Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Qupperneq 35

Skessuhorn - 20.12.2005, Qupperneq 35
SSiSSlíHÖBW ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 35 Af Þuríði Ömu: Lítil hetja sem nýverið hélt til Boston og gekkst undir aðgerð á heila Þann 25. október sl. voru haldnir styrktartónleikar fyrir Þuríði Omu Oskarsdóttur og fjölskyldu hennar í safhaðar- heimilinu Vinaminni á Akra- nesi. Það var föðursystir Þuríð- ar, Hanna Þóra Guðbrands- dóttir, sem stóð fyrir tónleik- unum sem vom vel sóttir af velunnurum fjölskyldunnar og safnaðist dágóð upphæð þeim til styrktar sem var afhend í lok tónleikanna. Tilefhi söfhunar- innar var sú að fjölskyldan beið á þeim tíma kalli lækna frá Boston því Þuríður Ama þurfti að komast í aðgerð til að fjar- lægja æxli í vinstri hluta heila hennar og hafði valdið henni miklum veikindum og krampa- köstum frá því sama dag árinu áður. Aðgerðin Stuttu eftir tónleikana kom kallið og þann 16. nóvember lagði Þuríður Arna af stað til Boston á- samt foreldrum sínum. Stax næsta dag var hún lögð inn og gekkst undir miklar rannsóknir. Aðgerð- in á heila hennar var svo gerð viku síðar. Oskar Orn Guðbrandsson og Aslaug Osk Hinriksdóttir for- eldrar Þuríðar segja tilfinninguna hafa verið undarlega þegar þau kvöddu Þuríði fyrir aðgerðina þar sem búið var að vara þau við því að ýmsar áhættur fylgdu stórri að- gérð sem þessari. Aðgerðin tók fjórar klukkustundir og náðist að fjarlægja hluta af meininu, en vit- að var fyrirfram að ekki væri hægt að ná því öllu og var skurðlæknir- inn nokkuð ánægður með árang- urinn. Heimkoman Oskar segir Þuríði hafa verið nokkuð fljóta að jafna sig eftir að- gerðina og var hún komin á fætur eftir fjóra daga. Þó þurftu þau öll að dvelja í Boston í nokkurn tíma því læknarnir vildu fylgjast með framgangi mála og hvernig Þuríð- ur myndi spjara sig. “Þegar við loks lögðum af stað heim þá var Þuríður alveg búin að fá nóg og mikið rosalega voru þær systur glaðar að hittast.” Oddný Erla litla systir kom ásamt ömmum sínum og öfum og fleiri ættingj- um í Leifsstöð til að taka á móti fjölskyldu sinni en hún þurfti að bíða heima hjá ömmu og afa á meðan á ferðalaginu stóð. Einn dag í einu Þó svo að heilsa Þuríðar sé hægt og rólega að komast í meira jafn- vægi eftir aðgerðina stóru þá eru dagarnir misjafnlega strembnir. Alagið er mikið, kramparnir eru enn reglulegir og breytingar hafa verið gerðar á lyfjasamsetning- unni. Oskar og Aslaug segja það í raun ekki óeðlilegt að kramparnir séu enn að koma. “Við vissum það fyrirfram að það væri ekki víst hvort að aðgerðin myndi hjálpa til við að minnka krampana en þó gæti það tekið nokkra mánuði að koma í ljós. I janúar mun svo taka við lyfjameðferð vegna æxlisins sem mun taka u.þ.b. 60 vikur. Þessi meðferð er í raun mjög væg og mun Þuríður geta verið í leik- skóla á meðan á henni stendur en þó bara brot úr degi. Eitthvað mun ónæmiskerfið hennar þó veikjast á meðan á meðferðinni stendur og hún gæti misst hárið. Æxlið ætti þó að minnka eitthvað á þeim tíma. Allt gæti þetta hjálp- að til við að minnka krampana en þó er ekkert öruggt í þeim efnum. Það er mikið af óvissuþáttum til staðar en við erum þó nokkuð sátt við stöðuna. Það er verið að gera það sem hægt er að gera til að hjálpa og þó það sé óvíst hvaða oÍMI 431 2607 # . -1 KALMANSVÖLLUM 11 Q AKRANESIv ' Það vorti fagnaðarfundir á flugvellinum þegar systumar hittust eftir heimkomu Þuríðar Ömufrá Boston. gagn það gerir þá er það þó betra heldur en að sitja bara og bíða eft- ir engu. Þuríður er mikil hetja og það er í raun alveg ótrúlegt hvað hún getur verið kát þrátt fyrir að hún sé greinilega slöpp,” segja foreldrar Þuríðar Ornu. “Við viljum senda öllum sem hafa stutt okkur bestu kveðjur með þakklæti fyrir alla hjálpina. Stuðningurinn hefur verið okkur ómetanlegur. Einnig viljum við þakka starfsfólki Skessuhorns fyr- ir að fá að segja okkar sögu.” BG www.skessuhorn.is ■ Óskum Vestlendingum gleðilegrajóla ogfarsældar á nýju ári Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða ‘VerkaCýðsféCagi Rlfaness Óskum félögum sem og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og á komandi VerkgCýðsféíag Cðkraness
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.