Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 4
Eftir að hafa setið í blaðamanna- höllinni hérna í Tel Aviv heilan dag og hlustað á lögin í undanriðli Ís- lands aftur og aftur get ég fullyrt að það yrði meiri skandall en deil- urnar um þriðja orkupakkann ef Hatari færi ekki í úrslit á laugar- dagskvöldið. Dómararennslið fór fram í gær- kvöldi og Íslendingarnir stóðu fyrir sínu, eins og von var á. Það sama er kannski ekki hægt að segja um alla aðra keppendur í riðlinum sem er talinn sá slakari af sérfræðingum. Ónefndur Eurovision-aðdáandi sagði mér til að mynda að lag Svartfellinga væri líklega það slak- asta í keppninni í 45 ár. Flestum Íslendingum er líklega alveg sama um önnur lög þannig að ég læt staðar numið í gagnrýni á lög sem hefðu varla gengið á Live pub þegar hann var og hét. Hvort sem fólk viðurkennir það eða ekki þá elska allir Íslendingar þegar útlendingar tala fallega um okkur. Það er nóg af því hér. Ég leyfði leigubílstjóra sem hafði, ótrú- legt en satt, ekki heyrt lag Hatara hlusta á snilldina. Hann virtist fíla lagið og hækkaði meira að segja í græjunum á bílnum sínum. Að lok- inni hlustun sagðist hann ætla að kjósa okkur. Ég veit reyndar ekki hvort maðurinn var einstaklega kurteis af því að ég átti eftir að borga honum eða hvort hann hafi raunverulega heillast af kraftinum í Hatara. Vonandi það síðarnefnda. Tveir hollenskir blaðamenn sem ég ræddi við voru nokkuð bjartsýn- ir á að ofmetna hollenska lagið myndi vinna en veðbankar telja þá líklegasta til sigurs. Annar þeirra var á leið í tveggja vikna brúð- kaupsferð til Íslands í júní og sagði að Tel Aviv væri ágætis undirbún- ingur fyrir ferðina. Ekki út af hit- anum eða óskiljanlegu stafrófinu, heldur út af verðlaginu. Mér leið alla vega eins og ég væri kominn heim þegar ég var rukkaður um það sem jafngildir 520 krónum fyrir kaffibolla. Kannski er Reykjavík ekki dýrasta borg í heimi eftir allt saman? Morgunblaðið/Eggert Eurovision Sigurður Andrean Sigurgeirsson dansari og Matthías Haraldsson á sviðinu við dómararennslið í gær. Leigubílstjórinn lofaði að kjósa lag Hatara  Veðbankar telja hollenska lagið sigurvænlegast Morgunblaðið/Eggert Flottur Klemens Hannigan naut sín virkilega á sviðinu í Tel Aviv í gær. MORGUNBLAÐIÐ Í TEL AVIV Jóhann Ólafsson blaðamaður Eggert Jóhannesson ljósmyndari 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Erum á facebook Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Bæjarráð eða bæjarstjórnir flestra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa það á dagskrá á næstu fundum sínum að taka fyrir aðild að sameig- inlegri fjármögnun er varðar und- irbúning fyrir útboð fyrsta hluta borgarlínu. Reykjavíkurborg sam- þykkti fjárútlát til verkefnisins á fundi borgarráðs í síðustu viku. Eins og kom fram í máli Páls Björgvins Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), í Morgunblaðinu í gær er vonast til þess að hin sveitarfélögin samþykki að koma að fjármögnuninni. Í verk- efninu felst að sveitarfélögin leggi samtals til 800 milljónir á árunum 2019 og 2020 og ríkið jafnhátt fram- lag. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að kynning á þessu verkefni fari fram í bæjarráði í dag, þriðjudag. Hann undirstrikar að Garðabær sé til í að taka þátt í þessu skipulagsferli og undirbún- ingi borgarlínu með því skilyrði að einnig náist samningur við ríkið. