Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ SvandísSvav-arsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að fóstureyðingar- lögin, sem eru önnur af tveimur afmælisgjöfum flokksforystu til fólksins síns, séu komin úr Valhöll, herbúðum þess flokks. Það vekur nokkra undrun, þótt viðurkenna megi að það sé fátt sem veki undrun nú orðið. Uppfinningamenn hafa lengi reynt að finna upp eilífðarvélina og ekki tekist. Stjórnmálaflokkar eru ekki eilífir og hafi þeir ekki lengur fyrir neinu að berjast styttist í tilverunni og þýðir ekki að fárast yfir því. Enda þarf það í sjálfu sér ekki endilega að vera harmsefni. Stundum eru flokkar stofnaðir um fá málefni og jafnvel aðeins eitt. Nái það fram geta menn á þeim bæ glaðbeittir pakkað saman. UKIP í Bretlandi var þess háttar flokkur. Eftir að þeir sem vildu ekki láta höggva meira í fullveldi landsins náðu meirihluta í þjóðar- atkvæði hurfu helstu leið- togar hans úr forystu og kjósendur sáu ekki nauðsyn á framhaldslífi fyrir hann. Svo gerðist hið óvænta. Stjórnmálamennirnir, sem hver um annan þveran höfðu lofað fyrir þjóðar- atkvæðið að þeir myndu virða niðurstöðuna töldu sig eygja kost til að fara aftan að kjósendum þrátt fyrir það. Það var auðvitað auð- velt fyrir þá sem börðust fyrir „brexit“ að lofa því að standa á bak við þjóðarvilja. Ynnu þeir þá var stuðningur þeirra sjálfgefinn. Töpuðu þeir þá þyrfti engan atbeina til. Loforð hinna, sem börð- ust fyrir áframhaldandi veru í ESB var reyndar einnig léttbært. Ynnu þeir yrði landið kyrrt í ESB án sérstakra ákvarðana og þeir gætu áfram stutt sam- bandið við að sneiða þunnar sneiðar af fullveldi Breta. Ef þeir töpuðu? Þannig vildi til að „kannanir“ sögðu að á því væri sáralítil hætta svo þeir gætu sýnt ábyrgð og lofað að standa við gefin fyrirheit. En þeir töpuðu óvænt. David Cameron forsætis- ráðherra sagði af sér morg- uninn eftir. Íhaldsflokkur- inn varð að velja sér leiðtoga taf- arlaust. Boris Johnson þótti líklegastur. Segði leiðtogi af sér vegna taps þótti líklegast að helsti merkisberi sigursins úr röðum stjórn- arflokksins tæki við. En samherji hans sveik lit einni nóttu síðar svo leiddi til bræðrabyltu og annað stjórnmálaslys varð til þess að flokkurinn sat uppi með Theresu May. Það reyndist dýrkeypt. Hún boðaði til kosninga sem fóru illa og Íhaldsflokkurinn tapaði þingmeirihluta sínum þótt hann ynni 6% á. May hefur haldið illa á sínum málum og sundurlyndi í flokknum aukist dag frá degi sem jafnan gerist sé leiðsögnin slöpp eða verri en engin. Það er lýsandi fyrir klúð- ur forsætisráðherrans að Bretar eru lentir í því að kjósa þingmenn til setu á þingi sambandsins sem þeir áttu að vera komnir úr! Nig- el Farage, sem leitt hafði UKIP-flokkinn, stofnaði nýjan flokk fyrir mánuði og honum er spáð 34% fylgi í kosningunum eftir rétta viku. Það er meira fylgi en spáð er að Íhalds- og Verka- mannaflokur fái sameigin- lega í þessum kosningum. Tony Blair sagði í sjón- varpsviðtali um helgina að Farage gæti fengið enn meira fylgi en þetta. Hitt er auðvitað þekkt líka að spútnikflokkar geta einnig skroppið saman á kjördag. En hvað sem verð- ur segir þetta mikla sögu um upplausnina. Danski Íhaldsflokkurinn var stundum kallaður syst- urflokkur Sjálfstæðis- flokksins, þótt ekki væri það nákvæmt. Hann skipti lengi verulegu máli í dönsk- um stjórnmálum. Seinast var Poul Schlüter, forsætis- ráðherra landsins, úr þeim flokki og sat í 10 ár rúm, ’82-’93 sem forsætisráð- herra og hefur það met ekki verið jafnað af þeim forsæt- isráðherrum sem setið hafa síðan. Íhaldsflokkurinn gerði aðild að ESB að aðal og jafnvel eina máli sínu. Flokknum er nú spáð þriggja prósenta fylgi í kosningunum í næsta mán- uði í Danmörku og því ekki útilokað að hann fái menn á þing. Stjórnmálaflokkar nútímans, nær og fjær, eru