Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í mars endurskoðaða eineltisstefnu og breytt verklag borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borg- arfulltrúi Flokks fólksins, var for- maður hópsins og stýrði vinnu hans. Hópurinn var þverpólitískur. Í hon- um sátu auk Kolbrúnar: Alexandra Briem, Geir Finnsson, Guðrún Ög- mundsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Ragnhildur Alda Vil- hjálmsdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Kolbrún er sálfræðingur og sérfræð- ingur í eineltismálum. Hún segir ára- langa reynsla sína í þessum málum hafa nýst vel. Við endurskoðun stefnu og verk- lagsins hafði hópurinn m.a. til hlið- sjónar ábendingar sem borist höfðu frá starfsfólki borgarinnar vegna ein- eltismála. Þá var haldinn upplýsinga- fundur með Persónuvernd. Skilgreiningunni var breytt Að sögn Kolbrúnar var ákveðið að hafa forvarnarkaflann ítarlegri en í fyrri stefnu. Þá hafi skilgreiningu ein- eltis verið breytt lítillega. „Stýrihópurinn var sammála um að nota ekki hugtakið „síendurtekin“ eins og er í reglugerð [velferðar]ráðu- neytisins nr. 1009/2005 [um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum]. Þar er skilgreining eineltis þannig að það sé ófrávíkjan- legt skilyrði að hegðunin sé síendur- tekin. Þessu hefur fylgt nokkur vandi. Einstaka rannsakendur hafa nefni- lega gengið svo langt að fullyrða að „síendurtekin hegðun“ merki að hátt- semin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast undir skil- greiningu um einelti. Þrenging skil- greiningarinnar með þessum hætti árið 2015 hefur haft fælingarmátt. Sumir þolendur segja að ekki þýði að leggja inn kvörtun þar sem skilgrein- ingin er allt of þröng,“ segir Kolbrún. Skilgreiningin á einelti er nú sem hér segir: „Einelti er endurtekin ótil- hlýðileg háttsemi sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem með því að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágrein- ingur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.“ Kolbrún segir jafnframt að gerð sé skýrari grein fyrir í hverju frum- kvæðisathugun atvinnurekanda felst og hvenær ber að gera hana. Slík at- hugun sé þó ekki rannsókn á máli við- komandi starfsmanns. Aukið gagnsæi í verkferlum Samtalið við Persónuvernd setji mark sitt á nýju stefnuna. „Í hinu endurskoðaða verklagi er lögð áhersla á aukið gegnsæi í verk- ferlum samkvæmt upplýsingalögum og nýjum persónuverndarlögum. Að- eins er hægt að taka við tilkynningu undir nafni. Ef tilkynning er ekki undir nafni fer rannsókn ekki af stað en atvinnurekandi getur hafið frum- kvæðisrannsókn samkvæmt ofan- greindu. Tilkynnandi getur dregið til- kynningu sína til baka hvenær sem er og mikilvægt er að það sé þá gert með skriflegum hætti. Málsaðilar, þolandi og meintur ger- andi hafa aðgang að öllum upplýsing- um og gögnum sem tengjast málinu að teknu tilliti til laga um persónu- vernd og vinnslu persónu- og upplýs- ingalaga nr. 140/2012. Þeir sem rætt er við (vitni) fá að vita það fyrir fram að ferlið er opið og gegnsætt gagn- vart aðilum máls sem munu sjá skrán- ingar allra viðtala. Aðilar sem rætt er við fá tækifæri til að lesa yfir það sem hafa á eftir þeim í álitsgerð um málið og þeim gefin kostur á að lagfæra framburð sinn óski þeir þess,“ segir Kolbrún um nýja verklagið. Skal leita samþykkis Teymi leiðbeinir kæranda um feril málsins. Sé fagaðila utan ein- eltisteyma borgarinnar falið að rann- saka málið, t.d. vegna vanhæfis eða tengsla borgarinnar við aðila málsins, skal leita samþykkis þess sem til- kynnir málið. Með því hefur hann hönd í bagga um hver rannsakar það. Meðal annarra nýjunga eru tímamörk rannsóknar. Upplýsingaöflun skal vera lokið innan 8 vikna og ber að upplýsa um tafir. Eineltis- og áreitniteymi kanna mál nægilega svo hægt sé að komast að niðurstöðu. Hún getur verið frá sátta- miðlun með aðstoð þriðja aðila til brottvikningar úr starfi. Ávallt þarf að upplýsa þolanda og meintan ger- anda fyrirfram um ferlið og gang mála. Borgin innleiðir nýja stefnu um eineltismál  Meðal nýjunga eru ákvæði um tímamörk rannsókna Morgunblaðið/Ómar Ráðhús Reykjavíkur Borgin hefur endurskoðað eineltisstefnuna. