Skessuhorn - 20.12.2005, Qupperneq 54
54
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
Sveitastrákur með gott og kristilegt uppeldi
Rætt við nýjan sóknarprest í Olafsvík, Sr. Magnús Magnússon
Síðastliðinn sunnudag var
Magnús Magnússon settur inn í
embætti sóknarprests í Olafsvík
af prófastinum yfir Snæfellsnesi
o^-'Dölum sr. Gunnari Eiríki
Haukssyni sóknarpresti í Stykk-
ishólmi. Sr. Magnús tekur við
embættinu af Sr. Oskari Haf-
steini Oskarssyni sem sinnir nú
prestskap á Akureyri. Blaðamað-
ur Skessuhoms tók hús á nýjum
sóknarpresti í Olafsvík og ræddi
við hann um fortíðina og fram-
tíðina og ekki síst um trúna sem
er hans starfsvettvangur í dag.
“Eg er fæddur og uppalinn á
Staðarbakka í Miðfirði sem er
kirkjujörð og var reyndar prestsset-
ur til ársins 1907 þegar afi minn
kjypti jörðina. Næsta kirkja er á
Melstað sem er ekki nema í þriggja
kílómetra fjarlægð en það er hvergi
styttra milli kirkna í sveit á Islandi
þó sumsstaðar séu kirkjur þéttari á á
höfuðborgarsvæðinu í dag,” segir
Magnús.
Aðspurður hvort þessi kirkju-
fjöldi hafi vakið áhuga hans á
prestembættinu segir Magnús að
það hafi kannski haft einhver áhrif.
“Uppeldið hefur þó sennilega haft
meira að segja. Pabbi var mjög
kirkjurækinn og var í kirkjukórnum
og sóknarnefhdinni og lengi með-
hjálpari. Mamma var líka mjög trú-
E|Ján þótt hún hafi kannski ekki
verið mjög kirkjurækin en hún
hafði mikil trúarleg áhrif á mig.
Hún lét mig lesa í rimingunni og
biðja bænir. Það má vera að ég hafi
einhverntíman ætlað að verða
bóndi en Gísli bróðir tók þann
kaleik og tók við búinu heima á
Staðarbakka. A menntaskólaánm-
um pældi ég náttúrulega líka í
ýmsu, meðal annars stjórnmála-
ffæði, íslensku og sagnfræði en á
fjórða árinu ákvað ég endanlega að
fj^í guðffæði með það að mark-
miði að verða presmr. Eins og ég
segi þá réði trúarlegt og kirkjulegt
uppeldi hvað mestu þar um en
einnig hafði það mikil áhrif að ég
rrþssti móður mína þegar ég var
sautján ára. Eg var reyndar ósátmr
við Guð á tímabili vegna þessa, eins
og oft gerist, en að lokum ákvað ég
að sættast við hann og gerast hans
þjónn,” segir Magnús.
Mikið framboð guð-
**■ fræðinga
Þótt ákvörðunin hafi legið fyrir
þá fór Magnús ekki beint í guðfræði
eftir menntaskóla heldur tók sér árs
leyfi frá námi til að byggja fjárhús á
Staðarbakka og aðstoða bróður sinn
við byggingu íbúðarhúss á Sauðár-
króki. Hann notaði líka tækifærið
taka meirapróf og segir þetta
allt hafa verið ágætan undirbúning
fyrir guðffæðiprófið eins og alla
aðra lífsreynslu. Þá segir hann það
hafa verið gott að alast upp í stórum
systkinahópi en hann á fimm bræð-
ur og tvær systur. “Þetta var nokk-
uð líflegt og við lékum handbolta í
kjallaranum og fótbolta úti á túni.”
I seinni tíð hefur guðfræði verið
nokkuð vinsælt fag í háskóla en
prestsembætti eru ekki mörg miðað
við framboð á störfum í öðmm
starfsstéttum. Því liggur beint við
að spyrja hvort samkeppnin sé ekki
hörð meðal guðffæðinga. “Jú, það
er óhætt að segja það. Markaðurinn
er orðinn mettaður í dag en um það
leyti sem ég var að útskrifast um
aldamótin vom margir að hætta
vegna aldurs en síðan hefur verið
lítil hreyfing. Það útskrifast á hverju
ári um 5-10 guðffæðingar með
embættispróf en það losna ekki
nema eitt til tvö prestsembætti á ári
þannig að það má segja að prests-
efnin hlaðist upp. Þessvegna hafa
guðfræðingar þurft að finna sér
önnur störf en þannig vill til að
guðfræðin er mjög praktísk mennt-
un. Það er líka mjög gott að hafa
guðfræðinga í öðmm störfum eins
og til dæmis í kennslu og í félags-
málageiranum til að sá góðum ffæj-
um sem víðast í samfélaginu. Eg
stefndi hinsvegar alltaf á prests-
vígslu en hugsunin var sú að geta
meðal annars miðlað af þeirri lífs-
reynslu sem er að missa móður sína
ungur og að geta vonandi orðið
öðram til upplyftingar í gleði og
sorg og ég taldi mig hafa eitthvað til
þess að bera.”
