Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 ✝ Margrét Guð-rún Kristjáns- dóttir fæddist í Hafnarfirði 3.6. 1931. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 5.5. 2019. Faðir var Krist- ján Benediktsson, f. 3.3. 1896, d. 6.7. 1974. Móðir var Þóra Guðlaug Jóns- dóttir, f. 25.11. 1894, d. 24.3. 1970. Systkini voru þau Jón Krist- inn, f. 21.7. 1926, og Árný Svala, f. 1.1. 1927, bæði látin. Jón var kvæntur Rósu Jafetsdóttur. Margrét gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar og síðan í Flensborgarskólann í Hafnar- firði. Hún giftist 13.5. 1951 Ein- ari Jóni Jónssyni, f. 28.6. 1923, d. 19.11. 1997. Einar var sonur Jóns J. Katarínussonar, f. 18.7. 1898, og Guðjónu Jóhannes- dóttur, f. 8.9. 1905. Margrét og Einar bjuggu all- an sinn búskap í Hafnarfirði; á Öldugötu 22a, Köldukinn 21, Stekkjarhvammi 15 og í Háholti 16. Síðasta árið dvaldi Margrét á Hrafnistu í Hafnarfirði. Margrét starfaði á yngri Ingvason, f. 2007, María Elena Ingvadóttir, f. 2009. 4) Jón Benedikt, f. 4.3. 1953, maki Guðmundína Margrét Hermannsdóttir, f. 1958. Börn: a. Ósk, f. 1975, maki Róbert Magnússon. Dætur: Anna Sara, f. 2000, Birta María, f. 2003, Eva Lára, f. 2011. b. Einar Kristján, f. 1979. c. Margrét Guðrún, f. 1981, maki Magnús B. Þórðarson. Synir: Brynjar Ari, f. 2004, Kolbeinn Nói, f. 2007, Daníel Búi, f. 2011. d. Hermann Valdimar, f. 1985, maki Ingibjörg Th. Sigurðar- dóttir. Synir: Viktor Ben, f. 2008, Kristófer Jarl, f. 2011. 5) Þóra Kristjana, f. 13.11. 1955, maki Áskell Bjarni Fannberg, f. 1953. Börn: a. Unnur Björk, f. 1976, maki Matt Abrachinsky. b. Eyþór Ingi, f. 1982, maki Ag- nieszka Kolowrocka. Dóttir: Kría María, f. 2016. c. Einar Már, f. 1983, maki Helga Rún Gunnarsdóttir. Dætur: Valdís Björk, f. 2012, Þórunn Margrét, f. 2017. 6) Halldóra Sigríður, f. 11.9. 1959. Dóttir: Rebekka Ýrr Ingimarsdóttir, f. 1995. 7) Sig- rún, f. 3.7. 1961, maki Gunnar Herbertsson. Börn: a. Hrund, f. 1984, maki Ólafur Gylfason. Börn: Almar Andri Arnarsson, f. 2008, Úlfur Logi Arnarsson, f. 2010, Bergrós Eva Ólafsdóttir, f. 2018. b. Kári f. 1989. Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 14. maí 2019, klukkan 13. árum við versl- unarstörf, aðhlynn- ingu og síðar við fyrirtæki þeirra hjóna þar sem hún sá um bókhald, inn- heimtu og annað sem þurfti. Börn Margrétar og Einars eru: 1) Þóra Kristjana, f. 13.10. 1948, d. 7.7. 1949. 2) Einar Magnús, f. 15.10. 1950, d. 27.11. 2015, maki Þórdís Stefánsdóttir f. 1953. Börn: a. Íris Ösp, f. 1973 (átti áður). Sambýlismaður: Arnar Þ. Wallevik. b. Stefán, f. 1975. c. Elsa Margrét, f. 1978, maki Gunnar H. Sigfússon. Synir: Júlíus, f. 2009, Stefán, f. 2013. 3) Sólveig Jóna, f. 5.10. 1951, maki Hallgrímur Sigurðs- son, f. 1949. Börn: a. Margrét, f. 1969, maki Ingvar J. Gissurar- son. Börn: Nicolai Gissur, f. 1989, sonur: Adrian Uni, f. 2016. Íris Dögg, f. 1993. b. Sigurður Einar, f. 1970. Dóttir: Magnea Arna, f. 2001. c. Sigurrós, f. 1976, maki Ingvi Jónasson. Börn: Nökkvi Reyr Guðfinns- son, f. 1998, Jónas Nói Ingva- son, f. 2006, Högni Hallgrímur Elskuleg móðir mín verður borin til grafar í dag. Hún var fædd í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð eins og móðir hennar og amma gerðu einnig. Mamma var þrítug þegar hún átti mig, sjöunda barnið sitt. Mamma sagði alltaf að hún hefði frá fyrstu tíð verið barna- kerling. Hún átti sitt fyrsta barn 17 ára