Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Heildrænar húðmeðferðir fyrir þig Laserlyfting Húðþétting Fitueyðing Dermapen Húðslípun EES-samningurinn hefur reynst Íslend- ingum afskaplega vel. Án hans væru kjör okkar allra lakari og ungt fólk með tölu- vert færri tækifæri á boðstólum. Ákveðnum hópi hér á landi þykir samning- urinn hins vegar ekki nógu mikilvægur, helst vegna þess að þeim finnst það ekki þess virði að taka á móti þeim reglugerðum sem honum fylgja. Þá er líka ann- ar hópur til sem finnst erfiðara að hlúa að sérhagsmunum á meðan samningurinn er í gildi. Sitt sýnist hverjum. Nú þegar 25 ár eru liðin frá því að EES-samningurinn tók gildi höfum við Íslendingar innleitt margar reglugerðir frá Evrópu- sambandinu. Mörgum finnst þær vera óspennandi og íþyngjandi, en þegar upp er staðið hafa þær reynst mikilvægar til að stuðla að meiri sanngirni og samkeppni í við- skiptum í Evrópu. Hinn margrómaði þriðji orkupakki er dæmi um slíkt reglu- verk. Allir hafa heyrt hans getið, en trúlega hafa fáir sett sig vel inn í það um hvað hann snýst og hvaða tilgangi hann þjónar. Í rauninni eru orku- pakkarnir EES- reglugerðir ætlaðar til að bæta samkeppni og auka neyt- endavernd og gagnsæi á orku- markaði Evrópu. Við höfum nú þegar innleitt tvo slíka pakka með þeim ávinningi að orkumál hafa orðið umtalsvert neytendavænni hér á landi. Nú er komið að þeim þriðja og hann snýst í megin- dráttum um að stofna sameigin- lega eftirlitsstofnun orkumála á innri markaðinum. Stofnun sem Íslendingar heyra ekki undir skv. ákvæðum EES-samningsins. And- stæðingar Evrópusamstarfs hafa látið þetta trufla sig og gera sitt besta til að gera Evrópusam- bandið tortryggilegt í augum al- mennings. EES-reglugerðir eru auðvitað ekki yfir gagnrýni hafnar og það er eðlilegt að fram komi spurn- ingar sem varða t.d. orkuöryggi og sjálfstæði. Þessum spurn- ingum hefur þó ítrekað verið svarað af okkar fremstu sérfræð- ingum. Í öllum þeim svörum hef- ur meðal annars komið fram að ekkert framsal á valdi eigi sér stað, að reglugerðin feli í sér ávinning fyrir Íslendinga og að hún stuðli ekki að neinum breyt- ingum á eignarhaldi orkufyrir- tækja. Það er hér sem popúlisminn skín skærast, en það er í eðli hans að gera sérfræðingana sjálfa tor- tryggilega og sá þannig efasem- dafræjum. Í þessu tilfelli eru sér- fræðingar víst útsendarar Evrópusambandsins, ef marka má umræðuna á Facebook-hópnum „Orkan okkar“, og þannig fær áróður þeirra sem standa gegn orkupakkanum að njóta sín sama hverjar mótbárurnar kynnu að vera. Þegar öllu er á botninn hvolft situr eftir ein spurning. Snýst þetta raunverulega um þriðja orkupakkann? Er hugsanlegt að orkupakkinn, eins óspennandi og hann er, sé notaður sem tól til að grafa undan trausti á EES- samningnum og öðru alþjóða- samstarfi? Það er útlit fyrir að þriðji orkupakkinn, rétt eins og aðrar EES-tilskipanir, verði sam- þykktur á Alþingi. En gæti verið að skaðinn verði þá þegar skeður er kemur að áliti almennings á Evrópusamstarfinu? Kynni and- stæðingum orkupakkans þá að hafa tekist ætlunarverkið eftir allt saman; að stilla Evrópusinnum og öðrum þeim sem aðhyllast EES- samninginn upp sem einhvers konar hugleysingjum? Sama hvað veldur þá eru hættu- merkin kunnugleg. Við sáum hvernig fór fyrir Bandaríkjamönn- um með Trump, Ungverjum með Orbán, Bretum með Brexit og svo framvegis. Niðurstöður sem rekja má til þess þegar hinn almenni borgari vanmat þá sem hræddir voru. Þar kaus hrædda og ein- angrunarsinnaða fólkið framtíðina fyrir yngstu kynslóðirnar, sem höfðu tapað trúnni á stjórnmálum og mættu þess vegna ekki á kjör- stað, með ömurlegum afleiðingum. Ég legg til að við lærum af mis- tökum þessara þjóða og van- metum ekki mátt þeirra sem ala á einangrun og afturhaldi. Gælum ekki við hugsjónir þeirra sem vilja grafa undan trausti á mikilvæg- ustu viðskiptasamningum þjóð- arinnar. Eftir Geir Finnsson Geir Finnsson »Er hugsanlegt að orkupakkinn, eins óspennandi og hann er, sé notaður sem tól til að grafa undan trausti á EES-samningnum og öðru alþjóðasamstarfi? Höfundur er formaður Ungra Evrópusinna. geir@youth.is Grafið undan trausti Góðir stjórnar- hættir fyrirtækja hafa verið í brennidepli á síðustu árum sem áhrifaþættir í árangri og umhverfisvitund. Samkeppnishæfi þjóða felst meðal ann- ars í skilvirkni fyrir- tækja og stofnana þar sem góðir stjórnar- hættir ýta undir ögun og víðari sjónarhorn og styrkja þannig starfsemina til skemmri og lengri tíma. Verklag við skipan í stjórnir hefur verið að taka nokkrum breytingum á síðustu misserum með tilkomu svokallaðra tilnefn- inganefnda. 