Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Síða 100

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2019, Síða 100
 21. ágúst 2019100 E f það er eitthvað sem hef- ur vantað í mig alla ævi, þá er það túristaheilkennið. Mér leiðist ákaflega mikið að vera „túristi“ í útlöndum eða fylgja tilsettum dagskrám af færi- bandi. Fylgihlutur slíks hugarfar er vissulega sá að ég missi af vænum hellingi, en þegar það gerist að ég kíki út fyrir landsteinana þykir mér fátt skemmtilegra en að skoða allt sem er að finna „bakdyramegin“ í gefnu útlandi. Þangað til núna nýlega hafði ég ekki brugðið mér til sólarlanda í tæpan áratug. Ástæðan tengist bæði því að ég er ákaflega lélegur í listinni að sleikja sólina (yfirleitt er það hún sem sleikir mig, hvert sem farið er) og laðast ég meira að borgum, skrítnum bæjum og framandi menningu, helst hvoru tveggja á einu bretti, sem er ekki útbúin sem pakkadíll handa ferða- fólki. Hins vegar kom það til að ég slysaðist í ferð til Krítar. Markmið ferðarinnar var hið einfaldasta: að njóta og drekka í mig alla þá grísku fegurð sem til staðar er; sækja í ókunnan kúltúr en gera þó mitt besta til að vera „ekki túristi“, á meðan flestir flykktust að borginni Chaniu eða túristabænum Platanias. Ég leit- aði hins vegar lengra vestur og kíkti í litla, dúllulega sjávarþorpið Kolymbari og naut þar eyðiland- anna sem hægt var að sjá þar í kring á löngum göngutúrum. Við hvert gefið tækifæri sleppti ég ferðamannaferðum (fyrir utan Santorini – því hvaða heilvita manneskja sleppir slíkri fegurð?) og finnst það svolítið drepa tilgang fræðandi ævintýraleiðangurs ef ég heyri talaða of mikla íslensku í kringum mig. En eins og við flest vitum, ef maður vill hitta Ís- lendinga í útlöndum skal rakleiðis haldið í H&M. Til allrar lukku átti ég ekki leið þar fram hjá. Nei, mitt andlega hlutverk þarna var að ferðast eins langt út fyrir bæinn og mögulegt var; leyfa mér að týnast aðeins og njóta samvista við hina innfæddu. Og þar sem ég er bæði ostafíkill og flakkari hét ég því að smakka eins margar mögulegar gerðir af ost- um og hægt var, enda er það nán- ast vísindaleg staðreynd að Grikkir bjóða upp á besta FETA-ost ver- aldar. Að setja tónlist í eyrun, finna einhvern stað sem ég kannast ekkert við og líta út eins og tóm- ur magi í leit að hinni fullkomnu svindlfæðu. Ró var það sem ég sóttist í, en þá að sjálfsögðu koma veraldaröflin og velta því um koll. Til að setja það í smá sam- hengi þá er ég hvorki bíl- né flug- hræddur maður, en þegar ég ákvað að bregða mér frá Chaniu yfir til Kolymbari breyttist það á svipstundu. Þá var ég staddur í Chaniu, að seðja ostablæti mitt og kíkja á veitingastaði sem eru draumum líkir, en þegar leið að kvöldi var komið að lúr á hótel- inu. Þessi ferð hefði tekið rúman klukkutíma með strætisvagni, en rúman hálftíma með leigubíl. Mér var bent á að bílstjórum þætti ekk- ert athugavert á Krít að taka löngu rúntana, en einnig var mér bent á að það væri stundum með höpp- um og glöppum hversu áreiðan- legum, kurteisum eða sanngjörn- um bílstjórum væri hægt að lenda á. Þessu fékk ég að kynnast betur í umræddum bíltúr. Ég gekk inn á veitingastað og bað um samband við góðan leigubíl, ómeðvitaður um að strákpjakkurinn á bak við borðið vildi hrella mig, eða þannig kýs ég að sjá það í dag. Bíllinn mætti á planið. Ég sagði hvert mig langaði að fara og fékk vægt dæs á móti að fyrra bragði. Þetta þótti mér undarlegt en ég kippti mér ekki upp við það. Bíll- inn fer rólega af stað í gegnum bæ- inn, þótt beygjurnar væru sumar óþarflega krappar, en þegar hann var komin út fyrir bæjarmörk á hraðbrautina fór adrenalínið að flæða um blóðið og ég umbreytt- ist í skrækjandi dívu, eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um að blundaði í mér. Þetta var eins og sambland af fyrsta skutlinu í upprunalegu Taxi- -myndinni og afrakstri þess þegar Will Smith þrýsti á rauða hnapp- inn í fyrstu Men in Black. Bílstjór- inn keyrði kaggann áfram á leiftur- hraða svo að ósjálfrátt var ég farinn að grípa símann og senda ólíka broskalla eða örskeyti á mína nán- ustu– skyldu þau verða mín síð- ustu. Ég gerðist jafnvel svo djarfur að senda einum besta vini mín- um SMS-skilaboð um að ég væri staddur með umræddum leigubíl- stjóra dauðans og að ég væri dauð- hræddur um eigið líf. Svarið sem ég fékk við því var Like-þumall. Segja má að sjokk mýki sál- ina. „Jæja þá, ef ég verð allur, þá er varla til fallegri staður,“ hugsaði ég snöggt, þótt fallegar sjávarstrend- ur Platanias fjarlægðust með hverri sekúndu sem leið á með- an við rúlluðum eftir hraðbraut- inni. Ekki nóg með hraðann, held- ur var maðurinn allan tímann að keyra skakkt á veginum – sikksakk- andi af sér bíla sem voru á sömu leið og einnig þeim sem komu úr gagnstæðri átt. Ég óskaði þess að þulurinn úr Fóstbræðrasketsinum Leigubílstjóri dauðans bergmálaði ekki í kollinum hjá mér. Þegar bílstjórinn skransaði svo fyrir framan hótelið, og ég stór- undarlega heill á húfi og geði, gat ég ekki annað en dáðst að vinnu- brögðunum og kænskunni, þannig að mér þótti fátt sjálfsagðara en að gefa 25% í þjórfé fyrir lífsreynsluna sem skaut hjartanu á milljón. Hver þarf á skemmtigarði eða rússíbana að halda þegar maður getur stund- að andlegt fjárhættuspil með eigið líf á hinn hversdagslegasta máta? Heppilega, við hótelkomu, var enn korter eftir af fríum drykkjum á barnum og ég get með hreinni samvisku sagt að ég hafi nýtt hverja mínútu vel. Ef ég myndi þreifa á þessari frásögn eins og botnlausri buddu í leit að einhvers konar boðskap, væri hann sá að best sé að halla sér aftur og njóta ekki aðeins lífsins, heldur hættu- stundanna. Lífið gefur þér engin hjálpardekk hvort sem er. Eftir þeysireiðina fór samt bílstjórinn eitthvað að bulla á tungumáli sínu og benti á kortið eins og hann væri að nöldra yfir vegalengdinni. En hálftími til og frá og örlátt þjórfé ætti þó að segja eitt eða annað um mína uppbót. Samt kvartaði kappinn og ég skildi ekki neitt. Þetta er allt algjör gríska fyrir mér. FERÐASAGA Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Með sól í hjarta og hjartað í buxunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.