Ófeigur - 01.05.1946, Síða 6

Ófeigur - 01.05.1946, Síða 6
6 Ó F E I G U R störfum, bundnir við skylduverk sín. Daníel Ágústínus- son virðist hafa boðað fundinn símleiðis, og gat ekki um annað umræðuefni en kosningaspjall. Hermann Jónasson mun hafa verið þess langminnungur, að þegar þeir félagar höfðu gert sig líklega til að vilja draga flokkinn inn á byltingabraut með Héðni Valdimarssyni, hafði Jón Árna- son risið til andstöðu og bjargað flokknum frá vansæmd og tjóni. Lítill vafi er á, að ef Jón Árnason hefði fengið að vita um glapræði það, sem Hermann Jónasson starfaði hér að, hefði hann bent á hættuna, að byrja erfiða kosn- ingasókn með því, að hefja vonlausa hríð á hendur Þing- eyingum, í því skyni að fá þá til að hlýða framandi fyrir- skipunum. En Hermanni Jónassyni tókst að komast hjá að heyra aðvörun Jóns Árnasonar, með því að hafa fund- inn á þeim tíma, þegar hann er einna mest bundinn við skyldustörf í bankanum. Hermann virðist hafa hraðað fundinum af skiljanlegum ástæðum. Samþykktin virðist hafa verið gerð af 10—11 mönnum, nálega eingöngu af því fólki, sem hefir brotið heit og stefnu flokksins missirum og árum saman, í fánýtri von um að geta komið mönnum í ráðherrastóla með Áka og Brynjólfi. Þrír af stofnend- um flokksins, Sigurður Kristinsson, Guðm. Guðmunds- son og Hilmar Stefánsson neituðu að taka þátt í tilræðinu. Eftir að atkvæðagreiðsla hafði farið fram, kom Vilhjálmur Þór á fundinn og lýsti yfir, að hann myndi ekki hafa fylgt tillögunni. „Bókun“ þeirra félaga er geíð eftir pöntun frá Eysteini Jónssyni, þegar hann sá, að hann myndi ekki geta beygt Þingeyinga undir ákvarðanir úr Reykjavík, nema með því að beita nokkurri sviksemi. Af þeim ástæðum er höfð leynd um fundinn í Reykjavík, Jón Árnason leyndur til- efninu, „bókuninni“ haldið leyndri fyrir fundarmönnum í Skógurn og á Laugum, og síðan reynt að styrkja málstað- inn með falsaðri frásögn norður í landi. Eysteinn Jónsson reyndi að hafa úrslitaáhrif á fulltrú- ana á Laugum með því að segja þeim, að forystumenn Sambandsins væru fremstir í samsærinu gegn frelsi Þing- eyingá. En hið sanna var, að Aðalsteinn Kristinsson og Jón Árnason voru ekki á fundinum, en Sigurður Kristins- f

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.