15 af 18 fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hafa skipað til- nefninganefndir, sem hafa það hlutverk að gera tillögu að stjórn- armönnum með hliðsjón af æski- legri samsetningu stjórnar, vænt- ingum til þekkingar, reynslu, kyns og aldurs stjórnarmanna. Það er síðan í höndum hluthafa að kjósa þá stjórnarmenn sem þeir treysta best til að setu í stjórn, byggt á faglegri forvinnu tilnefninganefnd- anna. En hvað hefur breyst með til- komu tilnefninganefndanna? Hafa þær næga yfirsýn og tengsl til þess að raða saman heppilegustu einstaklingunum? Er hægt að styðja við starf þeirra og tryggja þeim aðgengi að stærri og breiðari hóp mögulegra stjórnarmanna? Kynjahalli í stjórnum verður vandamál fortíðarinnar Um nokkurn tíma hefur verið í undirbúningi að setja upp rafrænt markaðstorg þar sem stjórnar- menn geta skráð sig inn með helstu upplýsingum um reynslu og þekkingu. Markaðstorgið er hugs- að sem samfélagslegt verkefni án arðsemishugsunar. Verkefnið spratt upp af lítilli hugmynd sem kviknaði í útskrift úr diplomanámi í góðum stjórnarháttum fyrir tveimur árum. Nú er verkefnið að taka á sig mynd og stefnt að því að fá sem flesta starfandi og verð- andi stjórnarmenn til að skrá sig á markaðstorgið þar sem hægt verð- ur að leita að þeim á grundvelli reynslu, þekkingar, kyns og ald- urs. Þannig getum við búið til öfl- ugan vettvang fyrir tilnefninga- nefndir, hluthafa, stjórnvöld og aðra hagaðila til að finna stjórn- armenn á grundvelli þeirra skil- yrða sem skipta mestu máli fyrir hvert fyrirtæki. Markaðstorgið mun skapa tækifæri fyrir þá sem ekki hafa persónuleg tengsl á markaðnum til að koma sér á framfæri á faglegum forsendum, m.a. þá sem hafa stundað nám og störf erlendis í lengri tíma. Mark- aðstorgið getur ýtt undir sýnileika hæfra kvenna í stjórnir, þar sem við eigum mikið af vel menntuðum konum með mikla reynslu og því ástæðulaust að lifa við óheppilegan kynjahalla í stjórnum fyrirtækja. Það er von okkar sem stöndum að rafræna markaðstorginu að hugmyndin og frumkvæðið verði til góðs og hjálpi við að draga fram í dagsljósið frábæra ein- staklinga sem bætt geta störf góðra, vaxandi og sterkra fyrir- tækja. Eftir Huldu Ragn- heiði Árnadóttur og Jónatan Smára Svavarsson » Til að auka skilvirkni og þar með sam- keppnishæfi Íslands sem þjóðar, spila rétt skipaðar stjórnir lykil- hlutverk. Hulda Ragnheiður er fram- kvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygg- inga Íslands. Jónatan Smári er fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Íslands. Bæði eru með diploma í góðum stjórnarháttum frá HÍ. Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jónatan Smári Svavarsson Áhrif góðra stjórnarhátta á samkeppnishæfi þjóða Það bærðist margt um í huga mínum er ég las leiðara Morg- unblaðsins frá 18. mars sl. „Slökkt á heilu landi“ og fjallar annars vegar um sósíalisma, sem boð- aður sé hér á landi allsnægtanna og sósí- alisma, sem stjórn- völd reka í Venesúela í landi, sem var einu sinni meðal þeirra ríkustu í Suður- Ameríku. Þar ríkir nú örbirgð og fólk jafnvel leitar sér viðurværis á öskuhaugum. Og vegna hvers er nú verið að bendla okkur við sósí- alisma? Trúlega þykir svo vera vegna þess að lægst launaða fólkið hefur vart ofan í sig og á vegna af- stöðu ríkisvaldsins til þessara hópa og sanngjarnt útspil verkalýðs- hreyfingarinnar einmitt því að fara fram á að þetta fólk geti lifað af launum sínum og þar á ég við að ekki er verið að biðja um milljónir á mánuði heldur nokkrar krónur til að geta lifað af mánuðinn en ekkert bruðl á meðan milljóna- mæringarnir velta sér upp úr auðnum líkt og gerðist hjá Madúró forseta. Í fyrrnefnd- um leiðara er líka tal- að um borg eina í Venesúela, sem varð fyrir miklum óeirðum og gripdeildum fólks úr verslunum sökum rafmagnsleysis en það hafði búið við langvar- andi skort á mat- vælum, lyfjum og ann- arri nauðsynjavöru og greip tækifærið trú- lega ekki að ástæðu- lausu þar sem það lif- ir við mikinn skort. Það er þetta sem gerist í landi eins og hjá Madúró og fylgifiskum hans og lágstéttafólkið skilið eftir í hreysum og án mannsæmandi lífs- viðurværis. Ég get fallist á að kalla þetta sósíalisma. En hvað um Ísland? Samt finnst mér það nokkuð djarft af leiðarahöfundi að kalla það sósíalisma hér í landi alls- nægtanna þó að láglaunafólk berj- ist fyrir hærri launum og betri lífskjörum því það á það svo sann- anlega skilið. Trúlega getur leið- arahöfundur verið mér sammála um að ekki viljum við að eins fari fyrir Íslandi og Venesúela þó að það yrði kallað í nafni kapítalism- Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleifur Hallgríms framkvæmdastjóri Áhugaverður leið- ari í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.