gömul, stúlku sem lést þegar hún var níu mánaða gömul. Þó svo við systkinin værum mörg var mamma aldrei með nein læti við uppeldið. Pabbi var fyrstu árin á sjó og hún því oft ein með allan barnaskarann. Hún stjórnaði með hvatningu og jákvæðni, allir voru svo dug- legir og góðir í hinu og þessu. Áður en maður vissi af var mað- ur kappsfullur að gera hlutina sem maður var svo góður í og gerði þá með gleði. Hún var heldur ekki að stressa sig á hlutunum. Hún sagði stundum að hún hefði ekki haft tíma til þess með öll þessi börn. Mamma og pabbi voru sam- taka í því að hlúa vel að börn- unum. Fjölskyldan var þeim mikilvæg og oft var gaman þeg- ar allir komu saman í sumarbú- stað fjölskyldunnar. Mamma var létt í lund og hláturmild og naut þess að vera með fjöl- skyldunni. Þegar við litla fjölskyldan vorum að byggja húsið okkar fluttum við til mömmu og pabba í Stekkjarhvamm. Þessi tími var okkur dýrmætur og góðar minningar sem tengjast honum. Eftir að við fluttum voru mamma og pabbi tíðir gestir hjá okkur. Mamma var alltaf dugleg að vera hjá börnunum þegar þau voru veik eða þegar við þurftum á pössun að halda. Börnin mín eiga góðar minn- ingar frá stundunum með ömmu. Amma Magga var ekki að æsa sig yfir því þó ungviðið væri að svindla smá í spilunum og alltaf var stutt í hlátur og gleði. Amma var líka dugleg að keyra og sækja á íþrótta- æfingar. Það var fallegt sam- band sem hún byggði upp við barnabörnin sín. Aldrei þreytt- ist hún á því að segja þeim hvað þau væru falleg, góð og klár. Mamma fylgdist vel með fjöl- skyldunni sinni og þegar ég kom til hennar vildi hún alltaf sjá myndir á símanum hjá mér. Hún vildi fylgjast með öllum ungunum sínum og vildi vita hvað þau væru að gera og sjá hvað þau þroskuðust fallega. Það lýsir mömmu vel að þegar hún átti afmæli þá var það besta afmælisgjöfin ef allir kæmu og hefðu gaman. Þá var slegið upp veislu og í minning- unni var alltaf gott veður þegar hún átti afmæli. Hún var aldrei sælli en þegar hún var með all- an skarann hjá sér. Síðastliðið haust veiktist mamma mikið og var ekki hug- að líf. Við systkinin skiptumst á að vera hjá henni og hún kvaddi okkur eitt af öðru mjög fallega. Alltaf talaði hún um hvað við værum góð, falleg og klár. Hún var líka óspör á þessi orð nú síðustu dagana áður en hún lést. Þá fékk hún okkur til að lofa því að njóta lífsins og hafa gaman. Þá lagði hún ríka áherslu á að við lifðum í sátt og samlyndi. Mamma var hlý og dugleg kona sem vildi öllum vel. Það var fallegt að sjá þegar barna- börnin voru að kveðja hana síð- ustu dagana sem hún lifði, hvað þar var mikil væntumþykja. Nú er mamma komin í draumalandið til pabba og þar geta þau tekið upp þráðinn, dansað og haft gaman. Hvíl þú í friði, elsku mamma. Þín dóttir Sigrún. Ég var ung að árum þegar ég hitti tengdamóður mína sem nú hefur kvatt okkur. Á langri ævi tók hún sér margt fyrir hendur, en það sem skipti hana mestu máli var velferð fjölskyldunnar. Hún lagði sig fram við að hitta fólkið sitt og vera í góðum tengslum við okkur öll. Við áttum margar góðar stundir saman, t.d. fórum við í nokkrar utanlandsferðir til að gera innkaup fyrir jólin. Í gegn- um tíðina rifjuðum við oft upp þessar samverustundir og hlóg- um endalaust að skemmtilegum atvikum sem við lentum í. Ég mun alltaf vera tengda- móður minni þakklát fyrir hvatninguna og hlýjuna sem hún sýndi mér þegar ég þurfti á að halda, á tímabilum