Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 6.900 Str. S-XXL Gallaleggings SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Efni Árbókar Ferðafélags Íslands 2019 sem kom út fyrir nokkrum dög- um er Mosfellsheiði – landslag, saga og leiðir rétt eins og undirtitill bókar- innar er. Höfundar eru Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Mar- grét Sveinbjörnsdóttir, menningar- miðlari og vefritstjóri, og Jón Svan- þórsson, áður rannsóknarlögreglumaður. Flestar ljósmyndir í bókinni tóku þau Sigur- jón Pétursson og Þóra Hrönn Njáls- dóttir. Í árbókinni eru auk þess all- margar eldri, sögulegar myndir, sem fengnar hafa verið á ljósmyndasöfn- um og víðar. Um kortagerð sá Guð- mundur Ó. Ingvarsson og ritstjóri var Gísli Már Gíslason. Í árbókinni er til frásagnar svæði sem afmarkast af Suðurlandsvegi um Lækjarbotna, Sandskeið og Svína- hraun; í norðri við Þingvallaveg og Skálafell. Í vestri nær sögusvið frá efstu mörkum byggðar í Mosfellsbæ og í hina áttina nær það austur undir Þingvallavatn. Alls er bókin 244 blað- síður, með miklum fjölda mynda og korta. Er þetta 92. Árbók Ferða- félags Íslands, en þær hafa komið út óslitið frá árinu 1928 og eru – þegar allt er lagt í summu – einstæð ritröð um sögu lands og þjóðar. Leiðir legið um aldir „Yfirleitt hafa nokkuð víðfeðm svæði verið undir í árbókum Ferða- félags Íslands. Hér er hins vegar tek- ið fyrir til þess að gera afmarkað svæði, sem leynir samt mjög á sér,“ segir Bjarki Bjarnason, en hann er frá Mosfelli í Mosfellsdal og býr nú þar í næsta nágrenni. „Hér hafa leiðir fólks legið um aldir og af því sprottið áhugaverðar sögur, sem ýmist hafa ratað á prent eða varðveist í munn- mælum. Því var af nægu að taka í bókinni, þar sem við fjöllum einnig um jarðfræði, gróður, fuglalíf og fleira.“ Ræturnar að bókarskrifum þess- um má rekja um sjö ár aftur í tímann. „Upphaflega hugmyndin var sú að gefa út veglegt gönguleiðakort eða -bækling, segir Margrét Sveinbjörns- dóttir, sem er frá Heiðarbæ í Þing- vallasveit. „Sú hugmynd hafði reynd- ar kviknað á tveimur stöðum á svipuðum tíma. Bæði í spjalli okkar Bjarka og Jóhannesar bróður míns, bónda á Heiðarbæ, í smala- mennskum á heiðinni og í gönguferð- um Jóns og félaga hans Ómars Smára Ármannssonar í útivistar- félaginu Ferli. Síðan einhverju sinni hringdi Jón í Bjarka til að spyrja hann út í örnefni á heiðinni og upp úr því spjalli fórum við að ræða að snjallt gæti verið að leggja saman krafta okkar. Síðan eru liðin ár og ótaldir kílómetrar lagðir að baki á heiðinni þar sem við höfum rakið okk- ur eftir misjafnlega greinilegum slóð- um og vörðubrotum, í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu þeirra orða.“ Áhugaverð náttúra Smám saman óx hugmyndin og bæklingur varð að gönguleiðabók sem þríeykið samdi við Ferðafélag Íslands um útgáfu á. Fyrir um tveim- ur árum, þegar komið var að skilum á handriti gönguleiðabókar, sagðist Páll Guðmundsson, framkvæmda- stjóri FÍ, hins vegar vilja stíga skrefi lengra og vildi heila árbók um svæð- ið. „Þetta þótti okkur auðvitað mikill heiður, því það hlaut að þýða að Ferðafélagið hefði trú á verkefninu,“ segir Margrét. „En hér voru forsend- urnar auðvitað breyttar. Til að gera langa sögu stutta koma nú út tvær bækur; annars vegar árbókin og hins vegar gönguleiðabókin Mosfellsheið- arleiðir, sem verður eins konar fylgi- hnöttur og kemur út í sumarbyrjun.“ Jón Svanþórsson hefur farið víða um Mosfellsheiðina á undanförnum áratugum og meðal annars safnað upplýsingum um leiðir þar, að fornu og nýju. Meðal annars skráð og hnit- sett um 800 vörður og vörðubrot sem voru mikilvægir vegvísar fyrr á tíð. „Með félögum mínum í Ferli, úti- vistarklúbbi rannsóknarlögreglu- manna, hef ég farið mikið um heiðina. Þar eru margar söguslóðir en ekki síður áhugaverð náttúra; jarðfræði jafnt sem gróður,“ segir Jón. Laufdælingastígur og Lyklafell Til eru heimildir um margar þjóð- leiðir en með breyttu samfélagi hafa sumar þeirra týnst. Það geta verið gamlar gönguleiðir og troðnir