Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Fuglsins fegurð Blessaður lómurinn er einstaklega fagur fugl og ævintýri líkast að sjá hann á flugi með sitt rauða framandi auga og langa háls. Lómurinn var valinn fugl ársins árið 2017. Bogi Arason Á Íslandi er áætlað að nálægt 200-250 þúsund tonn af venju- legu heimilissorpi falli til á hverju ári eða meira en hálft tonn á hvern íbúa. Sorpið er að mestu urðað á Álfsnesi, á Akureyri og við Blönduós. Fáir vilja hafa slíka urðunar- staði í nágrenni við sig og að auki fer mikið landrými undir þá. Uppi eru hugmyndir um að sigla með sorp héðan til Svíþjóðar til brennslu í svokölluðum há- tæknisorpbrennslustöðvum. Urðun veldur margháttaðri mengun Ekki þarf að hafa mörg orð um alla þá mengun sem stafar frá sorpi sem urðað er um allar koppa- grundir. Urðun sorps veldur grunnvatnsmengun um langa framtíð, eitrar jarðveg ásamt því að valda loftmengun og almennum sóðaskap í nágrenni við urðunar- staðina. Evrópusambandið stefnir að því að banna urðun sorps í kringum árið 2030 og tekin hefur verið stefna í mörgum löndum Evrópu að brenna fremur sorpi en að urða það. Alla jafna veldur brennsla sorps mikilli loftmengun, en aðferðir hafa verið stórbættar, þar sem með bættri flokkun sorps, margháttaðri síun reyks og ekki síst með hærra hitastigi við bruna er unnt að brenna sorpi án þess að mengun sé veitt út í andrúmsloftið. Hátæknisorpbrennslur Annar kostur við slíkar hátækni- brennslur er að með því móti er sorpinu breytt í orku, bæði raforku og hitaorku sem nýtist í stað þess að urða það engum til gagns og með tilheyrandi mengun. Í nýrri hátæknisorpbrennslustöð á Ama- ger í Kaupmannahöfn eru brennd um 250.000 tonn af sorpi á ári eða meira en allt sorp sem til fellur hér á landi. Í brennslunni eru tveir olíukyntir ofnar sem brenna hvor um sig 25-35 tonn af sorpi á 1,5-2 klukkustundum. Og til að sýna fram á hversu mengunarlítil stöðin er þá eru út- veggir brennslunnar útbúnir sem klifur- veggir og af þakinu liggja skíðabrekkur. Það eru fjölmargir kostir við há- tæknisorpbrennslustöðvar, t.d. fer minna land til spillis, grunnvatn mengast síður og sorpið er nýtt til að framleiða orku. Rannsóknir sýna að kolefnisspor frá brennslu í háþróuðum sorpbrennslustöðum eins og á Amager sé minna en af sorpi sem hlaðið er upp í landfyll- ingum. Þessar hátæknisorp- brennslustöðvar skila mjög lítilli loftmengun, langt innan þeirra marka sem leyfileg eru. Brennsla sorps er framtíðin Árið 2016 voru starfræktar yfir tvö þúsund WTE (Waste-to- energy) sorpbrennslustöðvar í heiminum. Margar þessara sorp- brennslustöðva eru í Evrópu, t.d. 29 í Danmörku og 72 í Þýskalandi svo eitthvað sé nefnt. Á Íslandi er ein slík, sorpeyðingarstöðin Kalka (áður Sorpeyðingarstöð Suður- nesja), í Reykjanesbæ sem hefur leyfi til sorpbrennslu. Stöðin getur brennt allt að 12.300 tonn á ári og er útbúin fullkomnum hreinsunar- búnaði sem heldur mengun í lág- marki. Orka er unnin úr sorpinu og framleiðir stöðin 450 kw af raf- magni sem er um helmingi meira en stöðin þarfnast sjálf. Hitaveita Suðurnesja á og rekur rafstöðina og notar raforkuna út í dreifikerfi sitt, en afgangsvarmaorkan er nýtt til að hita upp hús og plön Kölku. Í Bændablaðinu í maí í fyrra birtist grein eftir Júlíus Sólnes, verkfræðing og fyrrverandi um- hverfisráðherra, og fleiri um bygg- ingu fullkominnar sorpbrennslu- stöðvar á Vestfjörðum. Hugmynd þeirra var að stöðin yrði hátækni- sorpbrennslustöð og byggð sam- kvæmt ströngustu reglum Evrópu- sambandsins líkt og þær stöðvar sem nýlega hafa verið teknar í notkun á Norðurlöndum, en þær stöðvar nota háhitabrennslu (um 1.100 til 1.200°C) með fullkomnum mengunarvarnarbúnaði, sem gerir það að verkum að mengun er nán- ast engin. Þeir félagar gerðu ráð fyrir að þetta yrði 80.000 tonna stöð sem myndi framleiða bæði raforku og hitaorku og með til- komu hennar færi raforkuþörf Vestfirðinga um Vestfjarðalínu úr 150 Mw/klst. í u.