Stærsta messan
Magnús sótti um þrjú embætti
eftir útskriff úr háskóla áður en
hann fékk veitingu fyrir Skaga-
strandarprestakalli. “Eg vígðist rétt
fyrir aldamótin, 20. nóvember
2000, og næ því að vera tveggja alda
klerkur. Ég var síðan settur inn í
embættið 3. desember en kveðju-
messan mín þar var 4. desember
síðastiðinn þannig að ég þjónaði á
Skagaströnd í slétt fimm ár. Mér
líkaði bærilega á Skagaströnd en
þar lagði ég mikla áherslu á barna-
og æskulýðsstarf og fékk góðar
undirtektir í því. Við vomm líka
með mikla fjölbreytni í helgihaldi,
héldum gospelmessur, hestamanna-
messur, fjölskyldumessur og fleira.
Eftirminnilegustu augnablikin em
sennilega gospelmessur á Kántrý-
hátíðunum þegar þær vom og hétu.
Ekki síst árið 2001 en það var sögu-
leg messa þar sem 9-10 þúsund
manns tóku þátt í guðsþjónustunni
og ég vil meina að þetta hafi verið
fjölmennasta messa þessarar aldar.
Það vakti mikil hughrif að vera á
sviði og sjá breiðuna yfir allt túnið
og niður á strönd. Þetta er eitthvað
sem lifir í minningunni um alla
framtíð.”
Fjölskylduvænna um-
hverfi
Aðspurður um ástæðu þess að
hann ákvað að yfirgefa Skagaströnd
og sækja um í Olafsvík segir Magn-
ús að það hafi verið vinnuumhverf-
ið sem réði mestu. “Hér era allt
öðravísi aðstæður en á Skaga-
strönd. Þetta prestakall er reyndar
ekki mikið stærra í sóknarbarna-
fjölda en hér er hinsvegar aðeins ein
sókn, ein sóknarnefnd sem hafa þarf
samskipti við, einn organisti og
einn kirkjukór. A Skagaströnd em
ert sammerkt með því sem ffam
kemur í þeirri ágætu bók. Eg á
heldur ekki von á að það breytist á
þann veg á næstunni, alla vega
verður ekki neglt fyrir glugga og
hurðir á kirkjunni, því get ég lofað.”
Nálægð sveitaprestsins
Meðfram námi starfaði Magnús í
Hjallakirkju í Kópavogi og hann
þekkir því einnig til kirkjuhalds í
þéttbýlinu. Hann tekur hinsvegar
hlutverk sveitaprestsins framyfir
þótt allt hafi sína kosti og galla.
“Hjá sveitaprestinum er nálægðin
við söfnuðinn miklu meiri. Maður
er alltaf presturinn hvort sem mað-
ur er í kirkjunni, úti í búð, að sækja
barnið á leikskólann, í réttunum
ég skynjaði að hér er mjög jákvætt
andrúmsloft. Viðtökurnar hafa líka
verið mjög góðar. Þegar við fluttum
kom fjöldi manns til að hjálpa okk-
ur að bera inn og á stofugólfinu
beið gjafakarfa frá kórnum og síðan
var okkur boðið í mat um kvöldið.
Eg get ekki beðið um það betra.”
Aðspurður um hvort Olsarar
megi búast við byltingu í kirkju-
starfi segir Magnús að það sé ekki á
döfinni. “Eg vil halda í allt það góða
sem hér er fyrir og góðar hefðir
sem fólk er sátt við. Auðvitað fylgja
einhverjar nýjar áherslur nýjum
mönnum og eitthvað mun ég taka
með mér eins og gospelmessur og
poppmessur sem ég held reyndar að
sé engin nýjung hér. Eg hef líka á-
huga á að koma á tíu til tólf ára
starfi hér í kirkjunni, TTT eins og
það er kallað en það hefur ekki
tíðkast hér hingað til. Þá reikna ég
með að halda áffarn með knatt-
spyrnumessurnar enda hef ég síst á
móti fótbolta. Eg spilaði með Kor-
máki á Hvammstanga og síðustu ár
hef ég verið í innanhússbolta á
Skagaströnd. Það togar líka í mann
að taka fram skóna á ný hér í þess-
um fótboltabæ fyrst maður er kom-
inn á fyrstu deildar svæði.”
Fjölbreytt kirkjustarf
Aðspurður um hvort trúarlíf Is-
lendinga sé á undanhaldi segir
Magnús að rannsóknir sýni að mik-
ill meirihluti þjóðarinnar biðji bæn-
ir að staðaldri. “Islendingar tala
kannski ekki hátt um sitt bæna- eða
trúarlíf. Það em samt býsna margir
sem koma að kirkju- og safnaðar-
starfi með einum eða öðmm hætti.