ekki stefnufastir og bera æ minni virðingu fyrir kjósendum} Það er þungt í fólki E in áhrifamesta tækni stjórnmála- manna er að benda á óvin og skapa ótta. Óvinurinn getur ver- ið raunverulegur maður, þjóð, sjúkdómur eða jafnvel hug- mynd eða hlutur. Alls ekki er nauðsynlegt að neitt af þessu sé til, nóg er að það gæti verið til eða orðið til. Pólitíkusar sem beita þessari tækni ná oft miklum árangri. Nefna má yfirlýsingar McCarthys öldungadeildarþingmanns í Bandaríkjunum, sem ollu fári um miðja síð- ustu öld, um að tugir eða hundruð flokksbund- inna kommúnista ynnu hjá ríkinu. Þó að hann segðist hafa lista með 57 eða 205 nöfnum kommúnista í höndunum komst hann upp með að sýna þá lista aldrei. Hann beitti þeirri tækni að draga aldrei í land, jafnvel þó að sýnt væri að hann færi með staðlausa stafi. Í nútímanum sjáum við mörg dæmi um þetta. Fólk neitar að láta sprauta börnin sín gegn sjúkdómum af ótta við ímyndaðar afleiðingar bólusetningarinnar. Fals- áróður er settur fram og jafnvel þó að hann sé til baka borinn trúa einhverjir honum. Það er oft nóg fyrir stjórnmálamanninn sem spilar á ótta þessa hóps. Rússar hafa náð miklum árangri með þessum aðferð- um. Þeir finna þá afkima samfélagsins þar sem jarð- vegur er frjór fyrir slíkan málflutning og dæla honum þar út. Nú síðast hefur rússnesk sjónvarpsstöð í Banda- ríkjunum, RT America, sent út sjö þætti um hætturnar af 5G-símkerfum sem geti valdið „krabbameini í heila, ófrjósemi, einhverfu, hjartaæxlum og Alzheimers- heilabilun“. Engin vísindaleg rök eru fyrir þessum fullyrðingum og Rússar vinna sjálfir að 5G-kerfi, en vilja skapa tortryggni í Bandaríkjunum og tefja þannig þróunina þar. Svipað mál kom upp vegna loftnets á Úlf- arsfelli fyrir skömmu. Þá kom færsla frá Eðl- isfræðivefnum á FB: „Rétt eins og með bólu- efni eru niðurstöðurnar á þann veg að engin markverð vensl hafa fundist þrátt fyrir ít- arlega leit. Við þurfum því ekki að óttast út- varps- eða örbylgjur. Fáfræðin er hins vegar öllu verri.“ Þegar Ísland tekur þátt í alþjóðlegu sam- starfi sá andstæðingar oft fræjum tortryggni. Jafnvel þótt samstarfið hafi til þessa verið öll- um til góðs gæti það í framtíðinni snúist upp í andhverfu sína. Boðskapurinn er einfaldur: Útlendingar eru varhugaverðir og vilja klekkja á Íslendingum. Alræði og sovétkerfi eru á næsta leiti. Þegar bent er á að hræðsluáróðurinn byggist ekki á neinum rökum er þrautalending áróðursmeistaranna að segja: Er ekki vissara að láta [það sem hentar í það skiptið] njóta vafans? Fólk sem ekki hefur tíma til þess að kynna sér málin er opið fyrir slíkum málflutningi. Baldur Sigurðsson, dósent við HÍ, orðaði kjarna máls- ins vel í nýlegri FB-færslu: „Án þess að fara nánar út í þá greiningu virðist mér að hjá sumum byggist stjórn- mál á að rækta óvináttu og tortryggni – hjá öðrum vin- áttu og traust.“ Benedikt Jóhannesson Pistill Verum hrædd – verum mjög hrædd Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Alþjóðlegar verslunarkeðjurhafa í auknum mæli færtframleiðslu sína frá Asíutil Afríku, þar sem hægt er að finna enn ódýrara vinnuafl en áður hefur þekkst. Meðal þeirra landa er Eþíópía, þar sem laun eru meðal þeirra lægstu sem vitað er til að séu greidd þeim sem starfa við fataframleiðslu í heiminum. Þau nema um 26 dollurum á mánuði, sem jafngildir tæplega 3.200 íslenskum krónum. Það nemur um 40% af með- allaunum í landinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu stofnunar um viðskipti og mannréttindi innan New York-háskólans. Í skýrslunni var Hawassa-iðngarðurinn (e. industrial park) í Eþíópíu tekinn fyrir, en um er að ræða eins konar þyrpingu af risastórum vöruhúsum sem fram- leiða vörur fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Meðal þeirra eru Guess, Calvin Klein, Tommy Hilfiger og