, þar sem ekki var meiri
hluti þings til fylgis. Þrír af þeim mönnum, sem álitu sig
fædda til að fyrirskipa Þingeyingum hvaða skoðanir þeir
eigi að hafa, reyndust síðbúnir í þetta sinn. Páll Zophon-
íasson sat hjá, af því að hann taldi sennilegt að garna-
veikin gæti náð bæði til sauðkinda og nautpenings. Var
furðulegt, að síður þætti þörf hallærisvarna, ef tvær pestir
legðu allan, en ekki hálfan, bústofn bænda í eyði. Meðan
stóð á umræðunum viku þeir Eysteinn Jónsson og Stein-
grímur Steinþórsson af fundi. Voru þeir þá sem óðast að
undirbúa herferð sína á hendur Þingeyingum og þóttust
hafa annað þarfara að gera en hindra landauðn í hérað-
inu. Pétur Magnússon greiddi atkvæði með fjárskiptatil-
lögunni einn af öllum ráðherrunum og taldi samþykkt
málsins þýða það, að nú skyldi haldið áfram fjárskiptun-
um í landinu, eftir því sem kringumstæður leyfðu.
Fyrir mig voru þessi málalok ánægjuleg. Þegar ég ritaði
fyrst um fjárskiptin í Degi fyrir'þrem árum, lá Þingeyjar-
sýsla að kalla mátti varnarlaus gegn fjársýkivoðanum. Þá
var meginhluti bændastéttarinnar á móti fjárskiptunum.
Mæðiveikinefnd var erfið viðskiptis í þessu efni, og yfir-
gnæfandi meirihluti Alþingis mótfallinn almennum fjár-
skiptum. Nú hafði málð snúizt til betri vegar. Þingeyjar-
sýslu var bjargað úr voðanum. Sýnilegt, að þar þurfti eng-
inn bær, enn síður byggð, að leggjast í eyði af þeim völd-
um. Mæðiveikinefnd mælti með málinu. Allt að helming-
ur Alþingis studdi tillögu okkar þremenninganna. Og
fjármála- og landbúnaðarráðherra landsins gekk feti fram-
ar og taldi samþykkt tillögunnar upphaf að almennum
fjárskiptum í landinu. Þetta þóttu mér ánægjuleg mála-
lok, eftir þriggja ára viðleitni að fá málinu bjargað.