Ófeigur - 01.05.1946, Síða 17

Ófeigur - 01.05.1946, Síða 17
ÓFEIGUR 17 sem þeir höfðu ekkert leyfi til. Félagið var eins konar deild í stjórnarráði Íslands en hefir ekkert umboð til að annast verzlun fyrir bændur, og ekki heldur til að fella eða mynda ríkisstjórn. Stjórn Búnaðarfélagsins vildi vel, en gerði í algerðu heimildarleysi verk, sem hún átti ekki að skipta sér af. Og Búnaðarfélagið gerði þetta svo óhönd- uglega, að þar var myndað varanlegt fordæmi í íslenzkri sögu um hversu unnt er að leika á sæmilega dugandi fólk, ef það kann ekki til félagslegra verka. Sunnlenzkir bændur höfðu forystu um eftirmál í þessu efni. Þeir höfðu verið sviknir án þess að hafa gefið nokk- urt tilefni, Þessir bændur misstu trúna á Búnaðarfélag íslands sem forráðastofnun í verzlun eða stéttarbaráttu. Ég stóð með sunnlenzku bændunum 1944, eins og ég stóð með arðrændum togarahásetum í Reykjavík 1916, þegar þeir hófu stéttarsamtök sín og réttu að nokkru hlut sinn gagnvart ágengum húsbændum. Haustið 1944 voru öll blöð lokuð fyrir sunnlenzkum bændum. Þeir gátu hvorki borið fram mótmæli sín eða kröfur í blöðum eða útvarpi. Ég stóð að minnsta blaði landsins, en ég fann að bænda- stéttin var höfð að leiksoppi, og ég tók málstað bænda í Ófeigi. Upp úr þeim greinum og sorglegri reynslu sunn- lenzkra bænda spratt hin almenna krafa um ný samtök bænda til að verja rétt sveitanna í verðlagsmálum. Steingrímur Steinþórsson átti að sjá, að hér var honum réttur bjarghringur. Hann og aðrir forráðamenn Búnað- arfélags íslands gátu nú losað félag sitt við allt sem ekki hétu ræktunar- og búnaðarmál. Hin nýju bændasamtök gátu tekið að sér verðlags- og stéttarbaráttu bænda. Stein- grímur gat byrjað að sinna ræktunar- og búnaðarmálum eingöngu, og orðið þjóðnýtur og ágætur maður af sínum verkum og framgöngu. En Hermann Jónasson leit á Búnaðarfélagið eins og ,,almúgann“ í landinu, sem áburðarkerru í valdabarátt- unni, eins og í ljós hafði komið haustið 1944. Og Stein- grímur Steinþórsson lét enn leiðast til að ganga þá götu sem síður skyldi. Hann tók þátt í með öðrum forgangs- mönnum Búnaðarfélags íslands að kyrkja sjálfbjarsfarsam- tök bænda, með ofsafengnum undirróðri sumarið 1945. X *##

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.