sænska keðjan H&M, sem meðal annars rekur verslanir á þremur stöðum hér á landi. Alls eru um 25 þúsund manns í vinnu í Hawassa, sem er einn af um 30 iðngörðum sem eþíóp- ísk stjórnvöld stefna á að reisa fyrir árið 2025 til slíkrar framleiðslu. Það sem gerði stjórnvöldum í Eþíópíu kleift að fá alþjóðleg stór- fyrirtæki til þess að reisa verk- smiðjur í landinu er að lofa lágum launakostnaði. Áður var mikið fram- leitt í Kína, Bangladess og annars staðar í Asíu, en á meðan laun hafa hækkað á þeim stöðum eru kjörin í Eþíópíu lægri en áður hefur þekkst. Lágmarkslaun í fataframleiðslu í Bangladess nema um 95 dollurum á mánuði, rúmum 11.500 krónum, sem eru þó nærri fjórfalt hærri en í Eþí- ópíu. Ástæðan fyrir þessum lágu launum í Eþíópíu er sú að engin lög eru um lágmarkslaun í einkageir- anum þar í landi. Miðast launin því við lægstu grunnlaun hins opinbera. Búa fjórar saman án salernis Íbúar Eþíópíu eru um 105 millj- ónir, en landið er þekkt fyrir mikla þurrka sem koma niður á lífsskil- yrðum. Með því að fá alþjóðlegar verslunarkeðjur til þess að hefja framleiðslu í landinu vonast stjórn- völd til þess að margfalda útflutn- ingstekjur sínar. Að sögn þeirra sem höfundar skýrslunnar ræddu við fóru fulltrúar stjórnvalda um þorp landsins og lofuðu íbúum mun betri kjörum í verksmiðjunum en raunin varð. Vegna þess mikla fjölda sem flutti sig nær framleiðslunni hækk- aði húsnæðisverð þar gríðarlega og mánaðarlaun duga skammt. Algengt er að ungar konur búi fjórar saman í herbergi með engri eldunaraðstöðu né salerni og sofi á þunnum dýnum. 100% starfsmannavelta Þessi slæmu lífsskilyrði hafa leitt til þess að framleiðni í verk- smiðjunum er lítil og nam aðeins um 30% af áætlaðri getu í desember Lofa stóru keðjunum ennþá lægri launum Ljósmynd/Ethiopian Investment Commission Iðngarðar Hafa risið víða í Eþíópíu til framleiðslu vara fyrir alþjóðakeðjur. 2018. Margir hafa gefist upp og var starfsmannavelta fyrsta árið nálægt 100%, sem þýðir að verksmiðjurnar skiptu út svo til öllu sínu starfsfólki á ári. Rétturinn til verkfalla er þó til staðar í Eþíópíu og starfsfólk hefur reglulega nýtt sér hann í kröfu sinni um betri kjör. Þá hafa skapast mörg þúsund störf, þó kjörin séu léleg, og stjórnvöld stefna að því að byggja iðnaðinn enn frekar upp. Skýrslu- höfundar eru meðvitaðir um þetta og gefa bæði stjórnvöldum og al- þjóðlegu verslunarkeðjunum ráð til þess að bæta aðstæður verkafólks og byggja upp iðnað sem kæmi landi og þjóð að lokum til góðs. Fram- haldið er hins vegar óráðið. áskoranir sem fylgja því að vera með starfsemi í löndum sem Eþí- ópíu,“ segir í svarinu. Spurning- unni um hversu mikið af vörum H&M sem eru í sölu á Íslandi eru framleiddar í Eþíópíu var þó ekki svarað beint út. „Í dag störfum við með níu framleiðendum í Eþíópíu og framleiðslumagnið þar er lítið á alþjóðaskala. Við vinnum að því að stofna til langtíma samstarfs við framleiðendur og við sjáum að við getum unnið að því að minnka atvinnuleysi, styðja við félagslegar- og umhverfis- aðstæður ásamt því að setja staðla fyrir mannsæmandi vinnu- aðstæður þar í landi.“ „Við setjum þær kröfur á fram- leiðendur okkar að bjóða upp á öruggan vinnustað og að komið sé fram við starfsfólkið af virð- ingu og jafnrétti,“ segir meðal annars í skriflegu svari frá H&M við fyrirspurn Morgunblaðsins varðandi skýrsluna um aðbún- aðinn í Eþíópíu. „Frá því að við hófum fram- leiðslu í Eþíópíu árið 2013 hafa um 18.000 störf skapast þar. Hinsvegar þurfum við sem fyrir- tæki að ganga úr skugga um að vöxturinn sé sjálfbær og styðji við jákvæða framþróun. Við höf- um ekkert að fela þegar kemur að framleiðslunni okkar og við erum opinská varðandi þær „Við höfum ekkert að fela“ VERSLUNARKEÐJAN H&M BREGST VIÐ SKÝRSLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.