Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Page 80
PRESSAN 21. ágúst 201980 Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is NORÐURÍRSKIR LÆKNAR BERJAST GEGN LÖGSÓKNUM n Norðurírsk kona þarf að koma fyrir dóm fyrir að hafa keypt fósturlátstöflur á netinu fyrir 15 ára dóttur sína. N orðurírskir læknar hafa stofnað samtök til að verja þagnarskyldu lækna gagnvart sjúklingum. Með þessu eru þeir að berjast gegn kröfum um að þeir verði að láta lögreglunni í té upplýsingar um nöfn kvenna sem fá fósturlát- stöflur hjá þeim. Samtökin heita Doctors for Choice Northern Ireland. Norðurírsk kona þarf að koma fyrir dóm síðar á þessu ári fyrir að hafa keypt fósturlátstöflur á netinu fyrir 15 ára dóttur sína. Hún er ákærð fyrir að hafa út- vegað sér slíkar töflur 2013 og að hafa látið dóttur sína fá þær. Samkvæmt lögum verða lækn- ar og annað heilbrigðisstarfsfólk á Norður-Írlandi að tilkynna yf- irvöldum ef vitneskja liggur fyr- ir um að sjúklingar hafi notað fósturlátstöflur. Ef það er ekki gert á heilbrigðisstarfsfólkið yfir höfði sér að verða ákært. Doct- ors for Choice Northern Ireland segja að ekki ætti að saksækja neinn fyrir að kaupa eða nota slíkar töflur. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir meðal annars að töflur sem þessar séu öruggar og mikið notaðar á sjúkrahús- um á Norður-Írlandi. Þær geti þó valdið ákveðnum erfiðleikum, til dæmis sýkingum eða miklum blæðingum. Konur sem taki töfl- ur sem þessar utan sjúkrahúss eigi strax að leita aðstoðar heil- brigðisstarfsmanna ef þær fá miklar blæðingar eða finna fyr- ir vanlíðan. Tafir á því að leita aðstoðar geti stofnað lífi þeirra í hættu. Samtökin segja að stefna yfir- valda í málunum stefni trúnað- arsambandi lækna og sjúklinga í hættu. Læknum beri skylda til að annast sjúklinga sína og sýna þeim fullan trúnað og að heil- brigðisstarfsfólk eigi ekki að til- kynna til lögreglu að fólk hafi tek- ið fósturlátstöflur. Sjúklingar eigi að geta treyst lækni sínum. Tals- maður samtakanna segir að ný- lega saksóknir vegna þessa gegn konum og stúlkum geti dregið úr vilja foreldra til að leita nauðsyn- legrar læknishjálpar. Núverandi löggjöf komi í veg fyrir samúðar- fulla meðferð og geti hindrað sjúklinga í að leita sér aðstoðar. Norður-Írland er eini hluti Stóra-Bretlands þar sem fóst- ureyðingar eru ólöglegar. Það breytist þó þann 22. október næstkomandi en í júlí samþykkti breska þingið með 322 atkvæð- um gegn 99 að framvegis gildi sömu fóstur eyðingarlög á Norð- ur-Írlandi og annars staðar innan Stóra-Bretlands. n EINU SKREFI NÆR ÞVÍ AÐ LEYSA GÁTUNA UM UPPRUNA LÍFSINS n Gæti hafa myndast við aðstæður eins og eru á Íslandi. „Norður-Írland er eini hluti Stóra-Bretlands þar sem fóstureyðingar eru ólöglegar. „En það þarf meira til en eina amínó- sýru til að líf geti myndast. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is V ið vitum að lífið er um 3,7 milljarða ára gamalt. Það hófst með því að ein- frumungar urðu til hér á jörðinni. En hvernig þeir urðu til, hvaða neisti kom þeim í gang, það vitum við ekki með vissu. Áður töldu margir vísindamenn að eldingu hefði lostið niður í hafið og við það hafi líf myndast. Aðrir telja að lífið hafi alls ekki mynd- ast fyrst hér á jörðinni, heldur hafi það borist hingað með loftstein- um. Nú sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að hugsanlega hafi ekki þurft svona stóra atburði til að líf myndaðist. Tue Hassenkam, eðlisfræðing- ur við Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við Danska ríkis- útvarpið að nýju niðurstöðurnar sýni að líf hafi hugsanlega kvikn- að í heitum hver eða jafnvel vatns- polli. Þær sýni að ekki þurfi fram- andi málma til þess að þau flóknu efnasambönd, sem eru forsenda lífs, geti myndast. Það þýði að líf geti hafa myndast á mörgum mis- munandi stöðum, til dæmis í poll- um sem myndast við að hveravatn rennur í þá. „Eins og þeir sem eru úti um allt á Íslandi,“ sagði hann. Vísindamennirnir gerðu reiknilíkan af aðstæðum í hafinu eins og þær hefðu verið fyrir um fjórum milljörðum árum. Með því hafa þeir sýnt fram á að það þarf ekki margar sameindir til að líf geti myndast. Reiknilíkanið líkti eftir litlu, lokuðu umhverfi, með aðeins 15 sameindum. Hitastig- ið var á milli 80 og 100 gráður en talið er að heimshöfin hafi verið svo heit á þeim tíma. Þetta varð til þess að eitt og annað fór að gerast. Eftir skamman tíma fóru sameindirnar að hafa áhrif hver á aðra. Þær mynduðu sífellt flóknari strengi og eftir stuttan tíma höfðu þær myndað amínósýruna glýsín. En það þarf meira til en eina amínósýru til að líf geti mynd- ast. Næstum allar lífverur, sem við þekkjum í dag, samanstanda af þremur grundvallarhlutum: DNA, RNA og 22 mismunandi amínósýrum. En þetta gæti hafa verið upphafið að því flókna lífi sem nú þrífst á jörðinni. n Magnað Lífið gæti hafa kviknað í heitum hver, líkt og á Íslandi. Mynd: Getty Images Heitt í hamsi Mótmæli hafa verið skipulögð til að berjast gegn stefnu yfirvalda í Norður-Írlandi er varðar þungunarrof. Mynd: Getty Images
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.