Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Gerum við hedd og erum einnig með ný hedd á flest allar vélar Er heddið bilað? Við erum sérfræðingar í heddum TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Seljaskóli Unnið var að hreinsun í gær og kennt verður í skólanum í dag. Höskuldur Daði Magnússon Hallur Már Hallsson „Þessi áföll eru af mjög mismunandi toga. Þess vegna er ekki til einhver ein áætlun eða lausn sem grípur allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðs- stjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg. Eldur kom upp í Seljaskóla í ann- að sinn á skömmum tíma um helgina og munu 150 nemendur þurfa að sækja kennslu í bráðabirgðahúsnæði af þeim sökum. Fjöldi nemenda þarf að gera slíkt hið sama eftir fyrri brunann. Sem kunnugt er þurfa nemendur úr Fossvogsskóla að ferðast í rútum niður í Laugardal vegna myglu sem kom upp í húsnæði skólans í mars. Þegar hvert áfallið í skólastarfi rekur annað vakna spurningar um hvort ekki sé ein- hvers konar neyðaráætlun sem skólayfirvöld grípa til. „Þetta er heilmikið áfall fyrir allt skólasamfélagið. Það er afar mikil- vægt að fá niðurstöðu um hvar kennsla verður eins fljótt og hægt er til að skapa ró,“ segir Helgi. Hann segir að fyrsta skref við slíkar að- stæður sé að kanna hvaða mögu- leikar séu í nærumhverfi hvers skóla. „Þetta eru auðvitað mismun- andi stórir hópar í hverju tilviki en fyrst er kannað hvort hægt sé að not- ast við frístundina, félags- og tóm- stundaaðstöðu. Svo íþróttamann- virki, samkomusali og kirkjur. Þetta er fyrsti kostur, svo ekki þurfi að koma til rútuferða. Við viljum hafa skólastarf eins nálægt börnunum og kostur er. Þá er mikilvægt að upp- lýsa fólk um hvert og eitt skref sem tekið er.“ Helgi segir jafnframt að ýmislegt fleira spili inn í og að meta verði hvert slíkt tilvik fyrir sig. Aðbúnaður í borgarhlutum sé misjafn, svo dæmi sé tekið. „Í Grafarvogi er til að mynda rýmra pláss en víða annars staðar. Þar sem stóru íþróttafélögin eru er ýmislegt hægt að gera í sölum og húsnæði á þeirra vegum. Þetta snýst líka um það hversu lengi vand- inn varir og á hvaða tíma árs hann kemur upp. Núna kemur þetta upp í blálokin á skólastarfinu. Það er al- mennt betra veður á vorin, hægt að fara meira í útikennslu og færa nám- ið í fjölbreyttari aðstæður.“ Síðdegis í gær kom í ljós að skóla- hald verður í Seljakirkju, aðstöðu ÍR og í félagsmiðstöðvum í hverfinu næstu vikurnar. Helgi telur að mögulega þurfi einnig að gera ráð- stafanir fyrir haustönnina. „Þarna þarf að taka heila byggingu og end- urgera hana. Við þurfum að horfa til þess að skapa námsaðstæður jafnvel fram að áramótum. Þá er annar við- búnaður sem fer í gang.“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, segir eðlilegt að foreldrar vilji svör við því hvernig það gat gerst að eldur skyldi hafa komið upp í skólanum með einungis tveggja mánaða millibili. „Það þurfa allir að- ilar sem koma að rekstri hússins að vinna með okkur í að velta við öllum steinum og ég greini mjög sterkan samstarfsvilja,“ segir Magnús. Meta þarf hvert tilvik fyrir sig  Ekki er til ein neyðaráætlun til að halda uppi skólastarfi komi til áfalla  Bruninn í Seljaskóla er þriðja áfallið í skólum borgarinnar í vor  Áfall fyrir skólasamfélagið  Kennt á ný í Seljaskóla í dag Matthildur Soffía Maríasdóttir er 100 ára í dag, fædd 14. maí 1919. Margrét Einarsdóttir, dóttir henn- ar, segir að hún sé nokkuð hress, en hún hafi fengið áfall fyrir um mánuði og það hafi haft töluverð áhrif. „Móðir okkar hefur alla tíð verið glaðlynd og átt auðvelt með að sjá hið spaugilega i lífinu,“ segir Mar- grét. „Hún hefur einnig verið mjög heilsuhraust og haft áhuga á því sem er að gerast í kringum hana. Hún hefur fylgst með fréttum í blöðum og sjónvarpi þar til fyrir stuttu. „Hvað er þetta! Eruð þið alveg hætt að fylgjast með?“ segir hún oft við okkur börnin sín.