Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 1
un hatrið sigra í kvöld? Eurovision- ðdáandinn Díana Omel. Skjöldur og urovision. Stigatafla fylgir blaðinu. EUROVISION EUROVISION 1 14 15 16 17 SerhSay N Flytjandi M Ísrael Kobi Marimi Hom e S T IG A T A F L A 2 0 1 9 1 3 KateBetter S at a Na Na ín stig I : Þ R I Ð Flytjendur - 01 Kýpur TamtaReplay 02 Tékkland Lake Malawi Friend of a Friend 07 Ungverjaland Joci Pápai Az én apám 08 H víta-Rússland ZENALike It 09 Serbía Nevena Božovic Kruna 10 Belgía EliotW ake Up 11 G eorgía Oto Nemsadze Keep on Going 2 Ástralía Kate Miller-Heidke Zero Gravity Ísland HatariHatrið m un sigra Eistland Victor Crone Storm Portúgal Conan Osiris Telem óveis G rikkland rine DuskaLove an M arínó L A U G A Sam kvæ m t reglum Eurovision er hæ gt að gefa 1-8, 10 og 12 stig. Aðeins er því hæ gt að gefa tíu bestu lögunum stig. Hér getur þú fært inn stigin í forkeppnin nefndir þjóðanna gefa þau upp. Þú getur l eigin stigagjöf og borið svo saman við úrslit . M Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  112. tölublað  107. árgangur  • Sex 30 milljóna króna vinningar á tvöfaldan miða eða 15 milljónir króna á einfaldan miða • Drögum út meira en 51 þúsund vinninga á árinu Vinningar í hverri viku - Happdrætti DAS Dregið í dag Vikulegir útdrættir Fanney Davíðsdóttir er skynsöm og spila r í Ha ppd ræt ti D AS Kauptu miða á das.is eða í síma 561 77 57 Nýtt happdrættisár hefst í maí  Alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa í auknum mæli flutt fram- leiðslu sína til Eþíópíu þar sem vinnuaflið er enn ódýrara en áður hefur þekkst. Þar nema mánaðar- laun í framleiðslunni tæplega 3.200 íslenskum krónum á mánuði sam- kvæmt nýrri skýrslu. Meðal þeirra sem framleiða vörur þar í landi eru Calvin Klein, Tommy Hilfiger og H&M. „Við höfum ekkert að fela þegar kemur að framleiðslunni okkar,“ segir meðal annars í skriflegu svari H&M til Morgunblaðsins, sem fjallar um málið í dag. »14 Morgunblaðið/Ófeigur H&M Verslunarkeðjan svarar fyrir fram- leiðsluna í Eþíópíu í blaðinu í dag. Enn ódýrara vinnu- afl en áður þekktist  Kennsla hefst á ný í Seljaskóla í dag eftir bruna í einni byggingu skólans aðfaranótt sunnudags. Skólahald verður í Seljakirkju, að- stöðu ÍR og í félagsmiðstöðvum í hverfinu næstu vikurnar. Bruninn í Seljaskóla er þriðja áfallið sem ríður yfir í skólastarfi í borginni í vor. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, segir að ekki sé til samræmd viðbragðsáætlun fyrir skóla borgarinnar. „Þessi áföll eru af mjög mismunandi toga. Þess vegna er ekki til einhver ein áætlun eða lausn sem grípur allt.“ »6 Ekki til samræmd viðbragðsáætlun  Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu munu á næstunni taka fyr- ir hvort þau muni fylgja í fótspor Reykjavíkurborgar og samþykkja fjárútlát til undirbúnings útboðs fyrsta hluta borgarlínu. Í umfjöllun um málið í Morgun- blaðinu í dag kemur fram að Sel- tjarnarnesbær sker sig frá öðrum þar sem verkefnið er ekki á fjár- hagsáætlun sem nær til 2022. »4 Seltjarnarnes sker sig úr um borgarlínu Eitt heitasta deilumál á yfirstandandi Alþingi, frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunar- rof, var samþykkt sem lög um kvöldmatar- leytið í gærkvöldi. Lögin heimila að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku þungunar. 40 þingmenn studdu frum- varpið, 18 voru á móti og 3 greiddu ekki at- kvæði. Margir þingmenn gerðu grein fyrir at- kvæði sínu. Þingpallar voru þéttskipaðir meðan atkvæði voru greidd og heyrðust mikil fagnaðarlæti þegar frumvarpið hafði verið samþykkt. »2 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frumvarp um þungunarrof til loka 22. viku samþykkt Óvissa ríkir um þátttöku Seltjarnar- nesbæjar í fyrirhugaðri borgarlínu sem er samstarfsverkefni sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg hefur þegar sam- þykkt fjárútlát til verkefnisins og búist er við því að Garðabær, Hafn- arfjörður og Kópavogur geri það innan skamms, en það veltur þó á já- kvæðri afstöðu ríkisins til þátttöku. Málið verður tekið fyrir í bæjar- ráði Seltjarnarness 23. maí. Ásgerð- ur Halldórsdóttir bæjarstjóri býst við því að skoðanir verði skiptar um þátttöku í verkefninu. Í bókun meiri- hlutans á síðasta ári kom fram að hann vildi leggja megináherslu á frekari eflingu Strætó og taldi hug- myndir um borgarlínu hæpnar, ekki síst forsendur um heildarkostnað, áætlaða nýtingu og rekstrarkostnað. Ásgerður segir að ekki sé gert ráð fyrir neinum fjárveitingum til borg- arlínu í fjárhagsáætlun bæjarins fyr- ir árið 2019 og borgarlínu sé heldur ekki getið í þriggja ára áætlun bæj- arins 2020 til 2022. Hún segir að for- sendur verkefnisins séu að ríkið komi að verulegum hluta að fram- kvæmdinni. »4 Taka afstöðu til borgarlínu  Afstaða ríkisins getur ráðið úrslitum  Óvissa um þátttöku Seltirninga í verkefninu  Hafa frekar viljað efla Strætó Borgarlína Ein margra hugmynda. Seyðisfjörður hefur sett ferðamönn- um skemmtiferðaskipa sem koma til bæjarins leiðbeinandi reglur. Í þeim eru ferðamenn m.a. beðnir um að mynda ekki börn að leik án sam- þykkis frá foreldrum. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæj- arstjóri Seyðisfjarðar, segir í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin hafi kviknað fyrir um tveimur árum. Pirringur hafi verið meðal bæjarbúa yfir til dæmis ferðamönnum sem voru að taka myndir inn um gluggana hjá fólki. Reglunum verður dreift rafrænt með aðstoð AECO, samtaka leið- söguskipafyrirtækja, til skipa sem koma til hafnar á Seyðisfirði en áætl- að er að um 70 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar. »2 Seyðisfjörður setur ferðamönnum reglur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.