Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Síða 32

Skessuhorn - 20.12.2005, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 7/£&t- Jólakveðja úr Borgamesi Héðan úr Borgarnesi er allt gott að frétta. Allt í rífandi gangi eins og sagt er. Það er ekki hægt að segja að sumarið hafi verið gott hvað veður varðar, frekar að þetta hafi verið sumarið sem aldrei kom, samt náði maður nú að heyja handa skepnun- um sínum. Dögun okkar kastaði fallegu merfolaldi í ágúst, sem vonandi á eftir að gleðja eiganda sinn með góðum spretti síðar meir. - Mikil uppbygging er hér nú í “Nesinu”. KB að byggja fóður- vörusölu, Borgarnes kjötvörur að byggja hús á Vallarásinum, það verður mikil breyting fyrir starfs- fólkið þegar flutt verður í það hús. En hvað gert verður við gamla sláturhúsið úti í eyju er ekki gott að vita, en ef eitthvað að þeim hugmyndum sem ffam komu á í- búaþingi sem Borgarbyggð efhdi til í haust, ná að líta dagsins ljós já, þá verður gaman að eiga heima í Borgarnesi. Hollvinasamtök Englendinga- víkur eru mér ofarlega í huga. Búið er að klára effa pakkhúsið að utan og hækka hleðsluna undir því og það komið aftur á sinn stað. Byrjað er að vinna í neðra pakkhúsinu. Einnig á að fara að laga gömlu steinbryggjuna, en til þess fengum við styrk frá Faxaflóahöfnum. Þá hafa krakkar í grunnskólanum unnið að gerð upplýsingaskiltis um gróður og fugla sem eru þarna nið- ur í víkinni og á Vesturnesinu, fengum við styrk ffá Pokasjóði til þess verkefnis. Hafin er bygging á mörgum húsum við Kvíaholt og Stöðulsholt og einnig á að byrja á nýjum leikskóla á næsta ári. Skáta- húsið er komið niður í Skalla- grímsgarð og búið að rikka það upp bæði að utan og innan, eru menn á einu máli um að það er eins og húsið hafi alltaf verið þarna svo vel fellur það inn í umhverfið. - Þá munu Skuggamenn byrja á reiðhöll fljótlega á næsta ári. Borgfirðingahátíð og Sauða- messa eru orðnir árlegir viðburðir hérna og tókust hvorutveggja vel. Einnig voru Vesturbæjarleikarnir haldnir, núna voru það afkomend- ur Skallagríms búsettir við götu kennda við soninn Egil sem sáu um “leikana”. Voru þeir haldnir innandyra þetta árið í gamla sam- laginu, sem nú er búið að selja og á að fara að gera við það svo það fái sína fyrri reisn. Þá ber einnig að nefna að lokið var við byggingu á Hótel Hamri sem er fyrsta golf- hótelið sem reist hefur verið hér á landi. Var það opnað í júnímánuði og er hið glæsilegasta í alla staði. Við Digranesgötu hefur SPM reist hið veglegasta hús einnig hef- ur Bónus byggt stærðar hús við þessa sömu götu þar eru einnig Geirabakarí og Ismynd til húsa. - Þá stendur til að fara að byggja ffamhaldsskóla hérna og er það hið besta mál því þá getur unga fólkið okkar haldið áfram námi í sínum heimabæ. Nú er verið að rífa gamla Esso og á að byggja þar blokk og eru menn ekki á eitt sátt- ir um fyrirhugaða byggingu. Dag einn í sumar fór ég með 5 ára dótturson minn niður í gömlu kaupfélagsfjöru og ætluðum við að labba berfætt á leirunum í fyrstu leist honum nú ekkert á þetta en eftir fyrstu skrefin var ekki aftur snúið og vorum við að sullast á tás- unum í leirnum rúma tvo tíma. Hann neitaði að hætta fyrr en al- veg var flætt að. Eg lét mig hafa það að sullast þarna með honum, skildi hann mjög vel því margar góðar og skemmtilegar minningar á ég frá sólríkum sumardögum við leik í fjörunni með æskuvinum mínum, því í minningunni er jú alltaf sólskin. Nú í nóvember fór- um við 6 æskuvinkonur til Kaup- mannahafnar og mikið skemmtum við okkur vel og áttum yndislega ferð. Þessar æskuvinkonurnar léku sér í þessari sömu fjöru um miðja síðustu öld. Það er dýrmætt að eiga góða og trygga vini. “Þo' ég engin nefni nöfn neinu skal ei