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, staðfestir að málið verði tekið fyrir á bæjarstjórnar- fundi á morgun, miðvikudag, og á ekki von á öðru en að aðild bæjarins að verkefninu verði samþykkt. Har- aldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mos- fellsbæ, segir málið verða tekið fyr- ir í bæjarráði á fimmtudag. Hingað til hafi verkefnið verið litið jákvæð- um augum og gerir hann ráð fyrir því að það sama verði uppi á ten- ingnum nú. Frá Kópavogi bárust þau svör að ekki væri komin dagskrá að næsta bæjarráðsfundi sem fram fer á fimmtudag. Þá er málið ekki á dag- skrá bæjarstjórnarfundar sem hald- inn er í dag, en fundað er næstu þrjá þriðjudaga. Ásgerður Hall- dórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi, segir málið verða tekið fyrir á næsta bæjarráðsfundi þann 23. maí. Hún býst við umræðum og skiptum skoðunum á fundinum, en í bókun meirihlutans frá því í fyrra kom fram að bæjarstjórn vildi leggja megináherslu á frekari efl- ingu Strætó og taldi hugmyndir um nýja borgarlínu hæpnar, ekki síst forsendur um heildarkostnað verk- efnisins, áætlaða nýtingu og rekstr- arkostnað. Ekki í áætlun á Seltjarnarnesi Ásgerður segir jafnframt að ekki sé gert ráð fyrir fjármunum í þetta verkefni í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2019. Það sé ekki heldur gert í þriggja ára áætlun bæjarins 2020-2022. „Forsendur þessa verk- efnis eru að ríkið komi að veruleg- um hluta að þessari framkvæmd eins og umræðan hefur ávallt verið hjá bæjarfélögunum innan SSH,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir.  Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa flest undirbúning borgarlínu á dagskrá næstu funda sinna  Veltur á aðkomu ríkisins  Borgarstjórn hefur samþykkt fjármögnun  Seltjarnarnes sker sig úr Funda um aðkomu að borgarlínu Morgunblaðið/Hari Samvinnuverkefni Stefnt er að því að framkvæmdir við borgarlínu hefjist árið 2021 en bæði ríki og sveitarfélög taka nú fyrir undirbúning útboðs. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta verða áfram 12 Tónar eins og verið hefur. Það verða bara fleiri og fjölbreyttari ástæður til að kíkja við hjá okkur,“ segir Lárus Jóhannes- son, annar eigandi plötubúðarinnar 12 Tóna við Skólavörðustíg. Lárus og félagar hans hafa sótt um leyfi til að breyta húsnæði plötu- búðarinnar, koma fyrir snyrtingum fyrir gesti í kjallara hennar og breyta í veitingastað. Umsókn þeirra er nú í meðförum skipulags- fulltrúa Reykjavíkurborgar. „Hugmyndin er að þú getir komið á föstudegi og náð þér í nýjustu vín- ylplötuna og fengið þér glas af eðal- rauðvíni um leið. Verslunin verður rekin áfram með sama sniði, við ætl- um bara að bæta við veitingum og auka tónleikahald og uppákomur. Til að mynda viljum við nýta betur þennan risastóra garð sem við erum með fyrir aftan húsið. Þetta er tón- listarhús og þessar breytingar munu vonandi auka upplifunina og styrkja reksturinn,“ segir Lárus. Hann segir að nú sé unnið að því að gera breytingar svo húsnæðið standist allar kröfur sem þarf til að fá leyfi. Lárus leggur auk þess áherslu á að ekki sé verið að opna bar sem opinn verði fram á kvöld. Hugmyndin sé einfaldlega að gera 12 Tóna enn betri. Þó má deila um hvort þörf sé á því í ljósi þess að breska blaðið NME valdi búðina bestu plötubúð í heimi í fyrra. „Ef þú ferð í bestu plötubúð í heimi þá hlýtur allt sem í henni er að vera best í heimi. Líka veitingarnar,“ segir Lárus í léttum dúr. „Þróunin hefur verið í þessa átt. Þær plötu- búðir sem hafa náð að sigla í gegn- um þessar breytingar á rekstrar- umhverfinu hafa gert eitthvað í líkingu við þetta. Sumar hafa styrkt sig enda hafa þær breiðari skír- skotun,“ segir Lárus sem telur að veitingasala gæti hafist innan nokk- urra mánaða. Eðalvín í bestu plötubúð í heimi  Stefna að veitingasölu í 12 Tónum 12 Tónar Stefnt er að því að hefja veitingasölu í kjallaranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.