Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Síða 60

Skessuhorn - 20.12.2005, Síða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 Herra nærfatnaöur og náttbuxur í úrvali Ný brók fyrirjólin Passar í skóinn Jlbs Friðarganga á Þorláksmessu Meðlimir í Endurhæfingarsmiðj- unni Glóð efna til Friðargöngu á Þorláksmessu á Akranesi, en ganga af þessu tagi er árlegur viðburður í Reykjavík og á Akureyri. Aætlað er að gangan hefjist við Ráhúsið, Still- holti 18, klukkan 18:00 þann 23. desember. Gengið verður í kyrrð og ró sem leið liggur á Akratorg þar sem séra Eðvarð Ingólfsson ávarpar göngufólk stuttlega, Kirkjukór Akraness flytur fáein lög og sömu- leiðis meðlimir í skóalhljómsveit Akraness. Hugmyndin að göngunni kvikn- aði þegar fyrirlesari sem er með- limur í Friðardúfunum, alþjóðlegri friðarhreyfingu kvenna og aðila að Menningar- og friðarsamtökum ís- lands sem skipuleggur gönguna í Reykjavík, flutti stutt erindi í heim- sókn hjá smiðjunni. Það var sam- dóma álit þeirra sem þátt tóku í umræðum á effir að friðargangan væri þarft innleg í jólaundirbúning Akurnesinga. Við vorum öll sam- mála um að þar sem mikil áhersla er lögð á frumkvæði, virkni, innri ffið og sátt við lífið í endurhæfing- arsmiðjunni fælist rökrétt framhald í því að við tækjum að okkur að skipuleggja göngu á Akranesi, enda teljum við að friður í hjarta hvers manns sé forsenda friðar í víðara samhengi. Með þessu framtaki von- umst við einnig til þess að vekja fólk til vitundar um það að mikil- væg skref í friðarátt eru stigin í brjóstum þeirra manna og kvenna sem taka afstöðu gegn hverskyns ofbeldi og óréttlæti og sýna það í verki. Friðarganga á Þorláksmessu er kjörinn vettvangur til þess, um leið og það er ákaflega viðeigandi að sýna þennan friðarvilja í verki í tengslum við þá friðarhátíð sem jól- in eru. Með kveðju og von um að sjá sem flesta. Fyrir h 'ónd Glóðar, Anna Lára Steindal. Glitský ✓ a Hvann- eyri Jólalegt er orðið um að litast á Hvanneyri þessa dagana og jóla- ljós víða komin upp. Það var því falleg sjón sem blasti við Hvann- eyringum þegar glitský var á himni heilan morgun og skartaði sínu fegursta fyrir ofan þorpið í stíl við jólaljósin. Margir Hvann- eyringar náðu að sjá skýið þar sem tölvupóstur var sendur út á nemendur og starfsmenn og flykktust menn út til að dást að því. Axel Kárason nemandi tók þessa mynd þar sem glitskýið tindrar fyrir ofan Skessuhornið og hús Isgeirs fjósameistara sem komið er í jólabúninginn. Glitský eru mjög litskrúðug og falleg ský sem myndast þegar óvenju kalt er hátt uppi í heiðhvolfinu. Stund- um eru glitský einnig nefnd Perlumóðurský vegna þess að litadýrðin líkist oft hvítu lagi sem sjá má innan í sumum skeljum. Þau sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu eins og átti við í þessu tilfelli. Aðstæður fyrir glitský voru ó- venjuhagstæðar þennan daginn og sáust þau víða um land. GuSrún Bjamadóttir/ Ljósmynd: Axel Kárason Góðir tónleikar í Borgameskirkju Fjölmenni var í Borgarneskirkju sl. þriðjudagskvöld þegar haldnir voru jólatónleikar með þeim systk- inum Ellen Kristjánsdóttur og Kristjáni Kristjánsyni sem í daglegu tali gegna nafninu Ellen og KK. Flutm þau gullfalleg jólalög af ný- útkomnum jóladiski sínum og var virkilega góð stemning á tónleikun- um sem einkenndust af fallegum og rólegum jólatónum. Fyrir utan ein- staklega fallegan söng vakti undir- spil Kristjáns á gítarinn athygli en hann fór hreinlega á kosmm í ffá- bærum undirleik sínum. IJ

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.