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Fjallað var um meint einelti hjá Félagsbústöðum í Morgunblaðinu á laugardaginn var. Þar stigu þrír fyrr- verandi starfsmenn Félagsbústaða fram og lýstu slæmri framkomu fv. framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Kolbrún segir að með því að kvartað var undan fram- kvæmdastjóra hljóti allir starfsmenn Félagsbústaða, að stjórninni meðtalinni, að vera vanhæfir í málinu. Þá geti stéttarfélag aðeins stutt kæranda og meintan geranda en ekki farið í úrvinnslu á máli einstaklinga. Á sama hátt fari Vinnueftirlitið aldrei inn í mál einstaklinga heldur veiti aðeins ráðleggingar. Leiðin hljóti því að vera sú að senda til- kynningu um einelti til eineltisteymis Mannauðsdeildar borgarinnar. Mál Félagsbústaða sérstakt TENGSL GETA LEITT TIL VANHÆFIS Kolbrún Baldursdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eiganda niðurnídds heimilisgróður- húss sem stendur í bakgarði einbýlis- húss í eigu annars fólks í Hveragerði hefur verið gert með dómi Lands- réttar að fjarlægja gróðurhúsið. Dómurinn féll 3. maí en gróðurhúsið hafði ekki verið fjarlægt í gær, sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. Eigendur íbúðarhússins og gróðurhússins höfðu lengi átt í deil- um um lóðarréttindi gróðurhússins en þeir keyptu eignirnar hvor í sínu lagi. Gróðurhúsið var í slæmu ásig- komulagi og töldu nágrannar að slysahætta og óþrifnaður stæði af því. Kröfðust þeir þess að Hvera- gerðisbær og Heilbrigðiseftirlit Suð- urlands gerðu það sem þeim bæri lögum samkvæmt til að bæta úr. Heilbrigðiseftirlitið hugðist grípa til aðgerða í vor en frestaði aðgerðum vegna dómsmálsins. Ekki heimilt að skipta lóð Í dómi Landsréttar kemur fram að lóðin hafi verið leigð til byggingar íbúðarhúss á árinu 1961. Þáverandi eigandi byggði gróðurhús á lóð sinni á árinu 1967. Síðari eigandi hússins missti það á nauðungaruppboði á árinu 2009 en seldi gróðurhúsið eigi að síður þremur árum síðar til núver- andi eiganda og fékkst það þinglýst á hans nafn. Landsréttur bendir á að óheimilt sé að skipta lóðum án samþykkis Hveragerðisbæjar og hafi þess ekki verið aflað. Hvorki núverandi eigandi gróðurhússins né fyrri hafi getað verið í góðri trú um að gróðurhúsinu fylgdu sjálfstæð lóðarréttindi eða hlutdeild í sameiginlegum lóðarrétt- indum einbýlishúsalóðarinnar. Hefur réttinn sín megin Eigandi íbúðarhússins njóti sem handhafi leiguréttar betri réttar en eigandi gróðurhússins og þurfi ekki að þola að lóðarréttindalaust gróður- hús standi áfram á lóðinni. Féllst rétturinn því á kröfu hans um að eig- andi gróðurhússins fjarlægði það af lóðinni. Með því var dómi héraðsdóms snú- ið. Hins vegar var málskostnaður felldur niður og ber því hvor aðili sinn hluta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveragerði Langvarandi deilum um lóðarréttindi lítils gróðurhúss á ein- býlishúsalóð í Hveragerði ætti að vera lokið með dómi Landsréttar. Gert að fjarlægja gróðurhús af lóð  Málaferlum út af ónýtu gróðurhúsi lokið Níu hafa sótt um embætti skóla- meistara Menntaskólans í Kópa- vogi, en umsóknarfrestur rann út í lok apríl. Í hópi umsækjenda eru m.a. formaður Félags framhalds- skólakennara, aðstoðarskólameist- ari skólans og forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykja- vík. Umsækjendur eru í stafrófsröð: Ágústa Elín Ingþórsdóttir skóla- meistari, Ásgeir Þór Tómasson fagstjóri, Einar Hreinsson for- stöðumaður, Erla Björk Þorgeirs- dóttir verkefnisstjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir framhaldsskóla- kennari, Guðrún Erla Sigurðar- dóttir framhaldskólakennari, Helgi Kristjánsson aðstoðarskólameist- ari, Lúðvík Marinó Karlsson og Ólafur Haukur Johnson fram- kvæmdastjóri. Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í embættið frá og með 1. ágúst næst- komandi. Níu vilja verða skólameistari í MK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.