Trúarlíf snýst ekki bara um að mæta
í kirkju á sunnudögum. Það má
nefha mömmumorgna í kirkjunni,
fermingarfræðslu, öldmnarstarf og
margt, margt fleira. Það em mjög
margir sem eiga einhver samskipti
við kirkjuna í hverri viku og á
hverju ári. Mér hefur einmitt fund-
ist þátttaka fólks í safnaðarstarfi í
sinni fjölbreyttustu mynd vera frek-
ar vaxandi. Fólk tekur fagnandi
þeirri auknu fjölbreytni sem kirkjan
býður upp á þótt fólkið sýni sig ekki
allt í messum. Kirkjan er í vaxandi
mæli að mæta þörfum fólks og það
er tvímælalaust að skila sér til
baka.”
Um byggð og ból
Að lokum berst talið að jólunum
en margir vilja meina að jólahald Is-
lendinga sé komið langt frá upp-
runanum. “Eg hvet að sjálfsögðu
fólk til að gæta hófsemi í jólagjafa-
kaupum og skreytingum og slíku
því að menn em að setja sér einhver
háleit markmið um að þeir þurfi að
gera þetta og hitt til að jólin geti
komið. Jólin em ekki í hlutum,
skreytingum eða gjöfum. Við þurf-
um að muna hverju við emm að
fagna. Eg tel mig hafa sett svarið
við þeirri spurningu ffarn í jóla-
sálmi sem ég samdi fyrir jólin 2003:
Um byggð og ból, fremst fognum jól
Að frelasarann Jesií Krist María ól.
Svo lífog ljós,finni mennsk rós
A lífsgöngu sinn og við œfmnar ós.
Og það er við hæfi að þetta séu
síðustu orðin í þessu spjalli við nýj-
an prest Olafsvíkurkirkju.
GE
sex sóknir með jafn mörgum sókn-
arnefndum, tveir kirkjukórar og eða hvar sem er- A höfiiðborgar-
tveir organistar. Þar er fermingar- svæðlnu geta menn hmsvegar unn-
fræðsla og barnastarf á nokkmm lð Þetta 9 “ 5 ef menn vll)a lnnan
stöðum og öll þjónusta margföld kirkjubyggingannnar. Þeir búa
þannig að maður er að keyra sama kannski 1 öðra hverfi en kirk)an er í
prógrammið á mörgum stöðum ef °S menn Þekk)a Þá ekki endilega úti
svo má segja. Hér er hinsvegar allt á 1 búð' Utl á landl kemstn ekki UPP
einum stað þannig að þetta er mun með annað en að vera 1 Prestshlut-
heppilegra umhverfi fýrir ungan verkinu. Það veitir vissulega aðhald
mann með þrjú ung börn ef maður en Það á svosem ekki að Þurfa Því
ætlar að vera með þeim í uppeldinu. fyrst °S síðast á maður að vera sem
Fyrir norðan var ég út og suður og k™ mannesk)a f öllum samskiPr-
útkeyrður í tvöfaldri merkingu þar um við annað fólL ES ^reyttist
sem langt er að fara á miíli kirkna.” ekkert við að víS)ast sem Prestur’ éS
Magnús segir það líka hafa skipt varð áfram sveltastrákur með Sott
máli að hann vissi nokkuð að hverju uPPeldl' Mér var f æsku kennt að
hann gekk í Ólafsvík. “Hér var góð- vera Sóður vlð aðra °S held áfram
ur prestur og ég vissi vel af því enda að mlðla þeim S1 um sem ptestur.
emm við Óskar Hafsteinn útskrift- Hempan sem shk breytir manni
arbræður og ég hef fylgst með hon- ekki eða ^genr mann eitthvað
um hér fýrir vestan og vissi að hann rnerkl eSrl'
væri að vinna gott starf. Eg vissi líka
að hér hafði verið vel að málum GÓðar móttökur
staðið af hálfu sóknarnefndar og Magnús er sem fýrr segir nýkom-
annarra sem koma að kirkjustarfinu inn til Olafsvíkur en hann og kona
þannig að ég geng inn í gött safnað- hans Berglind Guðmundsdóttir,
arstarf þar sem vinnuumhverfið er tanntæknir og höfuðbeina- og
gott og ég fæ í hendurnar góðan spjaldhryggsfræðingur em að koma
kyndil til að bera áffam.”. sér fýrir ásamt börnunum þremur í
Lýsing Magnúsar á safhaðarstarfi glæsilegum prestsbústaðnum í
í Ólafsvík passar illa við það hvern- Ólafsvík. “Þetta er gott hús hér og
ig kristnihaldi undir jökli er lýst í eins og ég sagði lýst mér vel á allar
samnefndri sögu Halldórs Laxness. aðstæður. Eg er búinn að funda
“Kristinhald undir Jökli í ’dág á ekk- rrieð sóknarnefnd og starfsfólki og