gleyma. Minninganna myndasöfn mér er Ijúft að geyma. ” Ég vona að Vestlendingar og landsmenn allir eigi góða og ffið- sæla jólahátíð og að komandi ár verði okkur öllum gott og gæfu- ríkt. Jólakveðja úr Borgamesi, Ingibjórg Hargrave. Með kveðju úr Grundarfirði Lífið er fiskur stendur einhvers- staðar eða var það saltfiskur, gildir einu. Hér í Grundarfirði snýst líf fólks og tilvera í nokkuð stórum mæli um fisk. Höfnin er lífæð byggðarinnar segja menn á góðum stundum en hittast þess á milli í hafnarskúrnum í kaffi og morgun- spjall, taka púlsinn á bæjarmálefn- um í bland við bleksterkt langsoð- ið kaffið a.m.k. þeir sem seint mæta. En það dylst engum sem á höfn- ina kemur að þar fer þó nokkuð af fiski um kör. Hafnarvörðurinn verður drjúgur á svip þegar tal berst að vegnum afla og sýnir fram á stöðug met mánuð eftir mánuð á exelskjali og niðurstöðurnar birtast reglulega á heimasíðu Grundar- fjarðarbæjar. Heimasíða sú er býsna vinsæl samkvæmt athugun á heimsóknum sem aukist hafa um helming frá fyrra ári. Já tæknin segja menn og dæsa, hún er orðin mikil og ef að landsmeðaltal tölvu- tenginga er 80% heimila þá er það örugglega 95% í Grundarfirði. Talandi um tækni verður manni ósjálffátt hugsað til hins nýja Fjöl- brautaskóla Snæfellinga sem hóf starfsemi sína fyrir rúmu ári með því að taka inn tvo fyrstu árgang- ana. Sé höfnin lífæð þá er sá skóli hjartað. Hann er allt í senn ffam- sækinn kennslufræðilega, nýstár- legur byggingalega og tæknivædd- ur. Strax á öðru ári með þrjá ár- ganga orðinn nánast fullsetinn og enn eftir að bæta fjórða árgangi ffamanvið. Skólinn er vissulega á mótunarskeiði en hefur þegar sannað gildi sitt. Ekki einungis fyr- ir unga fólkið sem getur á sínu mesta mótunarskeiði stundað framhaldsskóla frá heimilum sín- um, heldur einnig fyrir foreldra og fjölskyldu í formi ávinnings af meiri samvistum og minni útgjöld- um vegna skólavistar í fjarlægð. Þá hefur tilkoma Fjölbrautaskólans reynst kærkomið tækifæri fyrir fjölmarga sem ekki hafa séð sér fært að taka sig upp til að ljúka því námi sem þeir af einhverjum á- stæðum hurfu frá á einhverjum tíma. Og þetta er aðeins byrjunin á því sem Snæfellingar allir mega vera stoltir af en verða jafnffamt að standa áfram vörð um. Og það leiðir hugann að samein- ingarmálum sem ekki gengu ffam eins og að minnsta kosti félags- málaráðherra hefði viljað og all- vega sá minnihluti sem kaus með sameingu sveitarfélaga á Snæfells- nesi. Það fór reyndar ekki mikið fyrir áróðri með sameiningu hér heima fyrir og þó að einhverjir hafi verið á móti sameiningu vegna þess að boðið kom að ofan þá við- urkenna flestir að þörf sé á sam- vinnu sveitarfélaganna. Núverandi samstarfsvettvangur er Héraðs- nefnd sem tók við af gömlu sýslu- nefndinni. Á þeim vettvangi var fyrir skömmu flutt framsaga af bæjarstjórunum í Grundarfirði og Snæfellsbæ um aukna samvinnu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Þar töluðu þau út ffá sinni daglegu reynslu sem orðin er nokkuð löng hjá báðum, um þá þróun sem orð- ið hefur sl. 10 ár á stjórnsýslu sveitarfélaganna. Stjórnsýslu sem verður í raun sífellt flóknari og krefst því meiri sérþekkingar t.d. á sviði lögfræði og skipulagsmála svo eitthvað sé nefnt. Með framsögu sinni hvöttu bæjarstjórarnir til aukinnar samvinnu um ýmsa mála- flokka. Þar voru m.a. tilgreind við- fangsefini eins og málefni fatlaðra, tónlistarskóli, eldvarnir svo eitt- hvað sé nefnt. Að koma á slíkri samvinnu er tímafrekt verk og kostar önnumkafna sveitarstjórn- armenn aukna fundarsetu þannig að tíminn á eftir að leiða í ljós hvort orð verði að athöfnum eða endi bara með sameiningu. Gunnar Kristjánsson, Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.