Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 „.H’Bimi.. | Vestiirland 2005 í máli og myndum Sparitoppar 3.990,- Efling þekkingarsamfélagsins I október var skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf og þróun þekkingarsamfélags í Borgarfirði. Aðild að yfirlýsing- unni áttu sveitarfélögin Borgarbyggð og Borgaríjarðasveit, háskólarnir á Bifröst og Hvanneyri og Orkuveita Reykjavík- ur. Til að styrkja stoðir öflugs þekkingarsamfélgs var m.a. á- kveðið að leggja ljósleiðara í þéttbýliskjarnana Borgarnes, Hvanneyri og Bifröst. Ljósleiðaravæðing stendur einnig yfir á Akranesi en þar er stefnt að því að “ljósið” verði komið í Stórar Nýr vegur yfir Kolgrafarfj örð Síðla í október var nýr vegur um Kolgrafarfjörð formlega tekinn í notkun. Nýi vegurinn, sem leysir af hólmi eldri veg er lá fyrir fjörð, byrjar við heimreið að bænum Berserkseyri og liggur út á Kolgrafarodda, yfir Kolgrafarfjörð, um Hjarð- arbólsodda og tengist núverandi Snæfellsnes- vegi í námunda við vegamót Framsveitarvegar í Grundarfirði. Með nýja veginum styttist leiðin á norðanverðu Snæfellsnesi um 6 km auk þess ^ sem nú er komið bundið slitlag á alla leiðina milli þéttbýlisstaðanna. Má ætla að þessir bættu vegir auki möguleika sveitarfélaganna á sam- starfi. * Bolir Buxur Peysur 3.490,- 3.990, - 4.990, - Óska viáskiptammmi ag Vestlmdingum ðlliiiu gleðilegm jála ag farsældar d kamandiári. -- V - uom KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI431 1753 & 861 1599 Áfraiu stelpur! Konur minntu rækilega á stöðu sína á vinnu- markaðinum á kvennafrídeginum 24. október og lögðu niður vinnu nákvæmlega klukkan 14:08, eða á þeirri stundu sem meðal karlmað- ur er búinn að vinna fyrir sömu launum og meðalkona þénar allan daginn. Fjölmenntu konur á baráttufundi, bæði í Reykjavík og á hinum ýmsu stöðurn í landshlutanum. öll hús fyrir lok næsta árs. Ljóst er að með ljósleiðaravæð- ingu á þessu svæði mun það standa flestum öðrum lands- svæðum frarnar hvað þessa tækni varðar og möguleikana sem henni fylgir. A myndinni er starfsmaður BOB sf. að bora ljósleiðaralögn inn í eitt húsanna á Akranesi en þar er verk- efnið komið lengst hér á Vesturlandi. Rækjuvinnslu hætt í Stykkishólmi Miklar þrengingar steðjuðu að rækjuvinnslunni í landinu þegar líða tók á árið. Hvert fyrirtækið á fætur öðru tilkynnti um lokanir og það kom einnig að slíku reiðarslagi í lands- hlutanum. I byrjun október var það ljóst að tuttugu og níu manns í Stykkishólmi misstu vinnuna um áramót þegar rækjuvinnslu verður hætt hjá Sigurði Agústssyni ehf. í Stykkishólmi. Þá var á annan tug manna sagt upp störfum hjá kavíarverksmiðjunni Nóru sem Sigurður Agústsson á og rekur í Hólminum. Danskrakkar gera það gott Á þessu ári varð ffamhald á einkar athyglisverðum árangri danskrakka úr Borgarfjarðarsveit. Gekk þeim afar vel í danskeppnum á landsvísu en í haust æfa um 60 börn á aldr- inum 7-15 ára dans á Kleppjárnsreykjum undir styrkri stjórn Evu Karenar Þórðardóttur. Sjö pör náðu þeim áfanga að komast í keppnisflokk (K-hóp) og eru þessi pör að fara í keppnisferðalag til Irlands í febrúar. Menning og vöxtur Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í október voru venju fremur innsigluð stór mál fyrir íbúa alls Vestur- lands og sveif óneitanlega léttari andi yfir vötnum en oft áður við sama tækifæri. Meðal stórra mála skal skal fyrst nefna menningarsamning fyrir Vesturland milli ríkis og sveitarfélaga en auk þess kynnti iðnaðar- og viðskiptaráð- herra undirbúning að vaxtarsamingsgerð fyrir Vesturland og skipaði undirbúningshóp. Stjórn SSV var endurkjörin og er hér ásamt Sturlu Böðvarssyni sem undirritaði menningar- samninginn f.h. ríkisins. Leiðrétta þarf kjör eldra fólks Kjör og aðbúnaður eldra fólks var mikið til umræðu á þessu ári. Um leið og það er gleðilegt að eldra fólk sækir nú fastar réttindamál sín en áður, hvort sem litið er til ellilífeyris, líf- eyrisgreiðslna, húsnæðismála eða þjónustu, þá er sorglegt til þess að vita að á tímum góðæris í landinu skuli þessi þjóðfé- lagshópur búa við jafn slök kjör og raun ber vitni. Hvernig væri að ráðamenn þessa lands leiðréttu nú kjör eldri borgara þannig að sómi væri að og létu eftir það sömu prósentu- hækkanir launa og þeir skammta sjálfum sér renna til þessa þjóðfélagshóps sem við eigum svo margt að þakka? Þessi hópur kvenna á myndinni kvartar þó ekki, en hér eru spræk- ar eldri konur að vinna við sláturgerð á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi sl. haust. Nýskipan lögreglumála umdeild Mikillar óánægju gætti víða um fjórðunginn í haust með til- lögur um nýskipan lögreglumála. Þar var lagt til að Borgar- nes yrði svokallað lykilembætti. Löggæslan í Búðardal og Hólmavík yrði sameinuð lögreglunni í Borgarnesi og færi það lið jafnframt með löggæslu í Reykhólahreppi. Onnur embætti á svæðinu sem færu með lögreglustjórn væru Akra- nes og Stykkishólmur. Með þessum breytingum falla fjár- veitingar frá embættunum í Búðardal og Hólmavík til emb- ættisins í Borgarnesi. Þá var gert ráð fyrir að starfsemi rann- sóknardeildar verði í Borgarnesi og falli því fjárveiting vegna rannóknarlögreglumanns á Akranesi til embættisins í Borg- arnesi. Eins og áður segir heyrðust kröftugar mótmælaradd- ir við þessum breytingum allsstaðar nema úr Borgarnesi þar sem tillögunum var fagnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.