“ Foreldrar hennar, Guðrún Jónsdóttir frá Skarði og Marías Jakobsson frá Kollsá í Grunna- vík, voru útvegs- bændur og eign- uðust tíu börn. Matthildur fæddist í Gull- húsá á Snæ- fjallaströnd í Norður-Ísafjarðar- sýslu, fimmtán fermetra þiljuðum torfbæ með fjórum rúmstæðum, og ólst þar upp til átta ára aldurs. Þröngt var í búi og fátækt mikil og því var hún send til móðursystur sinnar, Eyjalínu Jónsdóttur, mat- ráðskonu og bústýru hjá séra Frið- riki Friðrikssyni í KFUM í Reykjavík og gekk í Miðbæjarskól- ann. „Hún ólst upp við gott atlæti í KFUM til 14 ára aldurs og bar mikla virðingu fyrir séra Friðriki,“ segir Margrét. Eiginmaður Matthildar var Ein- ar Sigurbjörnsson (dáinn 1975) rafvirki og eignuðust þau níu börn. Þau fluttu frá Reykjavík í Hjörsey á Mýrum og gerðust bændur 1958. Hún vann lengi sem matráðskona, var í kvenfélagi Hraunhrepps, fé- lagi í Kvennalistanum og skipaði heiðurssæti listans í Vesturlands- kjördæmi í þingkosningunum 1987. Undanfarin 25 ár hefur Matt- hildur búið hjá Ragnheiði, dóttur sinni, og Einar Erni Karelssyni, tengdasyni sínum, á Álftárósi í Borgarbyggð. Eftir að hún hætti að vinna dvaldi hún mörg sumur í Hjörsey með afkomendum sínum og hún reynir enn að fara þangað með börnum sínum og fjölskyldum þeirra, en Einar og Matthildur eiga 63 afkomendur. steinthor@mbl.is Sér hið spaugilega í lífinu  Matthildur Soffía Maríasdóttir er 100 ára í dag Matthildur Soffía Maríasdóttir Harma um- gengni við fatagáma Rauði krossinn harmar slæma um- gengi í kringum fatagáma Rauða krossins sem fjallað var um í fréttum núverið, m.a. í Morgunblaðinu. Í frétt á vef RKÍ kemur fram að tilgangur fatagámanna sé að gera aðgengi að fataflokkun enn betri, en ekki að valda íbúum í kringum þá óþægindum. „Vitað er af þessu vandamáli og mikilvægt er að bætt verði úr þessu sem allra fyrst,“ segir í fréttinni. Gámarnir eru tæmdir minnst einu sinni í viku og aukalega ef ábend- ingar berast um fulla gáma. Segir Rauði krossinn að stundum sé erfitt að hafa undan öllu magninu sem berist. Er fólki vinsamlegast bent á að skilja föt ekki eftir fyrir utan gámana ef þeir eru fullir. Hægt sé að sjá lista um staðsetningu gámanna á vef Rauða krossins, redcross.is. Yfirfullt Fregnir berast reglulega af yfirfullum gámum á grenndar- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Átta þingmenn úr röðum Við- reisnar, Samfylkingarinnar og Pí- rata hafa lagt fram þingsályktun- artillögu þess efnis að Alþingi feli utanríkisráðherra að láta kanna viðhorf almennings í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum til áframhaldandi hvalveiða Íslendinga. Vilja þeir að spurt verði um það hvaða áhrif hvalveiðar Íslendinga hafi á sölu á íslenskum vörum á mörkuðum í þessum löndum, ferðamenn sem koma til Íslands eða hafa hug á því og vörumerkið Ísland. Vilja láta kanna áhrif hvalveiðanna Margæsir eru fargestir á Íslandi og hafa hér viðkomu á leið til og frá varpstöðvum í heimskautahéruðum NA- Kanada. Þær fara héðan um 3.000 km leið sem liggur yf- ir Grænlandsjökul í allt að 2.400 metra hæð yfir sjó. Flug- ið er erfitt fyrir feitan fuglinn sem á í erfiðleikum með að ná nógu mikilli flughæð til að komast yfir jökulinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Margæsir á vappi í grængresinu í gær Margæsir eru alfriðaðar á Íslandi Lögreglan á Vestfjörðum varar við aðilum sem hringja í tölvunotendur og blekkja þá til að gefa sér upp lykilorð að heimasíðum, netbönk- um eða öðrum viðkvæmum að- gangssvæðum. Á Facebook-síðu lögreglunnar segir að einum slíkum „óprúttnum aðila“ hafi tekist að yf- irtaka heimabanka einstaklings í síðustu viku og millifæra umtals- verða upphæð. „Í þessu, sem og flestum öðrum tilvikum, er um að ræða erlenda aðila sem tala flestir bjagaða ensku. Erfitt getur reynst að endurheimta slíkar millifærsl- ur,“ segir í Facebook-færslunni. Þar er jafnframt bent á að mikil- vægt sé að svara ekki slíkum beiðn- um og gefa hvorki upp aðgangsorð sitt né lykilorð. Óprúttinn yfirtók heimabankann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.