Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 21. ágúst 2019 Við mætumst á ný, fávitinn þinn Svarthöfði Það er staðreynd að… Skjaldbökur geta andað með afturendanum. Asnar valda fleiri dauðsföllum en flugslys. Volvo þýðir „ég snýst“ á latínu. Keila var fundin upp í Egyptalandi. Fyrsta kærasta Johns Lennon hét Thelma Pickles. Hver er hann n Hann er fæddur árið 1952 í Reykjavík. n Hann útskrifaðist með B.A.-gráðu í ensku og bókmenntafræðum frá Háskóla Íslands. n Hann fékk Fulbright-styrk til þess að fara í framhaldsnám við Háskólann í Suður-Kaliforníu. n Hann á eina af vinsælustu fata- línum landsins. n Hann er er góðvinur Nicolas Cage. SVAR: SIGURJÓN SIGHVATSSON Jæja, hér mætumst við á ný. Svarthöfði og lesendur DV sem elska að kjamsa á einkamál- um annarra. Svarthöfði hefur ekkert breyst síðan í fyrra og ég veit að þú, kæri lesandi, hefur heldur ekkert breyst. Þú elskar enn að slúðra og skrafa á kaffi- stofunni um hvað hinn og þessi er með í laun, Svarthöfða finnst enn að þú sért fáviti sem eigi að skammast sín. Svarthöfði er á móti tekju- blöðum. Svarthöfða finnst al- gjörlega galið að birta tekjur fólks, að dýfa sér svo langt ofan í einkamál fólks og finna þeirra veikasta punkt. Eigum við ekki bara líka að birta lista yfir alla sem halda framhjá? Alla sem eru stoppaðir af löggunni? Hvað með vanskilaskrána – eigum við ekki að birta hana líka fyrst við erum að þessu? Svo er það sú staðreynd að þessar tekjutölur eru meingall- aðar. Svarthöfði blaðaði í tekju- blaði síðasta árs til að koma sér í gírinn fyrir þetta ár. Í því var heimsfrægur athafnamað- ur með klink á mánuði og tekj- ur eins þekktasta áhrifavalds Ís- lands voru varla upp í nös á ketti. Bókstaflega. Ég meina, hver er með sextán þúsund krónur í mánaðarlaun?! Svo eru það bé- vítans listamennirnir sem svíkja allir meira og minna undan skatti. Það er ekki hægt að taka svona tekjublöð alvarlega. Svarthöfði skilur heldur ekki af hverju við viljum sí og æ vera að grafa undan trúnaði á vinnu- markaði. Það er staðreynd að það eiga ekki allir sömu laun skilið. Það er líka staðreynd að sumir eru ófærir um að líta í eigin barm og er fyrirmunað að skilja af hverju Jón í næstu skrifstofu er með 200 þúsund kalli meira á mánuði. Því verður þessi tekjubirting alltaf helvítis vesen og leiðindi. Því segir Svarthöfði, eins og hann sagði í fyrra og árið þar áður og þar áður og þar áður, – Skammastu þín fyrir að lesa tekjublaðið, velta þér upp úr málefnum náungans og upplifa óhugnanlega sæluvímu við að sjá að þú ert með hærri laun en sessunautur þinn. Skammastu þín og farðu í kalda sturtu til að skola af þér smáborgaraháttinn og ómerkilegheitin. 2 8 ára íslensk kona sem búsett er í Massachussets var í maí síðastliðnum ákærð fyrir sölu og vörslu á lyfseðlisskyldum lyfjum. Gerði lögreglan innrás á heimili kon- unnar, Rakelar Ólafsdóttur, að undanfarinni tveggja og hálfs mánaðar rannsókn. Middleborough er 25 þúsund manna bær í Massachussetts - fylki, í klukkutíma akstursfjarlægð frá Boston. Rakel er eigandi sólbað- stofunnar Rakel’s Tanning Salon and Beautiqe sem er í miðbæ Middleborough. Var stofan opnuð í apríl síðastliðnum en lokað í kjöl- far þess að lögreglan gerði þar inn- rás. Stofan var opnuð á ný þann 24. maí síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Middleborough voru „nokkur“ tilfelli í bænum þar sem ungmenni tóku of stóran skammt af lyfjum, og enduðu sum þeirra með dauðsfalli. Í framhaldinu höfðu fjölskyldumeðlimir sam- band við lögreglu og upplýstu að Rakel væri að selja lyf. Í kjölfarið hófst lögreglurannsókn sem stóð yfir í rúmar sex vikur og endaði á því að gefin var