í mínu lífi. Eftir bílprófið hræddist ég að keyra í Reykjavík en allt í einu komu upp aðstæður þar sem ég þurfti að gera það. Þá sagði Magga við mig, Munda mín, ég sit hjá þér og tek við ef þetta verður erfitt. Svona er endalaust hægt að rifja upp góðar minningar um mína elskulegu tengdamóður. Sem sýndi öllum kærleika, hlýju og hafði líka sterkar skoðanir á hlutunum. Nú ertu komin í faðm fólks- ins þíns sem hefur tekið vel á móti þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Hvíldu í friði. Þín tengdadóttir Guðmundína (Munda). Elsku amma Magga er búin að kveðja okkur og komin í fal- lega faðminn hans afa sem hún var búin að sakna mikið. Það rifjast upp margar dásamlegar minningar þegar við hugsum um æskuárin og seinni ár með ömmu Möggu. Hún var sérstaklega umhyggju- söm, hjartahlý og dugleg kona. Þá minnist maður sérstaklega hversu dugnaðurinn var mikill í kringum veikindin hans afa. Á uppvaxtarárunum vorum við systkinin heppin að amma og afi áttu heima á móti okkur í Stekkjarhvammi. Voru sam- verustundirnar þar margar og mynduðust mikil kærleiksbönd. Við gleymum því ekki hversu hlýjar móttökur ömmu voru og væntumþykja í garð okkar mikil. Við minnumst góða vínar- brauðsins með sultunni sem hún bakaði frá grunni og auð- vitað grjónagrautarins góða sem hún fjöldaframleiddi fyrir afa þegar hann var veikur. Hún passaði alltaf að til væri nóg af graut og góssi fyrir okkur krakkana og í minningunni er grjónagrauturinn sá besti. Amma var dugleg að taka okk- ur systkinin með þegar hún fór að útrétta eða í bústaðaferðir og er efst í huga okkar öll stoppin að kaupa kók og Lindu marsipansúkkulaðið sem amma hafði dálæti á. Í seinni tíð var alltaf gaman að heimsækja hana því hún sagði margar sögur og spurði alltaf sérstaklega um hvernig fólkið í kringum okkur hefði það. Hún vildi fá að heyra sem flestar fréttir af okkur og var aldrei hljóð stund þegar við hittum hana, svo mikil sögu- kona var hún. Á þessari kveðjustund er þakklæti efst í huga fyrir þær stundir sem við áttum með ömmu Möggu. Eftir því sem ár- in liðu bjó amma til stóran minningabanka með viðveru sinnar í afmælum og flestöllum viðburðum. Fá orð geta lýst því hversu dýrmætar þessar stund- ir eru í dag sem langömmu- börnin munu geyma með sér um ókomna tíð. Elsku amma, þú verður ávallt í huga okkar og hjarta. Hvíldu í friði. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Þín barnabörn, Ósk, Einar, Margrét og Hermann. Elsku amma. Nú er komið að hinstu kveðju og þá reikar hugurinn yfir myndbrot minninganna. Hjartahlý, barngóð, dýra- vinur mikill og síðast en ekki síst ein mesta fjölskyldukona sem ég veit um. Það er sú lýs- ing sem á án efa best við um þig. Þú varst ákveðin og fylgin þér og það var ánægjulegt að rökræða mál við þig og sjá eld- móðinn í þér. Ekki er laust við að við höfum haft lúmskt gaman af því að ná þér aðeins á flug. Það tókst aldrei betur en í þau skipti að samtalið sneri að ætt- ingja og það jafnvel afar fjar- skyldum ættingja. Að vera mjög ósammála fjölskyldumeð- lim var ekki til í myndinni. „Svona segir þú ekki um hann/ hana, veistu ekki að þetta er frændi/frænka þín?“ Já, ég heyri þig næstum segja þessi orð. Þetta var þó allt í gamni gert og það vissir þú vel og hafðir ekki síður gaman af. En þetta lýsir þér svo vel, elsku amma, ættmóðirin sem passaði alltaf vel upp á sína. Nú ertu komin til afa og það veit ég vel að þú ert ánægð með. Og ég sé ykkur alveg fyrir mér ánægð og sæl saman og afi eflaust að gantast aðeins í þér, já, fá þig aðeins á flug, svona ykkur til skemmtunar. