Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 VERTU LJÓSAVINUR Það er ekkert í lífinu sem býr þig undir það að greinast með krabbamein Ljósið gefur von Til okkar leita hundruð einstaklinga í hverjummánuði, bæði krabbameinsgreindir og aðstandendur þeirra í margvíslega þjónustu. Lífslíkur krabbameinsgreindra eru að aukast og samhliða því er aukin þörf á endurhæfingu fyrir líkama og sál. Við þurfum fleiri Ljósavini. Vertumánaðarlegur styrktaraðili áwww.ljosid.is Gagnrýnendur fjölmiðla lofa viða- mikla og metnaðarfulla tónlistarsýn- inguna sem Björk Guðmundsdóttir hefur sett upp í hinu nýja menning- arhúsi, The Shed, á Manhattan í New York. Sýninguna kallar Björk Cornucopia og er samspili tónlistar, leikmyndar, búninga og myndvörp- unar hrósað í hástert en alls verða átta sýningar í mánuðinum og er uppselt á þær allar. Leikstjóri sýn- ingarinnar er kunnur argentínskur kvikmyndaleikstjóri, Lucretia Mar- tel. Rýnir Rolling Stones segir að erfitt sé að draga í efa að þetta séu þeir tónleikar Bjarkar sem sviðsettir séu með glæsilegustum hætti, og hafa þeir þó verið tilkomumiklir. Við flutninginn nýtur Björk að- stoðar Hamrahlíðarkórsins sem skipaður er 52 söngvurum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Áð- ur en Björk stígur á svið flytur kór- inn nokkur lög, íslensk þjóðlög sem og lög eftir Björk, og kemur hann einnig við sögu í sumum laganna eft- ir að tónleikar Bjarkar hefjast. Í stóru hlutverki á sviðinu er flautu- septettinn viibra, skipaður sjö ís- lenskum konum, Katie Buckley leik- ur á hörpu, Manu Delago annast áslátt og Bergur Þórisson keyrir tölvurnar. Ævintýri Bjarkar Ljósmynd/Santiago Felipe Áhrifaríkt Samspili tónlistar, sviðsmyndar og myndvörpunar á tónleikum Bjarkar í The Shed er hrósað í hástert. Ljósmynd/Santiago Felipe Ævintýraheimur Tveir flautuleikaranna sjö í viibra á sviðinu í New York.  Cornucopia í The Shed hrósað Skáli Litháens hlaut Gullna ljónið, aðalverðlaun Feneyjatvíæringsins, og var valinn af dómnefnd besti þjóðarskálinn á 58. tvíæringnum. Alls taka níutíu þjóðir þátt að þessu sinni. Skáli Litháens hefur vakið mikla athygli allt frá opnun, og hef- ur til að mynda komist á lista margra fjölmiðla yfir athyglisverð- ustu skálana, en í honum er fluttur tónlistargjörningurinn Sun & Sea (Marina) eftir þær Linu Lapelyte, Vaivu Grainyte og Rugile Barzd- ziukaite. Í skemmu í Feneyjum hefur gólfið verið þakið gulum sandi. Áhorf- endur fara upp á svalir og horfa nið- ur á fólk í dæmigerðu strandlífi, í sterku ljósi, en af og til hefur fólkið á „ströndinni“ söng og flytur stutta óperu sem fjallar um umhverfis- vána. Annan tvíæringinn í röð hreppir gjörningur því helstu verðlaun tvíæringsins; fyrir tveimur árum hlaut uppfærsla Anne Imhof á Fást í þýska skálanum Gullna ljónið. Gullið ljón fyrir ævistarf Dómnefnd tvíæringsins veitti fleiri verðlaun. Skáli Belgíu með inn- setningu Jos de Gruyter og Harald Thys, Mondo Cane, fékk sérstaka viðurkenningu. Myndlistarmaðurinn Arthur Jafa fékk verðlaun fyrir besta framlagið í alþjóðlegu megin- sýningunni, „May You Live In Int- eresting Times“ sem sett er upp í ítalska skálanum og hinni fornu skipasmíðastöð Arsenale. Þá hreppti Haris Epaminonda frá Kýpur Silf- urljónið sem „efnilegasti ungi þátt- takandinn“ á tvíæringnum. Tveir aðrir listamenn fengu sérstaka við- urkenningu fyrir verk sín, þau Ter- esa Margolles frá Mexíó og Otobong Nkanga frá Nígeríu. Áður hafði verið tilkynnt að bandaríski listamaðurinn Jimmie Durham hlyti Gullna ljónið sem veitt er fyrir ævistarf í myndlist. Umhverfisópera í besta skálanum  Litháíski skálinn hreppti Gullna ljónið í Feneyjum Ljósmynd/Neon Realism Strandlíf Í verðlaunaverki Litháanna bresta strandgestir reglulega í söng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.