Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 18

Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 18
18 ÓFEIGUR Nú var svo komið, að launastéttir bæjanna höfðu hækk- að kaup sinna félagsmanna með hverri tunglkomu. Þær stéttir standa saman um stjórn landsins og yfirráð í þing- inu. Búnaðarfélag ísílands er skrifstofa fyrir búnaðarmál á vegum ríkisins, en í framkvæmd hálfatvinnulaust ráðu- neyti, með forráðamenn, sem sitja á þingi hálft árið. Þessi stofnun er af og til að reyna að ákveða verðlag á vörum, en það er að engu haft. Hún er að reyna að mynda og fella stjórn, en verður ekki ágengt. Það hafði vel ritfæran og vel hæfan landbúnaðarmann sem ritstjóra að búnaðar- blaði, en sendi hann til yfirsóknar í stjórnarráðinu, en fékk í staðinn mann, sem gerir búnaðarblaðið að keppi- naut „Spegilsins“. í stað þess að skilja það, að bændastétt- in verður að hafa þrenns konar sérstök hagsmunasamtök, samvinnufélögin, ræktunarsamböndin og kaupkröfufélög bænda, reyna forráðamenn búnaðarmálanna að flétta alla þessa þætti saman í óleysanlega og algerlega áhrifalausa bendu. Fyrir misheppnaða yfirgangsstefnu Búnaðarfélags Is- lands er bændastéttin nú sundruð og vanmegnug bæði um búnaðar- og verðlagsmál. XVI. Steingrímur Steinþórsson hefir leitað eftir baráttuað- stöðu við mig á bændafundum í Árness- og Þingeyjarsýsl- um. Eg held, að málafærsla hans hafi á hvorugum staðn- um borið sýnilegan árangur. En Steingrímur búnaðar- málastjóri á skilið að hafa betri vígstöðu en hann hefir valið sér. Ég er fús að benda honum á réttu leiðina, með því að manngildi hans er óspillt, þó að hann ha'fi um stund lent í óheppilegum félagsskap. Steingrímur verður að skilja, að Búnaðarfélag íslands hlýtur að kasta frá sér sínum pólitísku hækjum og stunda eingöngu búnaðarmál- efni. Steingnímur búnaðarmálastjóri ætti að skilja, að það er hans stofnun, sem átti að taka upp fjárskiptastefnuna, en ekki láta mig og Pétur Magnússon verða til að skýra málið og lögfesta hina réttu framtíðarákvörðun. Stein- grímur verður að skilja, að ráðunautarnir allir, nema

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.