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, elsku amma. Þín Sigurrós. Ég kynntist Möggu þegar hún og Einar bjuggu í Köldu- kinn 21. Okkar fyrstu kynni voru þannig að ég var að snigl- ast þarna við dyrnar í Köldu- kinn og ætlaði að ná tali af Sig- rúnu, þegar Magga kom óvænt í dyrnar og við horfumst í augu og brostum áður en ég get kom- ið upp erindinu. Það var auðsótt að kalla í Sigrúnu og upp frá þessu augnabliki fór ævinlega vel á með okkur. Magga var á þessum árum á besta aldri, heilsugóð og vann mikið við fyrirtæki þeirra Ein- ars, kranaleiguna, og þess á milli að sinna heimilinu. Það var alltaf nóg að bíta og brenna í eldhúsinu hjá Möggu, hvort sem það var í Köldukinn, Stekkjarhvammi eða í sumarbú- staðnum í Hraunborgum. Um helgar var oft lambasteik og það var líka gott að læðast í eldhúsið hjá Möggu á kvöldin og næla sér í bita af jólaköku eða marmaraköku. Frægust var þó Magga líklega fyrir vöffl- urnar og oft þegar við komum í heimsókn með krakkana sagði Einar í glettnistón; „Magga, áttu ekki vöpplur“ og þá voru komnar vöfflur með rjóma og sultu eftir smástund. Magga hafði gaman af því þegar fjölskyldan öll kom sam- an og þá var glatt á hjalla og stundum meira að segja dansað. Í seinni tíð kom oft fyrir þegar Magga og móðir mín voru í heimsókn í Vesturholtinu að gítarinn var tekinn fram og eitt staup af sérríi og við sungum saman gömlu góðu lögin. Þá var „Þú hýri Hafnarfjörður“ í nokkru uppáhaldi. Það var frábær tími þegar við Sigrún vorum að byggja og bjuggum með börnin hjá Möggu og Einari í Stekkjarhvammin- um í rúmlega eitt ár. Það fór vel á með okkur öllum og oft spjallað í eldhúsinu og hlegið. Magga sagði oft skemmtilegar sögur af sjálfri sér eða öðrum og var hláturmild og smitaði frá sér. Hún var hjálpleg með börn- in þegar við vorum að sinna húsbyggingunni. Það kom fyrir þegar við Sigrún höfðum verið að vinna í húsinu fram á kvöld, að þegar við komum heim bað Magga Sigrúnu „að finna eitt- hvað handa honum Gunnari að borða, hann væri búinn að vinna svo mikið og væri ábyggilega svangur og þreyttur“. Magga var skapgóð og sein- þreytt til deilna. Aldrei man ég eftir að hún hafi æst sig við nokkurn mann, en hún sagði sína meiningu fullum fetum. Og fyrir kom að hennar nánustu fundu að því, en þá sagði Magga bara sallaróleg: „Ég segi bara það sem mér finnst.“ Magga var líka einstaklega lunkin við að fá aðra til að vinna fyrir sig ýmis smá viðvik með því að beita hrósinu – „þú ert svo laginn við“ eða „þú ert svo flink“. Þetta vissum við öll en það virkaði samt oftast. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Margréti Guðrúnu Kristjánsdóttur. Hún var skemmtileg og gáfuð, hafði að geyma heilsteyptan persónu- leika og var góð kona. Aldrei varð okkur sundurorða og aldr- ei mislíkaði mér við orð hennar eða gjörðir. Fjölskyldan var henni allt, og þau Einar voru alltaf tilbúin að hjálpa og leggja gott til. Þau geta verið stolt af sínu ævistarfi. Hafðu þökk fyrir samfylgdina, elsku Magga. Gunnar Herbertsson. Eins og marglit blóm á engi óendanleikans. Er kærleikur hugsana minna til þín. Þú sem ert látin farin á braut hins óþekkta sem okkur eftirlifendum er hulið. Dýrmætar minningar líða hjá árin okkar saman. Brosið þitt og