Ófeigur - 01.05.1946, Qupperneq 1
3. órg. Reykjavík, maí 1946 2. tbl.
Falsskeytið til Þingeyinga
i.
Fyrstu dagana í maímánuði 1946 reyndi lítill hópur
manna í Reykjavík að gera Þingeyinga andlega ómynd-
uga. Enginn þessara manna hafði haft nokkur veruleg
kynni af Þingeyingum eða haft nokkra þýðingu fyrir at-
vinnu- eða menningarstarfið í sýslunni. Helztir í þessum
hópi voru Páll Zophoníasson, Sigurvin Einarsson, Guð-
brandur Magnússon, Hermann Jónasson, Jón Hannesson
í Deildartungu, Jens Hólmgeirsson, Bjarni Ásgeirsson og
Gunnar Þórðarson í Grænumýrartungu. Þessum mönnum
datt í hug sú ósvinna, að þeir gætu kúgað meginhluta af
bezt mennta fólki í einu héraði á íslandi til að afhenda
opinberlega sannfæringu sína og mannréttindi. Hér er um
að ræða frumhlaup, sem er einstakt í sögu íslenzkra frelsis-
og mannréttindamála, og þykir rétt að birta nú þegar
skýrslu um málið, til viðvörunar góðu fólki í landinu.
II.
Seint í apríl s.l. fékk ég að vita frá Karli Kristjánssyni,
formanni Framsóknarmanna í Suður-Þingeyjarsýslu, að
nokkuð væri sótt á hann um að halda fulltrúaráðsfund í
sýslunni, til að ákveða þar framboð fyrir vorið. Nefndi
hann tiltekinn dag, sem væri hentugur, einkum, ef próf-
kjör þyrfti að fara fram um alla sýsluna. Ég taldi málið
koma mér nokkuð við og benti á, að ég gæti ekki verið
kominn norður þennan dag, nema að hlaupa frá fjár-
skiptamáli Þingeyinga óafgjörðu, en það taldi ég ekki
fært, þar sem um væri að ræða hallærisvarnir fyrir hálfa