Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 40
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is AXIS framleiðir eldhúsinnréttingar í miklu úrvali Val er um mismunandi útlit, viðartegundir og fleira. Viðskiptavinum stendur til boða aðstoð hönnuða AXIS, við að teikna upp og útfæra innréttingar og skápa. Hjá AXIS er veitt ráðgjöf um val á innréttingum en sjá má nokkurn hluta úrvalsins í glæsilegum sýningarsal AXIS, Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Vandaðar íslenskar innréttingar Hljómsveitin Morpholith fór með sigur af hólmi í þungarokks- hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle sem haldin var á laug- ardaginn á tónleikastaðnum Húrra. Sex hljómsveitir léku þar til úrslita. Morpholith mun því koma fram á umfangsmestu þungarokkshátíð heims, Wacken Open Air, í Þýska- landi í byrjun ágúst og etja þar kappi við 29 hljómsveitir. Morpholith sigraði í Wacken Metal Battle ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 134. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Selfoss vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu þeg- ar liðið lagði HK/Víking með einu marki gegn engu í Kórnum í Kópa- vogi. Nýliðar Fylkis kræktu í þrjú stig með góðum sigri á KR, 2:1. Íslands- meistarar Breiðabliks halda sínu striki. Þeir unnu öruggan sigur á ný- liðum Keflavíkur, 3:0, á útivelli. »34 Selfoss vann sinn fyrsta leik í sumar ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Manchester City varð enskur meistari í knattspyrnu annað árið í röð á sunnudaginn og hefur fengið samtals 198 stig á þessum tveimur síðustu keppnistímabilum. Horfur eru á að sigurganga liðs- ins undir stjórn Pep Guardiola haldi áfram enn um sinn, enda er stór hluti leik- mannahópsins enn ungur að árum. Fjallað er um frammistöðu Englandsmeist- aranna á íþrótta- síðum blaðsins í dag. »35 Sigurganga sem sér ekki fyrir endann á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kennslu- og æfingaferðir ísbílsins hafa staðið yfir að undanförnu og halda áfram út vikuna en stefnt er að því að áætlun hefjist á ný um næstu helgi. 21. maí verða 25 ár frá því fyrirtækið Ísbílaútgerðin ehf. hóf göngu sína með einum bíl, sem fór drekkhlaðinn út úr borginni. Í sumar verða 20 til 30 ökumenn á 13 ísbílum á ferðinni um allt land. Ásgeir Baldursson hefur verið viðriðinn fyrirtækið frá upphafi. Á háskólaárunum byrjaði hann sem sumarstarfsmaður 1994 eftir að Skúli Ólafsson heildsali hafði komið með fyrsta bílinn frá Danmörku og stofnað fyrirtækið um vorið. Hann varð síðar sölustjóri og keypti reksturinn 2006. Eigandinn rifjar upp að í fyrstu hafi verið boðið upp á ís frá Emm- essís og Kjörís auk þess sem DV hafi verið til sölu í sumarhúsa- byggðum á laugardögum. Fjöl- breytnin hafi vaxið ár frá ári og í sumar verði 45 vörutegundir í lausasölu. „Það nýjasta er holda- naut frá Sogni í Kjós,“ segir Ásgeir og vísar til þess að hamborgarar í staðlaðri stærð verði fáanlegir í bíl- unum ásamt hamborgarabrauði. Erfitt hafi verið að fá framleið- endur til þess að vera með staðl- aðar stærðir, til dæmis 700 g steik- ur, og það komi í veg fyrir að hægt sé að fjölga vöruflokkum í kjöti. Fjölbreytt úrval Ísinn er af öllum gerðum og stærðum. Ásgeir bendir á að enginn eigi að verða útundan, til dæmis vegna ofnæmis, og allir eigi að geta fundið ís við hæfi. Auk íss frá Emmessís og Kjörís sé fyrirtækið í samstarfi við ísbíla á Norðurlöndum og meðal annars sé boðið upp á vegan ís, sykurlausan ís, laktósfrí- an, lífrænan, mjólkurlausan ávaxta- ís og hitaeiningasnauðan ís fyrir ut- an hefðbundna ísa eins og rjómaís, jurtaís og frostpinna. Úrval í frosnum matvörum hefur aukist undanfarin ár. Til dæmis má kaupa humar, rækjur, laxabita, þorskhnakka, ýsublokkir, þorsk- blokkir og fiskibollur. Ennfremur frosnar pítsur og ávexti. „Þetta vindur stöðugt upp á sig og við reynum að laga okkur að mark- aðnum,“ segir Ásgeir. Að því sögðu segir hann rigning- arsumarið í fyrra hafa dregið úr viðskiptum. „Veðrið hefur áhrif á suma þætti starfseminnar,“ segir hann og bendir á að víða hafi verið tómlegt í sumarhúsum sl. sumar. „Þegar ekkert tilefni er til þess að borða ís í tvær vikur á fólk ísinn til betri tíma og salan dettur niður.“ Leiðakerfið hefur verið í stöðugri þróun og allt höfuðborgarsvæðið er komið á áætlun ásamt landsbyggð- inni. Ásgeir segir að enginn lands- hluti skeri sig úr en yfirleitt sé það þannig að íssalan sé mest þar sem börnin séu flest. „Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að panta ísbíl- inn á staðinn enda hafa margir mannauðsstjórar komist að því að það sé ódýrasta lausnin til þess að gefa öllu starfsfólki eitthvað sem gleður það. Oft rignir inn pöntunum á ísbíl daginn fyrir frábæra veður- spá.“ Morgunblaðið/Hari Ísbíllinn Ásgeir Baldursson með söluvörur fyrir framan hluta ísbílaflotans sem byrjar áætlunarferðir um helgina. Ísbíllinn í aldarfjórðung  Nú fara 13 bílar um allt land  Boðið upp á 45 vöru- tegundir í lausasölu  Kjöt og fiskur til sölu í ísbílunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.