út heimild til hús- leitar á heimili Rakelar. Með 1,4 milljónir í reiðufé Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur undir höndum gerði lög- reglan innrás inn á heimili Rakelar um hádegisbil þann 7. maí síðast- liðinn. Við leit á heimilinu fundust skammtar af fentanyl og percocet, sem hvort tveggja er afar sterkt verkjalyf, skyld morfíni. Þá fund- ust einnig skammtar af suboxone, lyfi sem notað er við ópíóðafíkn og klonopin, sem er róandi lyf. Þá fannst einnig reiðufé upp á 11 þúsund dollara sem samsvarar tæplega 1,4 milljónum íslenskra króna. Einnig var lagt hald á vog- ir og töluvert af áhöldum sem ætl- uð eru innpökkunar á fíkniefnum. „Ég held að fólki sé farið að blöskra að horfa upp á alla þessa ofneyslu, og ég er þakklátur þeim fjölskyldum sem stigu fram til að aðstoða við að koma þessari konu bak við lás og slá,“ sagði Joseph Perkins, lögreglustjóri í yfirlýs- ingu. Fram kemur að Rakel hafi ver- ið handtekin þegar í stað og færð fyrir dómara samdægurs. Dómur- inn úrskurðaði að hún skyldi látin laus gegn greiðslu tryggingar upp á fimm þúsund dollara, tæpar 620 þúsund íslenskar krónur.  Þá var málið aftur tekið fyrir þann 6. júní síðastliðinn. Var Rakel ákærð fyrir sölu á fentanyl og percocet og fyrir vörslu á suboxone og klonopin. Á Facebook-síðu lögreglunnar í Middleborough hafa fjölmargir bæjarbúar skrifað athugasemd þar sem þeir hrósa vinnubrögðum lögreglunnar í málinu. Þá hafa fjölmargir einnig lýst yfir reiði sinni og kalla eftir harði refsingu. „Vonum að dómarinn sé starfi sínu vaxinn. Þessir dópsalar eiga að fá þunga dóma,“ ritar einn. Annar bæjarbúi skrifar: „Það ætti að ákæra hana fyrir morð. Hún er jafn sek og ef hún hefði tekið í gikkinn á skammbyssu.“ Segir sakirnar upplognar „Ég er fíkill í bata og mér var búið að ganga mjög vel. Ég var búin að opna mína eigin verslun, en síðan missti ég tökin í rúman mánuð,“ segir Rakel í samtali við DV. Hún heldur fram sakleysi sínu í málinu. Rakel segist gruna að símtöl- in til lögreglunnar hafi komið frá tveimur stúlkum sem hún var áður í samskiptum við. Hún lokaði á þau samskipti og segir stúlkurn- ar hafa tekið því illa. „Það er eins og þær hafi snúist gegn mér vegna þess að það var mjög stutt á milli þessara símtala. Það er ekkert hægt að sanna á mig, sem er gott,“ segir Rakel og bendir á að lögreglan hafi ekki notast við svokallaða „controlled buy“-aðferð, þar sem einstakling- ur á vegum lögreglunnar fer og kaupir af grunuðum fíkniefnasala. Því sé ekki hægt að sanna að hún hafi verið að selja lyf. Hún viðurkennir að hafa not- að efnin sjálf, þegar hún hefur ver- ið að skemmta sér með öðrum, og það sé allt og sumt. „Ég hef ekki verið að selja neitt og ég er ekki ábyrg fyrir neinu af því sem þau segja.“ Þá segir Rakel að reiðuféð sem fannst á heimili hennar hafi ekki tengst fíkniefnasölu. „Leigusalinn minn var búinn að stefna mér fyr- ir dóm út af láni sem ég tók hjá honum, en ég hafði frest þangað til í september til að greiða það upp. Ég safnaði þess vegna saman þessum pening til að geta lagt fram greiðslu fyrir dómnum.“ Hún segir málið ennþá vera opið og á meðan sé hún undir rafrænu eftirliti. „Fíklar fara út af sporinu, það getur gerst og það er hluti af batanum. Þetta er mestallt orð á móti orði,“ segir Rakel að lokum en hún segist búast við skilorðsbundnum dómi til tveggja eða þriggja ára vegna málsins. n Íslensk kona ákærð fyrir dópsölu Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is n Lögregla réðst inn á heimili Rakelar Ólafsdóttur n „Ætti að ákæra hana fyrir morð“ Ljósmynd: Lögreglan í Middleborough
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.