slóðar, fjárgötur, hestagötur, vagnvegir og svo Gamli Þingvallavegurinn – sem fyrir margt löngu gekk reyndar und- ir nafninu Nýi Þingvallavegurinn. „Sem dæmi um leið sem var svo gott sem gleymd má nefna Laufdæl- ingastíg, sem okkur tókst að finna og rekja frá Lyklafelli á suðvestanverðri heiðinni að Vilborgarkeldu sem er norðaustan við heiðina,“ segir Jón og enn fremur: „Um Laufdælingastíg er aðeins getið í einni heimild, Lýsingu Ölveshrepps eftir Hálfdan Jónsson lögréttumann á Reykjum í Ölfusi frá 1703. Lítið hefur verið ritað um leið- ina síðan, fyrr en í Árbókinni og svo aftur í hinni væntanlegu gönguleiða- bók.“ Vegvísar, vörðubrot og troðnir slóðar  Stiklað um Mosfellsheiði í nýrri Árbók Ferðafélags Íslands  Jarðfræði, gróður og fuglalíf  Þjóð- leiðir týnast í breyttu samfélagi  Gönguleiðabók fylgir  Þrjú lögðu í púkkið og miðla fróðleiknum Ljósmynd/Sigurjón Pétursson Grjót Gluggavarða við Seljadalsleið norðarlega á heiðinni. Ljósmynd/Sigurjón Pétursson Dýralíf Læða með yrðlinga í greni við Miðdal í Mosfellssveit. Ljósmynd/Sigurjón Pétursson Haustlitir Selvatn er skammt ofan við Reykjavík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfundar Margrét Sveinbjörnsdóttir, Jón Svanþórsson og Bjarki Bjarnason árita bókina, sem er afrakstur góðs samstarfs þeirra sem tók allmörg ár. Borgarhólar, Bringur, Drauga- tjörn, Kóngsvegur, Lyklafell, Seljadalur, Sköflungur. Allt eru þetta örnefni og staðarheiti sem koma fyrir í árbókinni – og að baki þeim öllum er mikil saga sem gaman er að nema og skilja, segir Bjarki Bjarnason. „Ég er heillaður af þessu svæði, þar sem ég fór mikið um sem strákur. Oft fór ég að veiða í Leirvogsvatni. Seinna fór ég svo í fjárleitir á heiðinni; fyrst með Mosfellingum en seinni árin hef ég verið meðal Þingvellinga sem þarna hafa sín upprekstrarlönd. Þetta er áhugavert svæði og frábært til útivistar enda í ná- grenni við mesta þéttbýli lands- ins. Vonandi verður árbókin og svo gönguleiðakverið leiðarvísir þeirra sem á þessar slóðir stefna, en þar lýsum við 23 leið- um um heiðina.“ Kóngsvegur og Sköflungur ÖRNEFNI OG SAGA Fjölmenni var viðstatt sl. sunnudag þegar fyrsta söguskiltið af fjórum í Dalabyggð var afhjúpað. Ástar- þríhyrningur Bolla og Kjartans sem kepptu um ástir Guðrúnar Ósvífusdóttir er myndgerður á skilti við afleggjarann að Hjarðar- holti. Dalamaðurinn Svavar Gests- son, fyrrum alþingismaður og sendiherra, hefur haft frumkvæði að gerð og uppsetningu skiltanna. Þau eru unnin hjá auglýsingastof- unni Hvíta húsinu en myndir á þeim eru eftir Ingólf Örn Björgvinsson. Hin skiltin þrjú verða í Hvamms- sveit við afleggjarann út á Fells- strönd, á Klofningi og í Saurbæ. „Hér er verið að vekja athygli á söguríki Dalanna. Hér er sögusvið Laxdælu þó fyrsta kynslóðin væri landnemar eða flóttamenn frá Nor- egi. Úr Haukadal héldu Eiríkur rauði og Leifur sonur hans til vest- urs og voru útrásarvíkingar síns tíma. Auk Laxdælu eru Dalirnir sögusvið Sturlungu, Eyrbyggju og Njálu svo af nægu er að taka. Þessu munum við gera góð skil í Vínlands- setri í Búðardal sem opnað verður að ári,“ segir Kristján Sturluson sveitarstjóri í Dalabyggð. Mjólkursamsalan kostar gerð skiltanna og segir forstjórinn Ari Edwald málið standa fyrirtækinu nærri. Í Búðardal sé starfsstöð MS, en þar eru framleiddir mygluostar af ýmsum gerðum. Bera sumir þeirra nöfn söguhetja úr fornum sögum. „Með stuðningi við verkefni á borð við þetta leitast Mjólkur- samsalan við að styrkja byggðir landsins og efla vitund fólks um sögu og menningu svæðisins,“ segir Ari . sbs@mbl.is Ástarþríhyrningur á fyrsta söguskiltinu af fjórum sem sett er upp í Dalabyggð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Afhjúpun Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti, Einar Kr. Guðfinns- son formaður nýstofnaðs Sturlufélags, Kristján Sturluson sveitarstjóri, Ari Edvald for- stjóri Mjólkursamsölunnar, Svavar Gestsson Dalamaður og fyrrum ráðherra og lengst til hægri Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.