Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019  Orri Freyr Gíslason, fyrirliði hand- knattleiksliðs Vals, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en þetta var til- kynnt á Facebook-síðu Vals í gær. Orri verður 31 árs í þessum mánuði en hann hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu um árabil og var valinn íþrótta- maður Vals fyrir árið 2017.  KR hefur fengið knattspyrnukonuna Ásdísi Karenu Halldórsdóttur lánaða frá Val. Ásdís, sem er tvítug, lék með KR til 2017 en skoraði fjögur mörk í 12 leikjum með Val á Íslandsmótinu í fyrra. Hún hefur ekki komið við sögu hjá Hlíðarendaliðinu í vor og var á bekknum gegn KR í síðustu umferð.  Króatíski körfuboltamaðurinn Mar- io Matasovic leikur áfram með Njarð- víkingum næsta vetur en hann hefur framlengt samning sinn til vorsins 2020. Mario er 26 ára gamall fram- herji sem var í stóru hlutverki hjá Njarðvíkurliðinu í vetur. Hann kom þangað úr bandarískum háskóla, eftir að hafa farið í nýliðaval NBA 2018.  Knattspyrnumaðurinn Elís Rafn Björnsson hefur verið lánaður til Fjölnis frá Stjörnunni. Elís skipti yfir til Stjörnunnar frá Fylki fyrir tímabilið og gerði tveggja ára samning við Garða- bæjarliðið en hefur ekki komið við sögu í fyrstu þremur leikjum liðsins í deildinni.  Þróttarar í Reykjavík hafa fengið knattspyrnumanninn Dag Austmann Hilmarsson til liðs við sig frá ÍBV og samið við hann út þetta tímabil. Dagur er tvítugur miðju- eða varnarmaður og lék 14 leiki með ÍBV í úrvalsdeildinni í fyrra en missti af lokasprettinum vegna meiðsla. Eitt ogannað MAN. CITY Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta er erfiðasti titill sem ég hef unnið á ferlinum. Sá langerfiðasti,“ sagði Pep Guardiola til að undirstrika hve lítið mátti út af bera þegar Man- chester City varð Englandsmeistari á sunnudaginn. Liðið þurfti að ljúka tímabilinu með 14 sigurleikjum í röð til að vinna einvígið við Liverpool sem náði þriðja mesta stigafjölda í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu. Heil 97 stig duga ekki þegar við stórkostlegt lið Manchester City, með meistara Pep Guardiola í brúnni, er að eiga. Aðeins City, á síðustu tveimur ár- um, hefur gert betur en Liverpool nú hvað stigafjölda varðar. City-menn fengu 98 stig í ár en 100 þegar þeir unnu titilinn í fyrra. Það gerir 198 stig af 228 mögulegum á síðustu tveimur leiktíðum, eða 87% árangur. Þessi ævintýralega vegferð, sem kannski má segja að hafi hafist með ferð til Íslands og leik við West Ham á Laugardalsvelli 2017, verður seint toppuð en eitt er þó ljóst; bláa liðið í Manchesterborg ætlar ekki að láta staðar numið núna. Enska þrennan í sigtinu „Það er svo ávanabindandi að vinna titla og nú er auðvitað bikarúr- slitaleikurinn næstur á dagskrá eftir nokkra daga,“ sagði Guardiola, en vinni City lið Watford á Wembley á laugardaginn verða City-menn fyrst- ir allra til að vinna ensku þrennuna á sama tímabili; deildina, bikarinn og deildabikarinn. „Eftir bikarúrslitaleikinn munum við undirbúa okkur vel og taka réttar ákvarðanir fyrir næstu leiktíð, til að koma enn sterkari til leiks, því ég held að Liverpool haldi áfram á sömu braut og hin liðin verði betri. Ég held að [Manchester] United hljóti að taka við sér á ný, Chelsea verður betra eft- ir að hafa haft [Maurizio] Sarri í eitt ár, við erum búin að sjá Tottenham komast í úrslit Meistaradeildarinnar, og Arsenal, þegar liðið hefur gert það sem það þarf að gera, verður í barátt- unni líka. Við vitum þetta, tökum áskoruninni og ég lofa ykkur því að við snúum aftur í haust með að ég tel enn sterkara lið,“ sagði Guardiola. Ein viðbót frá síðustu leiktíð Þessi 48 ára gamli Spánverji hefur hreinlega velt sér upp úr gulli sem þjálfari síðasta áratuginn, eins og hann gerði reyndar að miklu leyti sem leikmaður. Frá og með árinu 2009 hefur hann fagnað landsmeist- aratitli í 8 af 10 mögulegum skiptum (hann