þ.b. 15 Mw/klst. á ári. Hættum að vera sóðar Það er ljóst að með vaxandi kröfum í umhverfismálum verða þjóðir heims að sjá sjálfar um að eyða því sorpi sem til fellur innan- lands og löngu tímabært að við Ís- lendingar komum upp okkar eigin sorpbrennslustöð sem byggð yrði samkvæmt ýtrustu kröfum um mengunarvarnir. Okkur er enginn sómi að því að urða okkar úrgang lítt flokkaðan öllu lengur, hvað þá að flytja hann sjóleiðis til eyðingar í öðrum löndum með tilheyrandi útblæstri. Ef við viljum líta út fyrir að vera umhverfissinnar, þá þarf að sýna það í verki og taka ábyrgð á eigin sorpi. Tökum ábyrgð á sorpinu Eftir Karl Gauta Hjaltason »Urðun sorps veldur grunnvatnsmengun um langa framtíð, loft- mengun og almennum sóðaskap í nágrenni við urðunarstaði. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. kgauti@althingi.is Ég vil trúa því af kynnum mínum af kaupmönnum og ráða- mönnum matvöru- verslana að þeir vilji al- mennt selja viðskipta- vinum sínum íslenskar landbúnaðarvörur, númer eitt, tvö og þrjú. Stundum þegar maður sér í fjölmiðlum viðtöl við þá Andrés Magnús- son, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, og Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra at- vinnurekenda, þá finnst manni að málflutningur þeirra sé af annarri plánetu og þeir storki bæði bændum og neytendum. Og þá ekki síður mörgum kaupmanninum sem stolt- astur er af íslenska kæliborðinu hjá sér þar sem kjöt, mjólkurvörur og grænmeti frá íslenska bóndanum er aðalsmerki verslunarinar. Það er áhugavert verkefni bænda að ná meira sambandi við hinn almenna kaupmann og verslunarstjóra held- ur en trúa því að tvímenningarnir fari með þeirra skoðanir. Það er líka mikilvægt að leita að stefnu og skoð- unum aðila vinnumarkaðarins ekk- ert síður verkalýðshreyfingarinnar og Neytendasamtakanna, en með nýjum forystumönnum eru báðar þessar stóru hreyfingar hliðhollari landbúnaði en áður. Nú bítur Andrés Magnússon hausinn af skömminni með grein í Morgunblaðinu 4. maí sl. Þar fellir hann köld tár yfir því að hér muni skorta lambahryggi í sumar. Hann telur sér trú um að nú sé lag að flytja inn lamb erlendis frá, bændur liggi vel við höggi. En mér er reyndar tjáð að það muni sleppa með hrygg- ina og svo kemur ný sláturtíð. Andrés sýnir nokkra ósvífni í mál- flutningi, eða finnst að afurðastöðvar séu í vondum málum, því þessa stöðu vill hann nota til að láta kné fylgja kviði og fljúga með lambahryggi frá Nýja-Sjálandi til Ís- lands. Hvar er kolefnis- sporið nú? Hvar er Greta Thunberg, snjalla stúlkan í Svíþjóð, sem berst fyrir jörðina? Hvað myndu íslenskir neytendur segja? En þeir telja al- mennt að lambið okkar sé eitt það sérstakasta við matvælalandið Ís- land. Þeir myndu glaðir borða læri og bógsteik þó svo að hryggi skorti í eina viku. Svo verða bændur að gæta þess að hafa alltaf nægt magn af hryggjum fyrir innanlandsmarkað- inn. En bændur, gangið til samstarfs við verslanir og kaupmenn um allt land, ég spái að ykkur verði vel tek- ið. Ekki veitir af ef niðurstaða Al- þingis verður sú að hráa kjötið komi? Það verður að selja það strax, annars fer það á haugana á síðasta söludegi. En það er öðruvísi með það íslenska, á því er skilaréttur, það er hægt að senda það heim í afurða- stöðvarnar aftur. Eftir Guðna Ágústsson Guðni Ágústsson » Bændur, gangið til samstarfs við versl- anir og kaupmenn um allt land, ég spái að ykkur verði vel tekið. Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Kaupmenn standa almennt með ís- lenskum bændum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.