faðmur þinn svo hlýr þú bara þú. En hér er ekkert sem sýnist í gjörningaþoku og sárustu sorgum. En þar sem þú ert er ég hjá þér í huga mínum og sinni. Óskirnar fljúga víða um alheims himna. Í ljóðinu mínu um þig þessi tæra fegurð kærleikans sem er það göfugasta og besta í mannssálinni. (S. Ósk Óskarsdóttir) Kæra Magga, far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Innilegar samúðarkveðjur til barna, tengdabarna og annarra ættingja, hugur minn er hjá ykkur. Sigríður Ósk Óskarsdóttir. Margrét Guðrún Kristjánsdóttir Siggi frændi minn og bróðursonur hef- ur nú fengið hvíldina sem við vorum svo oft óþægilega minnt á að kæmi fyrr en seinna. Siggi fæddist með stærri áskoranir en við flest og lifði við skert lífsgæði sökum sjúk- dóms. Undir það síðasta fóru þau lífsgæði þverrandi með hverjum mánuðinum. Þrátt fyrir þetta var Siggi staðráðinn í því að nýta lífið sitt vel og gera það merkingar- bært. Mín fyrsta skýra minning af litla frænda mínum er þegar hann var ca. þriggja ára gamall og við systurnar átta og tíu ára vorum að passa þau systkinin, Kollu og Sigga. Við fórum með þau í sund- laugina í Njarðvík sem var skammt frá heimili þeirra á Sigurður Guðmundsson ✝ Sigurður Guð-mundsson fæddist 14. febrúar 1983. Hann lést 6. apríl 2019. Útförin fór fram í kyrrþey 15. apríl 2019. Borgarveginum. Í minningunni stend- ur þessi litli hnoðri með ljósa krullu- hærða kollinn sinn organdi á sund- laugabakkanum því ofan í laugina ætlaði hann alls ekki. Við systurnar þurftum því að beita hann ýmsum fortölum til að koma honum ofan í laugina en það gekk að lokum. Þessi ákveðni átti margoft eftir að koma í ljós hjá Sigga á lífsleiðinni þegar hann þurfti að takast á við sjúkdóm sinn af því æðruleysi sem hann gerði og samferðafólk hans fylgdist með af aðdáun. Siggi var staðráðinn í því að sækja sér menntun og þrátt fyrir ótal hraðahindranir sem urðu á vegi hans á formi sjúkrahússinn- lagna, þá tókst honum ætlunar- verk sitt að útskrifast sem stúdent árið 2009. Við hjónin vorum veislu- stjórar í þeirri veislu og það var af- ar stolt stóra frænka sem sinnti því hlutverki. Siggi hafði nefnilega svo sterk áhrif á mig í gegnum lífið og ég held hann hafi aldrei gert sér fyllilega grein fyrir því hversu mikil áhrif hann hafði á samferða- fólk sitt. Ég var 14 ára þegar hann var greindur með vöðva- rýrnunarsjúkdóm og þá varð ég staðráðin í því að verða sjúkra- þjálfari sem varð minn starfsvett- vangur mörgum árum seinna. Fleiri hafa valið sér starfsvett- vang vegna kynna sinna af Sigga. Eftir því sem Siggi varð eldri, þá átti ég eftir að kynnast því hversu nákvæmur hann var og vildi hafa hlutina í röð og reglu. Þetta kom ekki síst í ljós þegar ég var með þeim bræðrum í vikudvöl í sumarbúðum þegar Siggi var unglingur. Það var ótrúlega gam- an að fylgjast með Sigga í góðra vina hópi þar og hve hann naut sín vel. Þá kynntist ég líka húmornum hans sem virtist alltaf vera til staðar hvað sem á bjátaði. Ég kveð elsku frænda minn með mikilli virðingu fyrir því hversu stór persónuleiki hann var. Ákveðni hans og lífsviðhorf er eitt- hvað sem við gætum öll tekið okk- ur til fyrirmyndar. Hann reyndi eftir fremsta megni að lifa merk- ingarbæru lífi og háði hverja lífs- baráttuna á fætur annarri en varð að lokum að láta undan sjúkdómn- um. Hvíl í friði, elsku Siggi. Þín frænka Nanna Guðný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.