tók sér frí frá þjálfun 2012- 2013) auk fjölda annarra titla, en ekki bara það heldur búið til sögulega góð knattspyrnulið. Hann hefur auðvitað haft úr frábærum leikmönnum að velja, hvort sem er hjá Barcelona, Bayern eða City, og peningar eru ekki vandamál, en það þarf að kunna að nýta leikmennina og peningana með réttum hætti. Það hefur Guardiola gert og síð- asta sumar var hann með í höndunum hóp sem hann sá ekki ástæðu til að breyta nema að litlu leyti. City varði þá minna fé í leikmenn en átta félög í ensku úrvalsdeildinni. Eina verulega viðbótin fólst í kaupum á Riyad Mahrez sem reyndist liðinu vel á sinni fyrstu leiktíð, og færði bros yfir andlit manna með hinu fallega þriðja marki gegn Brighton á sunnudag sem endanlega staðfesti að titillinn yrði áfram í eigu City. Og nú vill Gu- ardiola vinna meistaratitil þriðja árið í röð á næstu leiktíð, eins og honum tókst með Barcelona og Bayern. Ef- laust vill hann einnig bæta við sigri í Meistaradeild Evrópu, sem Guardi- ola vann tvisvar með Barcelona, en þá keppni hefur City aldrei unnið. Erum ekki einstakir „Þegar maður vinnur titil þá skilur maður betur hvað það er erfitt að vinna bara einn titil. Liverpool hefur ekki unnið einn einasta síðustu ár. Manchester United og Liverpool eru stærstu félögin á Englandi. Stærstu mistökin sem hægt er að gera, og þau munu ekki gerast hjá mér, er að halda að við séum eitthvað einstakir þó að við vinnum 4-5 titla á tveimur árum. Það getur alveg gerst að mað- ur vinni svo ekki neitt næstu 4-5 árin. Þess vegna vil ég að stuðningsmenn- irnir og allir hjá félaginu njóti augna- bliksins því þetta er svo flókið,“ sagði Guardiola. Með hann við stjórnvölinn sér ekki fyrir endann á gullskeiði City. City getur stillt upp stórkostlegu liði 25 ára og yngri og mikilvægir leikmenn eins og Kevin De Bruyne og Kyle Walker eru á besta aldri. Raheem Sterling (24 ára) var af blaðamönnum valinn besti leikmaður tímabilsins og á sama tíma valinn besti ungi leik- maðurinn af samtökum leikmann- anna sjálfra. Leroy Sané (23) fékk seinni verðlaunin einmitt fyrir ári. Ederson (25) og Bernardo Silva (24) áttu báðir frábært tímabil, og yngri leikmenn eins og úkraínski vinstri bakvörðurinn Oleksandr Zinchenko (22) og enski miðjumaðurinn Phil Foden, aðeins 18 ára, fengu heilmörg tækifæri til að sýna sig og sanna í vet- ur og nýttu þau vel. Miðverðirnir Aymeric Laporte og John Stones eru 24 ára, og svona mætti áfram telja. Eldri en eiga nóg eftir Menn á borð við Fernandinho, David Silva og fyrirliðann Vincent Kompany eru vissulega teknir að eld- ast, og raunar er óvíst hvað verður hjá Kompany en samningur hans á að renna út nú í sumar. Silva er orð- inn 33 ára og Fernandinho 34, og Sergio Agüero verður bráðum 31 árs. Miðað við spilamennsku þessara þriggja í vetur eiga þeir hins vegar nóg eftir. Guardiola er sjálfsagt löngu búinn að ákveða hvernig hann vill að hópurinn sinn komi til með að líta út á næstu leiktíð og varla líklegt að hann geri miklar breytingar frek- ar en í fyrra. 0 100 200 300 Frá kaupum sjeiksins Mansour frá Abu Dhabi árið 2008 Keppnir á Englandi Leikmannakaup Í milljónum punda (áætlað) Meistaradeild Evrópu frá 2008-09 Úrvalsdeildin 2018-19 Markatala Markahæstur í liðinu Sergio Aguero (ARG) 21 mark Úrslit Manchester City Heimildir: Premier League, Transfermarkt, UEFA 2008 -09 285,8 141,6 2018 -19 2008 -09 2018 -19 2013 -14 2008 -09 2018 -19 Meistarar Úrslitaleikur Undanúrslit 8-liða úrslit 16-liða úrslit Riðlakeppni Ekki með Úrvalsdeildin Bikarkeppnin Deildabikarinn 69,4 sigrar jafnt töp 32 42 95 +7223 + – Óstöðvandi eftir Íslandsför  Man. City hefur fengið 198 stig af 228 mögulegum á síðustu tveimur árum  Guardiola ánetjaðist titlum snemma  Leikmannahópur á fjölmörg ár eftir AFP Meistarar Pep Guardiola var tolleraður af leikmönnum venju samkvæmt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.