Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Qupperneq 47

Skessuhorn - 20.12.2005, Qupperneq 47
 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 47 Reykjavík að ég myndi mála meira og ég hreinlega bara verð að standa við það.” Hreyfingin nauðsynleg Eitt af helstu áhugamálum Ellýj- ar er líkamsræktin. Hún hefur ver- ið með leikfimikennslu á Akranesi og er núna með slökkvilið bæjarins í tímum hjá sér. Hún segir ekki hægt að sleppa einhverju eins góðu og hreyfingu því þegar maður byrji sé erfitt að hætta. “Þegar maður kynnist einhverju svona góðu er erfitt að leita aftur í það slæma.” Hún uppgötvaði líkamsræktina af tilviljun. “Eg fór einn daginn með vinkonu minni í eróbikk í World Class þegar stöðin var nýopnuð. Þessari vinkonu minni fannst hún vera eitthvað illa á sig komin lík- amlega og of þung en ég hélt að ég þyrfti ekkert á svona að halda. Svo í tímanum þá bara gat ég ekki neitt og fékk algjört áfall. Eg var greini- lega í mjög slæmu líkamlegu formi. Eftir það mætti ég alltaf í World Class þrisvar í viku. Eg þurftd að tala harkalega við sjálfa mig í hvert einasta skipti því ég fann alltaf upp einhverja afsökun til að sleppa því. Eg átti ekki bíl og þetta tók mig fleiri klukkutíma, en ég fór í hvert einasta skipti. Eg var undir vendarvæng hjá Birni í World Class, en ég lærði rosalega mikið þar og á honum mikið að þakka.” Ellý er mikill stuðnings- maður íþrótta og líkamsræktar. “Ég er hætt að drekka og reykja, ég meina - eitthvað verður maður að gera! Nei, ég er nú bara að segja svona. Eg styð íþróttir af fullum hug. Eg held að hreyfing sé eitt það nauðsynlegasta í lífinu og vil meina að þunglyndið hér á landi sé sprottið af einhverjum hluta af hreyfingarleysi. Fyrir krakkana eru íþróttir og líkamsrækt líka annað skemmtilegt hobbí án vímuefna.” Skreytir blómin líka Þegar Ellý er spurð að því hvort hún sé mikið jólabarn þá svarar hún því til að henni finnist frábært að skreyta fyrir jólin, það sé eitt það skemmtilegasta við hátíðina. I Hvíta húsinu eru ótal jólaskreyt- ingar á borðunum og í hillum eftir hana. “Eg er mikill safnari og ef ég kemst yfir eitthvað sem mér finnst fallegt, til dæmis efni eða hlut þá geymi ég það. Eg gekk í gegnum tímabil einu sinni þar sem ég safh- aði fallegum efnum þó ég ætti ekki saumavél. Mikið úr þessum skreyt- ingum til dæmis er úr hlutum sem eru komnir úr öllum áttum og eru ekkert endilega jólaskraut.” A leiðinni heim til Ellýjar er hún dugleg að benda á allar jólaskreyt- ingarnar á húsunum á Vesturgöt- unni og greinilegt að henni finnst mikið til þeirra koma. “Það er svo mikið skreytt hérna, mér finnst það vera meira en fyrir síðustu jól. Þetta er rosalega flott þegar það er komið myrkur því þá er þetta eins og jólabær með öllum jólaljósun- um.” Húsið hennar, sem hún á al- gjörlega heiðurinn af að utan sem innan, er einstaklega smekklegt og glæsilegt. Gólfin eru dökkleit, enda flotuð með steypu, og innbú- ið er að mestu leyti hvítt og svart. Það er greinilegt að Ellý finnst mikilvægt að hafa fallegt í kringum sig. “Jólatréð mitt í ár verður skreytt með glerperlum og perlu- festum, glærum kúlum og vírkúl- um. Svo er um að gera að skreyta ekki bara jólatréð heldur blómin líka.” Ellý segist aðeins fara efiir eigin smekk og hugarflugi þegar hún byrjar að skreyta. “Eg kaupi nú bara svona ódýrt skraut í Blómavali og svoleiðis búðum og er dugleg við að gera það sem mér dettur í hug við það, taka það í sundur og setja það saman við ann- að og blanda saman. Maður þarf ekkert að hafa þetta alveg eins og það kemur úr búðinni. Svo er alveg svaka gaman að pakka inn gjöfun- um, það fer mjög mikill tími í það hjá mér, örugglega alltof mikill. Eg er rosalega metnaðarfull þegar kemur að jólapökkunum..” Það er greinilegt að Ellý er stolt af húsinu sínu enda hlýtur það að teljast sér- stakt að kona ráðist í þetta verk, sérstaklega ef hún er ein. “Já, ég smíðaði, setti einangrun, klæddi það og gerði upp öll húsgögnin. Við stelpurnar erum aldar upp við það að við eigum að ná okkur í mann og gifta okkur vel. Eg vil bara vera ein og búa ein og vera sjálfstæð. Allavega núna,” segir hún og hlær. “Það er aldrei að vita hvort það komi svo annað hljóð í mann seinna.” GG Þessi mynd af Ellý var tekin á sl. ári þegar hún vann við hellulögn utan við Hvíta húsið. Hér var ekki slegið af. Öskum Vestlendingum. öllum gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári Verzlunarmannafélag Reykjavíkur \§§p Sendum oltkar bestu inla- pg nýárskvedjur með hjartanlegu þakklœti jyrir ómetanlegan stuðning á árinu sem er að líða. s •• Oskar Orn, Aslaug Osk, ÞurídurArna og Oddný Erla / (%Áum (l{''Sf/e/ic///Ujf({/?f &em (Hj /asic/s/riö/mum/ ö/Áuu^ (j/eðt/ejjrajó/u ajjjýur&œ/c/ar á njjju/ ár/ v ftö//u/)i oúhÁ’/fí/út á örúiu se/u e/< ací/úfa V J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.